,,Þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin

Slúðrið er eitt aðalvaldatækið í pólitík. Hvergi er slúðrið notað markvissar  en í stjórnmálaflokkum. Menn á framabraut tala þar vel eða illa um aðra eftir atvikum. Sumir eru vegnir og léttvægir fundnir.  Aðrir skjallaðir úr öllu hófi. Meistarar slúðursins komast oftast lengst hafi þeir vit á því að tala fallega fyrir opnum tjöldum.  Ekki trúi ég öðru en að Guðjón Ólafur hafi áttað sig á þessu. Hans höfuglæpur er að slúðra um samherja fyrir opnum tjöldum (vísa í Silfur Egils), en vera ekki Guðjón bakvið tjöldin. Þar með tekur hann sjálfan sig niður öllu fremur en andstæðinginn. Hin pólitíska list er að slúðra lymskulega fyrir lokuðum dyrum(svo sem hægt er að læra um í Njálu- Aldrei myndi Guðni klikka á þessu).

 Kannski var ágætt að færa þetta upp á yfirborðið. Í flokknum hans Guðjóns (sem var um skeið minn) hafa menn gengið með kutann undir kuflinum um áratugaskeið.  Sagan minnir á skákskýringu.  Guðmundur drap Harald, Finnur drap Guðmund.  Þar áður tókust hægri menn á við Möðruvellinga. Á síðari tímum allir við alla.  Flóttamenn í þúsundavís-til vinstri og hægri. Jafnt og þétt hefur fjarað undan.

 Ég held að slúðrið sé ekkert meira notað sem valdatæki í Framsókn en öðrum flokkum. Hins vegar er erfiðara að halda því innandyra þegar flokkar fara að skrapa botninn í fylgi og félagsstarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alveg er Mosi gapandi yfir blaðrinu í þessum nafna sínum. Kannski að Framsóknarflokkurinn eigi alvarlega að athuga sín mál og e.t.v. væri ekki úr vegi aðleggja flokkinn niður þar sem hann er svo kominn langt frá upphaflegum stefnumálum sínum og þarna vaða uppi ýmsir sem ekki eru til þess flannir að vera góð kynning nema síður sé.

Njála ætti að vera skyldulesning fyrir svoa karla. Einnig ætti að koma eintökum í erelndum þýðingum til þjóðhöfðingja þeirra landa þar sem ófriður er landlægur. Njðála er nefnilega einhver sá besti friðarboðskapur sem til er ásmat fleirum Íslendingasögum, alllúmskur texti þar sem glögglega kemur í ljós að hatur og stríð eru ekki til þess fallin að leysa nein mál nema síður sé.

Vel gæti Mosi trúað að þessar bókmenntir gætu gengið í bæði Gyðinga sem múhameðstrúarmenn þar sem hugmyndafræðilegur grunnur um hefndir og hefndarskylduna var hjá okkur komin lengra en hjá þeim nú. Refsirétturinn er kominn til vegna þessa fyrirbrigðis en fyrst þegar framkvæmdarvaldið nær að þroskast og eflast. Framkvæmd refsinga fyrrum var aðeins í formi hefndar og var í höndum ættingja þess sem drepinn var eða misgjörningurinn beindist gegn. Ef það var ekkigert, þá fengu menn á sig leiðindastimpil, að vera ættleri og jafnvel skömm sinnar ættar þó svo að viðkomandi vildi ekki nýta þann rétt sem Grágásarlögin kváðu á um. Síðar er konungsvaldið eflist og styrkist í sessi er framkvæmd refsingar í höndum sýslumanna rétt eins og hver önnur fógetaaðgerð eins og við þekkjum hana nú.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sammála...þetta var ekki ,,smart".

Heyrðu annars Baldur...ertu ekki lengur í Framsóknarflokknum?

Sigþrúður Harðardóttir, 20.1.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Ég ítreka það sem ég skrifaði á blogg mitt í dag:  Þessir nýju Framsóknarmenn hefðu aldrei orðið Kaupfélagsstjórar í minni sveit.

Kári Sölmundarson, 20.1.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hvernig heldurðu Sissa mín að sómakær sálusorgari geti tekið þá í þessum hnífabardaga sem þar fer fram?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.1.2008 kl. 00:17

5 identicon

Slúður segirðu, nú hefur þetta nefnilega breytst úr slúðri í upplýsingar, eða fréttir. Ungur áhrifamaður í Framsóknarflokknum hefur upplýst að kosningasjóður Framsóknarflokksinns hafi keypt föt á Björn Inga Hrafnsson fyrir síðustu kosningar. Þannig að nú er spurningin er þetta spilling? Ég sem hef oft borgað í hina ýmsu kosningasjóði m.a. fyrir Jón Baldvin á sínum tíma segi já þetta er misnotkun á kosningasjóði og spilling af verstu gerð, að hafa fé af stuðnignsmönnum sínum sem eru grandalausir, er eins og að hafa fé af barninu sínu. Það þarf að moka Framsóknarfjósið.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 01:33

6 identicon

,,Hin pólitíska list er að slúðra lymskulega fyrir lokuðum dyrum(svo sem hægt er að læra um í Njálu ..."

Þetta má til sanns vegar færa.

En þegar kom til mannvíga lýstu menn djarflega víginu á hendur sér.  

Það gerði Guðjón í sjónvarpi allra landsmanna.

Fyrir allra augum klauf hann jakkafatamanninn (eða rauðálfinn, eins og Skarphéðinn myndi hafa kallað hann) í herðar niður.

Enda þótt hann væri í nýjum panzara frá Sævari Karli.  

Balzac (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 08:50

7 identicon

 

  

 Haldi Guðjón Ólafur að slúðrið verði honum til framdráttar er það misskilningur og einnig hjá Birni Inga sem geystist inn í pólitíkina svo gott fólk sem starfað hafði árum saman þurfti að víkja fyrir honum og það strax.  Nei slúðrið verður þessum mönnum ekki  til framdráttar,eða hvað haldið þið?

 

Svanfríður G.Gísladóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband