35 ár frá gosinu í Eyjum!

Þrjátíu og fimm á frá gosinu í Heimaey.  Af og til er það hlutskipti mitt að tala yfir fólki sem flúði Eyjar gosmorguninn og ætíð upplifi ég það hvað mikil áhrif þessar náttúruhamfarir höfðu á líf þess fólks sem var rifið upp e.t.v á miðjum aldri og þurfti að fóta sig  upp á nýtt í Þorlákshöfn, Hvolsvelli, Höfn eða á Reykjavíkursvæðinu. Margir reyndu búsetu á tveimur eða þremur stöðum áður en þeir settust endanlega að. Ætíð eru þessir atburðir ofarlega í huga fjölskyldna og höfðu sem fyrr segir mikil áhrif á líf allt.

 Er ekki kominn tími til að okkar helstu sagnfræðingar geri þessu rækileg skil?

 Og þetta leiðir auðvitað hugann að öllum þeim sem hrekjast frá heimilum sínum vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka.  Sumir þeirra koma hingað sem flóttamenn og eru hér eins og víða annarsstaðar látnir dúsa misserum og jafnvel árum saman í  óvissu...og oftast sendir til baka.

Aldrei verður of  brýnt fyrir landamæravörðum og yfirvöldum að reynast því fólki vel sem hingað leitar hvort sem það fær að vera eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Rétt Baldur.

Bið að heilsa Danna. Ég er úr Safamýrinni.

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 13:24

2 identicon

Þetta innskot mitt tilheyrir í rauninni fyrra bloggi þínu en þar sem litlar líkur eru á að það sjáist þar klíni ég því hér inn.

Er svo sammála þér í hverri línu um borgarstjórnarmál Reykvíkinga eða óstjórn öllu heldur. Og sérstaklega með flugvallarskrímslið. En hað um að - þegar flugvöllurinn fer - verði búin til miðbær (á jafnsléttu) sem nær frá nýju tónlistarhúsi og hafnarsvæði og alveg út í Nauthólsvík. Tjarnir, garðar, skólar og söfn. Glæsilegar verslanir einnig og veitingastaðir.

Og af hverju getum við ekki átt okkar gamla hverfi eins og margar stórar borgir þar sem gaman er að vafra um og skoða gömul velviðhaldin hús og anda að sér mannlífinu í sögulegu umhverfi.

Þannig hverfi vildi ég að Laugavegur og Holtin verði.

Takk fyrir mig. 

Þorgerður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband