,,Ekki neinn sérstakur forystuflokkur"
24.1.2008 | 09:19
Gerði blaðamanni á Fréttablaðinu þann kvöldgreiða að láta ljós mitt skína um nýja borgarstjórnarmeirihlutann. Hver getur láð manni þess að hafa skoðun á honum. Fréttir um þessi ósköp í borgarpólitíkinni glymja á manni kvölds og morgna. Blaðamaður var að skrifa inn í smá pláss og þurfti að stytta pistilinn sem ég læt vaka hér í heild sinni eitthvað þó að flest af því hafi verið sagt hér áður.
,,Mér líst ekkert á þetta en með tilvísun í starf mitt get ég ekki hneykslast yfir upprisu Vilhjálms sem vitaskuld leitar eftir uppreisn pólitískrar æru eftir að mörgu leyti ómaklegar hrakfarir í vor. En ég er ekki viss um að ég vildi vera í sporum sexmenningana þau verða fangar Ólafs þennan tíma og Ólafur Magnússon er þrjóskur og hefur lýst því yfir margsinnis að hann sé orðinn borgarstjóri til þess að hrinda Sínum stefnumálum í framkvæmd og þeirra 6527 sem kusu hann. Ólafur er ekki maður málamiðlana eins og ferill hans sýnir. Þá verð ég sem krónískur Reykvíkingur að lýsa undrun minni að meirihluti sé myndaður utan um það höfuðstefnumál að halda flugvallarskrímslinu í Vatnsmýrinni og annað helsta stefnumálið er að varðveita 19. aldar (ekki 20. aldar) götumynd Laugavegarins og svo á að slá af í orkumálum þegar er að koma kreppa..
Annars finnt mér að sexmenningarnir ættu að afhausa meirihlutann og taka saman við alla aðra í borgarstjórninni undir forystu fólks sem er vel til forystu fallið og á ég þá við Dag og Gísla Martein, Svandísi og Hönnu Birnu. Þetta fólk á ekki að láta flokkana hefta sig mjög fá málefni greina þetta fólk að.
Að lokum. Það eru söguleg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn fer í meirihluta án þess að hafa borgarstjórastólinn. Það hefur aldrei komið fyrir áður og hefði aldrei komið til greina hér áður fyrr.Davíð Oddson lýsti þvi stundum yfir í aðdraganda kosnbinga að slíkt kæmi ekki til greina. Með þessum kaupum er hann orðinn eins og hver annar flokkur ekki neinn sérstakur forystuflokkur."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur!
"Við þyrftum að hafa svæðisútvarp í Reykjavík til að hlífa landsbyggðinni við þessu borgarkjaftæði".
Ég er sammál þér að þessi stjórn er slæm, en sjálfstæðismenn hafa sýnt að þeir valda ekki þessu starfi. Það eru tveir góðir foystumenn í Borgarstjórn það er Dagur og Svandís. Hanna Birna þarf að læra framkomu og slípa frekjuna áður en hún getur orðið hæf, ekki veit ég með Gísla Martein, er hann ekki ágætur á Sjónvarpsskjánum ? Hann brosir mikið og fallega.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.1.2008 kl. 13:27
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:51
Pólitík er t.d. á að einkavæða hitt eða þetta, hverja á að skattleggja, og fl. Eiga gömul hús að standa eða hvar á að byggja er einkaskoðun hvers og eins, alla vega ekki bundið stjórnmálaflokki. Ég spyr Sjálfstæðismenn og reyndar aðra, eru stjórnmál að verða að "nútíma" íþróttum, þar sem hæðst bjóðandi getur keypt í klúbbinn.
Rúnar Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.