Í staksteinastíl!

Morgunblaðið hefur tekið miklum breytingun undanfarin misseri. Blaðið hefur orðið opnara en áður, tekið á málefnum sem íslensk blöð sinntu lítið og er mjög frjálslynt í siðferðilegum álitamálum.

..................

Morgunblaðið hefur líka orðið að berjast fyrir lífi sínu á dagblaðamarkaði siðan fríblöðin komu til sögunnar.  Sagt er að áskrifendum hafi fækkað svo og auglýsendum.

Blaðið ber nú ekki lengur höfuð og herðar yfir íslensk blöð hvað útbreiðslu varðar.

................

Blaðið hefur hins vegar skákað öðrum blöðum í ágætri umjöllun um málefni samkynhneigðra, málefni einstakra byggða og málefni innflytjenda svo dæmi séu tekin.

..............

Hiklaust má rekja þessa ágætu takta til manna eins og Karls Th. Blöndal og Ólafs Stephensen sem báðir hafa gegnt ritstjórnarstörfum á blaðinu.

....

Blaðið hefur hins vegar sinn djöful að draga.  Þar situr enn kaldastíðsdraugur sem atar andstæðinga Sjálfstæðisflokkins auri eins og í gamla daga og gerir sér far um að eyðileggja alla umræðu ef hún er skeinuhætt Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti.

..........

Þannig hefur hann lagt sig í framkróka við að eyðileggja umræðuna um nýlega dómaraskipan svo og borgarstjóraskiptin.

.......

Ekki verður í annað ráðið en það sé gert með ísköldum og fláráðum hætti.

.......

Menn hljóta að spyrja: Ætlar Morgunblaðið að verða aftur ósvífið flokksblað? Framtíð þess veltur þar á. Ég held að fólk almennt sé of vant að virðingu sinni til þess að kaupa gamaldags flokksblað.

......

Morgunblaðið verður að gera það upp við sig hvort það ætlar að lifa eða deyja.  Ætli það að lifa af verður það að láta af þessum gamaldags flokksblaðatöktum.

.........

Kýs blaðið að lifa eða deyja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaldastríðið svokallaða var heimur út af fyrir sig. Þegar vinstri menn urðu rökþrota á þessum árum gripu þeir til þess ráðs að ata Moggann auri, töluðu um kaldstríðsáróður Moggans, rússagrýlu og annað álíka. Fátt hafði blaðið þó annað af sér gert en að halda fram einarðri stefnu sem ekki var öllum að skapi.

Og enn berja menn á Mogganum í stað þess að rökræða við hann. Og enn er brúkuð þessi rakalausa fullyrðing „kaldastríðsáróður“.

Ég veit ekki hvað að er í Mogganum sem fer svona í pirrurnar einstaka fólki. Veit raunar ekki hvernig það er hægt að fullyrða að Mogginn hafi „lagt sig í framkróka við að eyðileggja umræðuna um nýlega dómaraskipan svo og borgarstjóraskiptin“, því þessi umræða lifir greinilega enn.

Ég tek hins vegar undir það með Balri að Morgunblaðið er afbragðs gott blað og stefna þess tekur að mörgu leyti fram stefnum stjórnmálaflokka, hvaða nafni sem þeir nefnast. Það finnst mér gott.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:09

2 identicon

Finnur Vilhjálmsson skrifar skemmtilega um Staksteinunginn Strámann.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skrifaði á svipuðum nótum, þó einkum að benda á hversu ódrengileg atlaga Staksteiana er að fyrrverandi Degi B. Þetta er góður pistill hjá þér og líka Finni. Vonandi þurfum við aðdáendur Mbl ekki að vera áskrifendur að einhverri ruddamennsku í leiðinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

.....fyrrverandi borgarstóra, Degi B. .... átti að standa þarna :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2008 kl. 21:19

5 identicon

Sigurður, hann kallar þetta kaldastríðsdraug, og það er ekki rakalaus fullyrðing. Það vita þó allir hvað um er rætt, bæði málefnablindir hægri- og vinstrimenn, svo og venjulegt fólk (hægri og vinstri), og því er ekki alltaf nauðsynlegt að rökstyðja. Ekki lítillækka þig með því að halda því fram að þú vitir ekkert hvað um er rætt. Á tímum kaldastríðsins var ungur maður sem lærði að hræðast kommúnisma (t.d. Stalíns og Maó), og það með réttu, enda einir rosalegustu fjöldamorðingjar sögunnar. Nú er þessi ungi maður ritstjóri moggans, en orðinn svo gamall og vitlaus að hann ruglar saman samfylkingunni og Stalin!!! Eða svona hér um bil...

....og svo segir þú: " Veit raunar ekki hvernig það er hægt að fullyrða að Mogginn hafi „lagt sig í framkróka við að eyðileggja umræðuna um nýlega dómaraskipan svo og borgarstjóraskiptin“, því þessi umræða lifir greinilega enn."

Það að umræðan hafi verið eyðilögð, ef við gefum okkur það, þýðir ekki það sama og að umræðan endi. Mogginn lagði áherslu á að skrifa um hve mótmæli í ráðhúsinu væru ólýðræðisleg, í staðinn fyrir að skrifa um menn og málefni borgarfulltrúa...og mogginn skrifaði um að sigurður líndal og fyrrum dómsstjóri Akureyrar væru sökudólgar og aðalatriði í ráðningarmálinu, en ekki Árni og Þorsteinn!! Finnst þér þetta vera gott, Sigurður? Afbragðs blað?

Benedikt (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:19

6 identicon

„Eða svona hér um bil“ er ekki góð röksemdafærsla.

Ég ætla ekki að elta ólar við túlkanir Benedikt enda má hann hafa sínar skoðanir fyrir mér. Hins vegar á maður sem kallar annan gamlan og vitlausan á ekkert erindi vitræna umræðu.

Já, Mogginn er afbragðs blað.

sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband