Sharía lög á Bretlandseyjum?
7.2.2008 | 17:50
Athyglisvert að erkibiskupinn af Kantaraborg telji koma til álita að Sharia lög, þ.e. lög sem byggjast á Kóraninum öðlist að á sumum sviðum gildi á Englandi. Hann telur þetta jafnvel óhjákvæmilegt. Hann telur að þetta gæti átt við um hjónabandið t.d. og telur þetta myndi auðvelda aðlögun múslima að bresku samfélagi. Athyglisvert, en svona í bili: Flottur karl erkisbiskupinn dr. Rowan Williams að þora að setja svona umdeilda skoðun fram, flottur að þora að vera leiðandi í þjóðfélagsumræðunni. Nota bene hann er höfuðbiskup Anglikönsku kirkjunnar sem er höfuðkirkja Bretlands með útstöðvar í Bandaríkjunum og Suður Afríku svo dæmi séu tekin. það er ekki öllum gefið að geta hugsað út fyrir sína menningu og út fyrir sinn trúflokk, því miður. Flestir eru ófærir í menningarafstæðri hugun enda aldir upp í svart hvítri menningu. Sjá http://news.bbc.co.uk/1/hi/default.stm
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Athugasemdir
Rétt vísun á fréttina er hér: http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/7232661.stm
Finnst þér virkilega að það eigi ekki sömu lög að gilda fyrir alla þegna Bretlands?
Hvað með þá múslima sem ekki vilja sharía lög, hafa jafnvel flúið upprunaland sitt vegna trúarofstækis manna sem vilja að sharía lög gildi?
Matthías Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 17:54
Skoðun mín kemur ekki fram Matthías -mér finnst þetta athyglisvert - og er að kynna mér rök erkibiskups. Ég veit hins vegar að það sem hann segir er vel hugsað og það sem athyglisverðara er oft sett fram með vitund forsætiráðherra. kveðjur. B
Baldur Kristjánsson, 7.2.2008 kl. 18:15
Mín tilvísun er ekki röng eins og þú gefur í skyn. Hún er hárrétt. Þín er það líka. Ertu alltaf svona hornóttur eða bara á vefnum. kv. B
Baldur Kristjánsson, 7.2.2008 kl. 18:19
Ég held mig við orð Þorgeirs Ljósvetningagoða: "Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér í sundur friðinn."
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 18:54
Gyðingar hafa haft eigin dómstóla í Bretlandi í árhundruð; ekkert nýtt á ferðinni þar. Slík framkvæmd getur einungis náð til persónulegra mála hvar báðir málsaðilar samþykkja vald "dómara". Skilnaðir eru t.d. yfirleitt framkvæmdir af Beth Din (dómstól rabbía) í Bretlandi.
Þeir múslimar sem á annað borð hafa einhvern áhuga á að fá Sharia lög inn í Bretland eru flestir á því að þau eigi bara að nota í einkamálarétti - aldrei í refsirétti.
Annað væri erfitt að samþykkja.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:56
Kæri Baldur, í stað þess að dylgja um mig ættir þú að skoða málið betur. Mín vísun er beint á fréttina, þín á forsíðu bbc fréttavefsins. Þín vísun rennur út, ekki sú sem ég setti inn. Þú þarft ekki einu sinni að fylgja þinni vísun til að sjá að hún vísar ekki á frétt heldur "blaðsíðu". Þetta væri svona svipað og að þú segir að greinin væri á blaðsíðu tvö í Morgunblaðinu en tækir ekki fram hvaða dag greinin birtist. http://news.bbc.co.uk/1/hi/default.stm ]
Ertu alltaf með þessar dylgjur og þennan spuna (sem ég hef séð ansi oft hjá þér síðustu vikur) eða bara á vefnum?
Ekki finnst mér skárra að gyðingar hafi eigin dómstóla í bretlandi.
Þegar deilur koma upp milli manna finnst mér eðilegast að ein lög eigi að gilda í landinu. Ekki sitthvor lögin eftir því hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist.
Kynjunum er t.d. mismunað skv. sharía lögum. Er þá eðlilegt að slíkur dómstóll úrskurði í skilnaðarmáli?
Matthías Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 20:06
Þú ert samt óþarflega hornóttur af manni að vera! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 7.2.2008 kl. 20:15
Geta trúarlegir dómstólar í Bretlandi farið á svig við gildandi landslög? Er einhver lögfræðingur hér á moggablogginu, sem hefur farið í starfsnám í Bretlandi og getur svarað því?
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 20:37
Af hverju segir þú ekki bara "takk fyrir að setja inn rétta vísun"?
Matthías Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 21:27
Með fyrirvara um eigin vanþekkingu:
Í Englandi er fólki frjálst (samkvæmt lögum) að vísa deilumálum í hendur þriðja aðila - og skulu í framhaldi fylgja úrskurði þess/þeirra aðila. Sáttin þarf ekki að vera byggð á enskum lögum.
Í skjóli þessa lagaákvæðis starfa (mis)óformlegir trúardómstólar í Bretlandi; þ.e. ef fólk kýs, má það vísa málum til þeirra og ber að fylgja úrskurði.
Hvort úrskurðurinn geti beinlínis farið á svig við landslög, veit ég, ekki en tek undir að gaman væri að vita meira um það. Ég efast þó stórlega um það.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:45
Takk fyrir þetta Baldur McQueen.
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 21:54
Takk fyrir að setja inn réttari tilvísun! Farðu svo betur að mér næst. kv. B
Baldur Kristjánsson, 7.2.2008 kl. 22:11
Matthías er mikill tölvumaður, menntaður og starfar á því sviði og veit hvað hann syngur í þeim málum.
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 22:30
Er ekki allt í lagi með manninn?? Finnst einhverjum virkilega það vera góð hugmynd að trúarhópar fái að koma sér upp sínum eigin dómstólum? Það skiptir litlu máli hvort það eigi að vera "frjálst val" hvort fólk kýs að skjóta málum til þeirra, haldiði að múslimakonurnar verði spurðar álits? eða fá karlarnir bara að fá sínu fram, eins og sharia lögin segja til um.
Þetta býður upp á kúgun sem má ekki að láta viðgangast. Trúarbrögðin eiga ekki að blanda sér í dómsmál, og þeir sem búa í sekúlar þjóðfélögum eins og bretlandi, verða bara að kyngja því, sama hvað trúarbrögð þeir aðhyllast. Það á ekki að leyfa neinar undantekningar frá þessu, ekki heldur fyrir gyðingana.
Ari Björn Sigurðsson, 8.2.2008 kl. 09:30
Skemmtileg þessi fjölmenning.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 13:25
Merkilegt nokk, ég er aldrei þessu vant sammála Matthíasi, líka hvað snýr að Gyðingum. Ein lög verða að gilda um alla. Auk þess, eins og Matthías bendir réttilega á, eru Sharia-lögin ekki beint jafnréttissinnið þegar kemur að þessum málum frekar en öðrum. Viljum við slíkt? Ég segi alfarið nei fyrir mína parta og lái mér hver sem vill.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 13:28
"Farðu svo betur að mér næst".
Vá. Þetta kalla ég ofurviðkvæmni. Síðan hvenær er það að fara illa að mönnum að segja
"Rétt vísun á fréttina er hér: xxxx"
Svona ef maður skyldi vilja leiðrétta ranga slóð einhvern tímann, hvernig á að segja það þannig að það særi engan?
Jón Stefánsson, 8.2.2008 kl. 13:47
,,Réttari tilvísun í fréttina...." Kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.2.2008 kl. 14:21
Ef það hefur verið sérstakur gyðingadómstóll í Bretlandi í hundað ár og aðrir mis-formlegir trúarlegir dómstólar, eins og Baldur McQueen bendir á, þá er það mismunun að leyfa ekki múslímskan dómstól á sömu forsendum. Það yrði þá að vera sátt um það milli málsaðila að mál þeirra færi fyrir þann dómstól.
Trúarbrögð mega ekki koma nálægt dómstólum segið þið: Ef hvítasunnumaður sækir um stöðu héraðsdómara á þá að hafna honum af því hann er yfirlýstur hvítasunnumaður, þó hann sé dæmdur mjög hæfur? Á þá ekkert að fara eftir hæfni umsækjenda?
Theódór Norðkvist, 8.2.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.