Hanskinn tekinn upp fyrir Vilhjálm!

Ég vil nú leyfa mér að taka upp hanskann fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóra.  Nú er í tísku að sauma að honum. Vissulega má deila um umboð hans þegar hann skulbatt borgina í REI málinu en menn verða að gá að því að hefð er fyrir mjög valdfrekum og einráðum borgarstjórum Sjálfstæðismanna ekki bara í Reykjavík heldur úr um allt land.  Er ekki eini munurinn á Vilhjálmi og Davíð Oddsyni sá að sá fyrrnefndi hefur með sér upplýstari og betur menntaðri kynslóð en sá síðarnefndi.  Og er ekki eini munurinn á Vilhjálmi og fjöldamörgum bæjarstjórum út um allt land að fólkið með Vilhjálmi lætur ekki allt yfir sig ganga enda í fullu starfi í bæjarstjórninni?

Vilhjálmur fór vissulega klaufalega að en hann braut engin lög og hefur sjálfur fært rök fyrir því að hafa aðeins fylgt hefðinni. Ættu menn ekki aðeins að hinkra áður en þeir taka upp öxina?


mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í einu gríðarlegu hitamáli kvað einn þingmaður í niðurlagi þingræðu: „Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vita hvað þeir eru að gera“. Með þessu snéri Katrín Thoroddsen sú mikla baráttukona við boði Krists um fyrirgefninguna. En það verður að segja sem er, að blessaður maðurinn hefði betur átt að vita hvað hann var að gera og það er ákaflega erfitt að fyrirgefa miklar og afdrifamiklar yfirsjónir og afglöp í starfi.

Það er ekki fyrsta eina yfirsjón Vilhjálms sem gáungarnir eru fyrir löngu farnir að nefna Villa veit ekki. Það er t.d. óskiljanlegt að hann kom stjórnarformennsku í eignahaldsfélaginu Eik sem byggir og rekur hjúkrunarheimili fyrir eldri borgarana yfir á einhvern annan. Þannig var eitt fyrsta  embættisverk Vilhjálms að semja við sjálfan sig! Og síðasta verkið hans var að grafa fyrstu skóflustunguna fyrir nýju hjúkrunarheimili. Hvort hann var þar sem borgarstjóri eða stjórnarformaður Eikar veit enginn og kannski þaðan af síður hann sjálfur.

Mætti biðja um borgarstjóra sem veit þó hvað hann er að gera hverju sinni.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Rétt hjá þér Baldur.

Sigurbjörn Friðriksson, 8.2.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nei, Baldur. Hvernig á að vera hægt að samþykkja að hann (og þeir sem voru í liði með honum/ hverjir voru það?)komist upp með að ljúga að reykvíkingum og fara á bak við þá endalaust. Og þetta var ekkert smámál, hann lagði ekki í stæði hjá fötluðum einsog sá sem hann ætlaði að leyfa að hrifsaði til sín Orkuveituna.

Vilhjálmur er prófsteinninn á það hvort lýðræðisleg vinnubrögð verða tekin upp í borginni eins og skýrsla stýrihópsins gefur loforð um. Annars á allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F að segja af sér -þá er hægt að boða til nýrra kosninga og hreinsa flórinn.

María Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:37

4 identicon

Fólk er ekki að sauma að Villa. Fólk vill vita HVAÐA fyrrverandi lögmaður borgarinnar gaf álit. Kannski Hjörleifur Kvaran?! Er það að sauma?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Drengskaparmaður Baldur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú ert svo meyr og góður í þér Baldur. En það er laukrétt stjórnkerfið í þessum flokki virðist ganga útá sterkan einræðisherra sem gengur á skítugum skónum yfir allt og alla, það er ég viss um að þú þekkir, það passar bara ekki alltaf. Eða þá að sá "gamli misgóði" er bara ekki nógu ósvífinn....og ekki nógu minnisgóður...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 20:59

7 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Það sem vakti athygli mína í Kastljósi gærkvöldsins var það sem Vilhjálmur sagði:  "Ég hef þegar beðist afsökunar á því að við fórum okkur of geist.  Ég játa það.  Það voru mistök." Á mannamáli þýðir þetta:"Ég myndi gera þetta allt aftur með sama hætti, nema ég myndi fara mér hægar!"Í ljósi þessa spái ég því að Vilhjálmur muni gera sömu hluti aftur þegar hann verður borgarstjóri árið 2009.  Ekki síst vegna þess að Kjartan Magnússon (lesist: litli Villi) verður þá orðinn sjóaður stjórnarformaður OR.  

Sigurður Ásbjörnsson, 8.2.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er nú búinn að veðja á það að gamli misgóði Villi verði aldrei borgarstjóri aftur og ætla að halda mig við það Sigurður, en sjáum hvað setur....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Aumingja Villi, hvers á hann að gjalda? Ef manngreyið verður ekki borgarstjóri, sem hlýtur að teljast örugg, hvaða starf getur Sjálfstæðisflokkurinn þá fundið fyrir hann, kominn á sjötugsaldurinn? Spurning, hvort og þá hvernig Orkuveitan muni hlýja honum í ellinni...?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.2.2008 kl. 22:35

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Baldur, það er fallegt hjá þér að taka upp hanskann fyrir Vilhjálm. Hann man örugglega ekkert hvar hann lét hann frá sér síðast.

Vandamálið er að það tíðkast ekki á Íslandi að stjórnmálamenn segi af sér. Það þarf alltaf að sparka þeim. Þetta skipar okkur á bekk með bananalýðveldum í þriðja heiminum.

Víða erlendis segja stjórnmálamenn af sér fyrir smáræðilegar sakir miðað við afglöp Villa, eins og að kíkja til mellu, eða stelast smávegis í opinbera sjóði.

Mig skortir hugmyndaflug til að ímynda mér hvað þurfi til að stjórnmálamenn segi af sér hér á landi. 

Theódór Norðkvist, 8.2.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

María mín, það er ekki heimilt, að Sveitastjórnalögum, að boða til kosninga, nema á reglulegum ,,kosningarárum".

ÞAð er öðruvísi með Alþingi, sem hægt er að slíta og boða til kosninga,þó ekki séu liðin tilsett 4 ár milli kosninga.

 Sveitastjórnarlögin eru alldeilis ómyrk íþessum efnum, kjörnum fulltrúum BER að stjórna því sveitafélagi, sem þeir voru kosnir til að stjórna, nema einhverjar persónulegar aðstæður hamli því.  Þá er leyfilegt að segja sig frá kjöri en næsti varamaður tekur þá við.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.2.2008 kl. 00:26

12 identicon

Ég vil nú eiginlega heldur taka upp hanskann fyrir þjóðinni. Það er svo gjörsamlega búið að níða af henni skóinn síðustu vikur. Fólkið í landinu var illgjarnt gagnvart borgarstjóra að hans eigin sögn. Nú er fólk illgjarnt gagnvart Vilhjálmi og hefur það eitt sér til afsökunar að það sé í tísku!

Baldur - Það vill þannig til að fólk velti fyrir sér sjúkdómi borgarstjóra, ekki vegna þess að hann væri haldinn einhverjum fordæmanlegum sjúkdómi - heldur hreinlega að þegar fólk veikist andlega - þá verður nánast undantekningarlaust dómgreindarbrestur hjá sjúklingi - og þar skilur á milli þess sjúkdóms og margra annarra sjúkdóma, á meðan á sjúkdómsástandi stendur. Algerlega fordæmingarlaust.

Gagnvart Vilhjálmi - sýnist þú vera að biðla til okkar um það að vera lýðurinn á götunum í sögunni um Nýju fötin keisarans. Maðurinn skrökvar og skrökvar. Hann skrökvar svo mikið að það er orðið vandræðalegt fyrir okkur öll. Er hún réttlætanleg þessi óumræðilega löngun hans til þess að vinna fyrir okkur á hún að ráða för - eða allir þeir fjármunir sem er verið að eyða - fjármunir okkar borgarbúa í REI - og allar breytingar síðan - og sannarlega ekki bjart framundan í þeim efnum, til þess að hann fái svalað þessari þrungnu löngun sinni - að fá að vinna fyrir okkur - og það þótt hann skrökvi að okkur vikulega eða bara í hvert sinn sem hann opnar munninn opinberlega.

Ágæti Baldur - hann er ekki, í vægast sagt áhættusömum rekstrim með fjármuni ykkar Sunnlendinga, heldur okkar Reykvíkinga - og við hljótum að mega mótmæla þessum vinnubrögðum á einhvern máta. Ekki má mótmæla á pöllum í ráðhúsi - Spaugstofa má ekki gera grín - Ólína sussar á bloggara og nú þú - og þetta þetta fólk sem verið er að gagnrýna er sem sagt ekki að ráðstafa ykkar náttúru-auðlindum eða fjármunum!

Og þegar ég segist vilja koma þjóð minni til varnar - þá hefur hún mætt óbilgirni þótt hún noti þann rétt sinn til að mótmæla. Ef eitthvað hefur og mun bjáta á hjá einhverjum vegna áfalla - þá hefur þessi þjóð ævinlega slegið skjaldborg utan um viðkomandi til hjálpar og stuðnings.

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 03:28

13 identicon

Ábyrgð skal krefjast, annars verkar ekki lýðræðið.

ee (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:09

14 Smámynd: Ásgerður

Er alveg komin með æluna fyrir þessu pakki,,,taka upp hanskann hvað? á þetta að vera fyndið??

Ásgerður , 9.2.2008 kl. 13:11

15 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kæri Bjarni, ef allir varamenn og aðalfulltrúar segja af sér - hverjir sitja þá í borgarstjórn? Þá væri komin upp krísa sem ekki er hægt að leysa nema með kosningum. Þetta er mín tillaga og ég held hún gangi upp-

María Kristjánsdóttir, 9.2.2008 kl. 15:28

16 identicon

Mér sýnist fólk frekar kasta stríðshanska en taka upp hanska. Ég held að komið sé að því að kasta pólitískum rekum. En þú Baldur hefur alltaf verið maður minni máttar. En stundum á að segja: Skamm.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:18

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það  er augljóst orðið að Vilhjálmur fer. Þögnin umlykur hann nú. En er hann ekki líka fórnarlamb hefðar þar sem sterkir leiðtogar fóru einfari og offari og fara víða enn sjálfsagt í litlum samfélögum sem enginn nennir að líta til.Kv.

Baldur Kristjánsson, 9.2.2008 kl. 21:10

18 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þekki mörg dæmi um svona oddvita, sveitarstjóra, bæjarstjóra og borgarstjóra hér og þar um landið, fyrr og nú. En það fær mig hvorki til að taka upp hanskann fyrir Villa né þá hina.

Soffía Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 21:39

19 identicon

Hmm.... Er þetta smá skot á bæjarstjórann í Ölfusinu??

IG (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:52

20 Smámynd: Sævar Helgason

Sennilega er það meinið .. hann hefur orðið fórnarlamb þeirrar hefðar í Sjálfstæðisflokki sem stjórnaði Borginni áratugum saman með foringjavaldi borgarstjórans. Sá síðasti var Davíð Oddson. Þá tekur við 12 ára tímabil R-listans með allt aðra stjórnarhætti og ný stjórnmálakynslóð vex úr grasi.  Og þá loks myndar Sjálfstæðisflokkur meirihluta og ætlar að snúa hjóli tímans við.. einn Flokkur einn foringi ...en það bara virkar ekki...eftirleikinn þekkjum við

Sævar Helgason, 9.2.2008 kl. 21:58

21 identicon

Ég vil Vilhjálm burt,  eina ástæðan fyrir því að hann gaf ekki REI er sú að hann komst ekki upp með það,, hann hefði gert það ef hann hefði ekki verið staðinn að verki, og eins og barn sem er staðið að einhverju óheiðarlegu ,, þá laug hann,,, ég vil hann burt ,, og ég vorkenni honum ekki neitt,,,,

Daði Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:11

22 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Það hlýtur að vera kominn tími á kosningar hér í Reykjavík þetta gengur bara ekki lengur! Hvað tekur við þegar Villi hættir? Er ekki Ólafur borgarstjóri í skjóli hans? Það er ekki hægt að bjóða kjósendum uppá svona lagað lengur. Við  Reykvíkingar viljum kosningar ekki seinna en 15 mars!!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 15:34

23 identicon

Ha? Hvert fer Villi? Það virðist ekki vera fararsnið á honum en ég er að reynda sannfæra mig um að ég sé ekki einn af bloggeineltismönnum Villa. Tekst það illa.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:37

24 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Aðeins á ég erfitt með að lesa milli línanna hjá þér, Baldur. Er það náungakærleikurinn sem hér ræður ríkjum, er það þreyta gagnvart misjafnlega spilltu valdatafli í íslenskri pólitík, eða er það kaldhæðnin sem við þekkjum svo vel hérna í Danmörkinni?

Mér væri allavega brugðið ef skilja skal orðin nákvæmlega eins og þau standa. Eitthvað annað liggur að baki. Kannski var það einmitt meiningin hjá þér að fá menn til að túlka. Ég tippa á þetta með kaldhæðnina!

Skúli Freyr Br., 10.2.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband