Tímafrekt að búa hér og líka þar!

Flestir af þeim sem búa úti á landi vinna mikið og svo eru þeir í fullri vinnu við að búa úti á landi. Hugurinn snýst um samgöngur, fjarlægðir, göng, atvinnutækifæri, byggðastefnu stjórnvalda, hringja suður og panta eitthvað, fara suður, koma að sunnan, hvar á að gista?, hvaða flutningafyrirtæki?, ófærð, veður, vont, gott, rok, aftakaveður,- það fer allur aukatími í þetta stúss og þessar hugleiðingar.  Þess vegna gera menn ekkert af viti út á landi, lesa lítið, skrifa lítið, mála lélegt – þegar brauðstritinu sleppir þá er enginn tími fyrir þessu stússi. 

Tíminn gleypir sig sjálfur sem sagt þegar maður býr útá landi 

Nú orðið má segja það sama um Ísland.  Síðan Sjálfstæðisflokkurinn hætti að stjórna ríki og borg af festu og öryggi þá fer allur tíminn í það að fylgjast með því hvort að fyrrverandi og verðandi bæjarstjóri í 100 þúsund manna smábæ ætli að segja af sér. Og maðurinn er ekki einu sinni borgarstjóri? Þegar þetta er skrifað bíða herskarar eftir því alveg eins og í útlöndum að maður þessi komi niður stiga. Það er með öðrum orðum tímafrekt að vera Íslendingur hvort sem maður býr út á landi eða bara í Reykjavík. En Vilhjálmur ætlar að halda áfram.

Hvort sem hann heldur áfram eða ekki fer Sjálfstæðisflokkurinn að renna eins og miðaldra frú í líkamsrækt enda ekkert aðalblað lengur sem teiknar upp helgimyndir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og finnur hinum flest til foráttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi ég er ekki alveg að skilja greinina hjá þér....ég hinsvegar veit að X-D stjórnar þessu landi ennþá og mun gera ... nákvæmlega eins giðingar stjórna öldungardeild USA. OG SVO MUN VERA..gleimum síðan ekki muslimum sem ætla að herta EU. SENNILEGA verða þær komnar með blæju í borgarstjórn eftir 2-5 ár

kv EAG. (AFSAKA STAFSETTNINGU)

einar axel gústavsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið er ég sammála þér um ástand mála í þessum smábæ þarna hinummegin. Það er oft búið að skella uppúr við að hlusta á bullið með öðru eyranu í dag.

En maður þessi verður aldrei kallaður borgarstjóri aftur....ekki meir....ekki meir...gummi geir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.2.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband