Gervilegt
11.2.2008 | 19:34
Gervilegt að sjá sjónvarpsfréttamenn ræða við nýhætta sjónvarpsfréttamenn sem orðnir eru blaðafulltrúar. Maður er hættur að sjá vegagerðarbarin andlit vegagerðarinnar eða stórskorið andlit Kópavogsbúans. Nei, nei maður sér bara fágaðan A ræða við fágaðan B, einn heimilisvin úr Sjónvarpinu ræða við annan heimilisvin úr Sjónvarpinu - allir vanir og vel æfðir. það er eitthvað gervilegt við þetta - jafnvel óhuggulegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Athugasemdir
T.d. Seljan Ég held að hann myndi selj´ann. Á einhver söguna um Martein skógarmús og Villa klifurmús?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:40
Ha,ha...góður Gísli.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.2.2008 kl. 23:42
Það jaðrar nú við að vera orðinn einhvers konar þróunaraðstoð að gerast fjölmiðlafulltrúi villta Villa.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.2.2008 kl. 01:51
Sæll. Já fannst þér ekki! Spjall milli vina...Ekkert annað! Reyndar fannst mér fyndnast þegar starfsmaður Vegagerðarinnar, ljóshærð kona, kom út frá einni skrifstofunni. Sá svo "Gé" í viðtali og hrökklaðist hún þá til baka. Eins og hún hafi farið óvart inn í búningsklefa karla, og allir að sápa sig.
Svona er það...
Hvernig komstu annars undan veðrinu séra?
Kveðja,
Sveinn Hjörtur , 12.2.2008 kl. 10:25
...................sem orðnir eru blaðafulltrúar.
Þessi staða heitir á íslensku; almannatengslalygari.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.2.2008 kl. 11:11
Viðbót. Að vera séra er ákveðin staða, ég á geta gengið að því vísu að sérann taki á móti mér í neyð og sálusorgi mig. Jafnvel þó hann sé "hættur". Séra sem gefur mér steina í stað brauðs er eins og fréttamaður sem orðinn er almannatengslalygari.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.2.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.