Af baráttu gegn kynþáttafordómum, útlendingafælni og öðru slíku.

ECRI, evrópunefndin gegn kynþáttafordómum eins og hún hefur verið kölluð hér, gefur í dag út skýrslur um Andorra, Lettland, Holland og Úkraínu.  ECRI andæfir gegn kynþáttaforrdómum, útlendingafælni, gyðingaandúð og slíku og allri mismunun sem af ofangreindu kann að stafa.  ECRI er sjálfstæð sérfræðinganefnd á vettvangi Evrópuráðsins og skýrslur hennar eru stimplaðar ef svo má segja af ráðherranefnd Evrópuráðsins þar sem utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 46 eða staðgenglar þeirra sitja. Skýrslurnar ættu að vera fróðlegar fyrir blaðamenn og þá sem fást við löggjafarstörf hér á landi og aðra þá sem eru í stöðu til og hafa áhuga á að þróa löggjöf og  móta aðferðir í að móta hér gott samfélag þar sem saman kemur fólk úr ólíkum áttum. 

Andorra er m.a. gagnrýnt fyrir það að hafa ekki staðfest viðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar alla mismunun í samfélagi vegan uppruna, trúar, litarháttar o.s.frv. Andorra hefur nýlega bannað hatursræður og samtök kynþáttahatara hvers konar.

Í vinnulöggjöf sinni hefur Lettland lagt blátt bann við hvers konar mismunun og stjórnvöld þar  hafa reynt að fjölga þeim sem fá lettneskan ríkisborgararétt og hafa engan fyrir en svo er um fjölmarga Rússa.

Í Hollandi hefur tónninn í umræðunni um útlendinga og minnihlutahópa hríðversnað má segja allt síðan Theo van Gogh var skotinn.  Hollendingar eru að setja upp stöðvar vítt og
breytt um land sitt til þess að aðstoða aðstoða fórnarlömb kynþáttaofsókna en þeim hefur í stíl við umræðuna farið mjög fjölgandi.

Í Úkraínu eru þeir með fyrirbæri sem heitir Committee for Nationalities and Religion og hefur á sinni könnu baráttu gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun.  Refsilöggjöfin gegn glæpum þar sem kynþáttafordómar eru undirliggjandi hefur verið hert.  Menn hafa verið lögsóttir vegna yfirlýsinga sem fela í sér gyðingaandúð en hún er nokkuð áberandi þar og einnig fyrir útgáfu bóka og rita sem fela í sér gyðingaandúð. Þá er í skýrslunni fjallað um bág efnaleg og félagsleg kjör Roma fólksins en hlutskipti þess fólks víða í Úkraínu  er satt að segja fyrir neðan allar hellur. Undirritaður hefur skoðað aðstæður Roma í Ukraínu og var satt að segja brugðið.

Ég er ekki frá því að íslendingar þurfi að fara að endurskoða sína löggjöf og kannski ekki síður að taka kynþáttahatur föstum tökum í grunnskólanum. Hér virðast hafa vaxið upp kynslóðir þar sem mjög stutt er í kynþáttahatur og útlendingahatur og umburðarlyndi gegn öðrum hópum er ekki í lagi.  Það þarf að kenna mannréttindi í grunnskólanum, kenna fólki að hafa álit á einstaklingum en ekki hópum manna eftir uppruna þeirra, trú, litarhætti eða öðru álíka.

Slóðin á ECRI er http://www.coe.int/ecri. og linkur á þessa tilteknu fréttatikynningu er https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=1247551&Site=DC&BackColorInternet=F5CA75&BackColorIntranet=F5CA75&BackColorLogged=A9BACE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Þó ég hafi ekki verið búsettur á Íslandi síðastliðin 6 ár hefur aukið útlendingahatur síst farið framhjá mér. Maður þarf ekki að nota langan tíma í að skoða færslur bloggara til að sjá að rasismi fer stórlega vaxandi á landinu okkar. Skemmst er að minnast hörmulegs slyss í Reykjanesbæ og ekki var skárri sá dagur sem einstaklingur var drepinn á Sæbrautinni og umsvifalaust spruttu upp bloggarar sem stimpluðu málið samstundis á útlendinga með tilheyrandi fúkyrðum og rakalausri þvælu.

Ég tek undir það með þér að innflytjendamálin og kynþáttahatur er nokkuð sem taka þarf föstum tökum í samfélaginu og þar er grunnskólinn tilvalinn vettvangur meðal annarra. Eitthvað er auðvitað hægt að laga með löggjöfinni, en samfélagsumræðan almennt og ekki síst þáttur fjölmiðla held ég að sé það sem einblína þarf á fyrst um sinn.

Skúli Freyr Br., 12.2.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Andorra er m.a. gagnrýnt fyrir það að hafa ekki staðfest viðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar alla mismunun í samfélagi vegan uppruna, trúar, litarháttar o.s.frv.

Hefur Ísland staðfest þennan viðauka?

Það væri þá kannski til bóta að fara eftir honum. 

Matthías Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband