Tölvukennsluleikur fyrir börn -hver ætlar að þýða?

Evrópuráðið sem Ísland er (fullgildur) aðili að ásamt 46 öðrum Evrópuríkjum hefur gefið út tölvuleik fyrir 7-10 ára börn sem hefur það markmið að kenna börnum á internetið og vara þau við þeim hættum sem þar er að finna. Leikurinn er gefinn út á 13 tungumálum þ.á.m. ensku, þýsku og finnsku en ekki íslensku, dönsku eða norsku. Nú ættu þeir íslensku embættismenn sem eru tengiliðir við Evrópuráðið að semja um að leikurinn ,,Wild Web Woods” verði þýddur á íslensku.  Er sú vinna e.t.v í gangi?

Evrópuráðið er í fararbroddi þeirra sem vinna að því að gera internetið sem öruggast fyrir börn. Evrópuáðið hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að réttindum barna –unnið að því að skerpa á réttindum þeirra- og vinna brautargengi sáttmálum sem miða að því að vernda börn og á ég þá einkum við nýlegan sáttmála sem miðar að því  að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun.

En hver ætlar að þýða tölvuleikinn?  Þetta er gagnlegur og skemmtilegur leikur. Við hér á heimilinu munum notast við hann á ensku þangað til hann kemur á íslensku. Íslendingar þurfa að læra ensku hvort sem er – en auðvitað þyrfti hann að koma á því ástkæra ylhýra.

Slóðin að leiknum og ýmsu öðru er www.coe.int/children


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa ábendingu Baldur. Oft er bæði erfitt að þýða svona forrit og það fer kostnaður í það. Fróðlegt væri að vita hvort forvarnarsjóður styrkti svona verkefni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Töff, maður kanski skoðar þetta, ef þetta er forritað vel og auðvellt að breyta textastrengjum þá væri þetta lítið mál, jafnvel eins einfallt og færibandavinna. Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 13.2.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Svo er hægt að finnu fullt af open-source leikjum auk alls annars hjá www.sourceforge.net http://sourceforge.net/search/?type_of_search=soft&type_of_search=soft&words=children+game

Alfreð Símonarson, 13.2.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband