Eitthvað að í ríki Dana!

Það er misráðið hjá dönskum blaðamönnum að birta skopmyndirnar af Múhamed aftur og má hiklaust flokka undir tillitsleysi. Það kjánalega í málinu er að danskir blaðamenn láta glæpóna sem hótuðu að drepa einn teiknarana stjórna sér.  Það er yfirlýst að þeir birtu myndirnar aftur vegna þessara hótana. Maður á ekki að láta glæpona, kjána eða fífl eða annað fólk ef út í það er farið stjórna sér. Það gerðu danskir blaðamenn og hafa kallað með framferði sínu ógnir og hremmingar yfir fjölda fólks sem verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á mótmælum og uppþotum sem aftur koma til með að stjórna hugsunargangi danskra blaðamanna. Málfrelsið umtalaða er nákvæmlega það sama fyrir og eftir þessa misráðnu atburði. Það er eitthvað að í ríki Dana núna.  Something.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Danmörk er leppríki Bretlands og hefur verið síðan Nelson útrýmdi danska flotanum í denn. Þetta er með öðrum orðum óbein próvókasjón.

Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir okkar hafa verið þyrnir í holdi City og því voru lengi vel danskir leppar notaðir til að reyna að skrúfa þá niður. Bresk/bandarískir leppar hér þorðu vel að andmæla þeim en öðru máli gegnir þegar breska pressan sem er samtengd elsta fjármálaveldi heimsins blandar sér í leikinn. Þá verður allt á miklu kurteislegri nótum. Við þurfum að skoða samband herraþjóða við leppríki í sögulegu ljósi og meta samtímaatburði eftir því.

Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er vert að leiða hugann að því og spá í hvað það segir okku í þessu sambandi, að nýleg könnun sýndi að Danir eru sú þjóð í Evrópu sem hefur mesta fordóma gagnvart múslimum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta alls ekki vera óbein próvókasjón, heldur þráðbein próvókasjón!

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir þetta, séra Baldur. Ég bloggaði líka um þetta í morgun og stend við það sem ég segi þar.

Heidi Strand, 15.2.2008 kl. 20:27

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nafni er skynsamur sem ég veit af kynnum við hann forðum daga og sér í gegnum þetta sjónarspil. En hvað er til ráða? Hvernig snúa menn til baka trúarbragðastríðum og krossferðum? Er ekki betra að hindra stríð til að byrja með? Hverjir lugu og sviku það ástand af stað sem við búum við núna? Eigum við að halda áfram að biðja um meira af því sama?

Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skyndibitakúltúr dugar ekki. Vitleysingar sem hafa verið heilaþvegnir á slíkum kúltúr og framkvæmt hann eru núna með allt á hælunum. Til þess að geta komið á svokölluðu "lýðræði" í öðrum löndum þarftu að vera með á hreinu hvað lýðræði þýðir í þínu eigin landi. Hér á landi komust fasistar til valda með því að ljúga því að þeir vildu báknið burt en urðu síðan sjálft báknið (einsmannslýðræði). Það er ekkert nýtt, sömu aðferðum beittu Mussolini og síðar Hitler.

Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 22:10

9 identicon

Hvar liggur vandamálið? Hjá teiknurunum, blaðamönnunum/útgefendum, þeim sem fara um með eld og aðra eyðileggingu í Danmörku eða Austurlöndum, hjá dönsku þjóðinni, eða??

Stebbi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:28

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð spurning, Stebbi - erfiðara að finna svarið við henni....eins og Baldur F. kemur inn á hér að framan...

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvort kemur á undan eggið eða hænan og hver stýrir raunverulega öllum þessum terroristum? Við höfum horft upp  á erlenda og innlenda síkópata svíkja af stað stríð af fullkomninni siðblindu. Þetta siðvillingahyski og ruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) stjórnar enn okkar veruleikahönnun.

Baldur Fjölnisson, 15.2.2008 kl. 22:50

12 identicon

Ekki hefur teikningin af rauða stoppkallinum verið birt aftur.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Glúmur! Gott að sjá þig aftur. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.2.2008 kl. 23:51

14 Smámynd: Taxi Driver

Ha?? Hvað um málfrelsi, prentfrelsi og allt hitt?? Eiga danskir blaðamenn að skríða í felur þegar planað er að drepa einn þeirra? Hver lætur undan hverjum ef myndirnar eru ekki birtar?? Uss, múslímarnir eru að hóta okkur, við skulum gera alveg eins og þeir vilja er það ekki?? Þetta snýst um grundvallaratriði. Málfrelsi, prentfrelsi, frelsi fjölmiðla. Á að láta öfgamenn ráða? Láta þá sigra? Bullshit!!

Taxi Driver, 16.2.2008 kl. 01:07

15 Smámynd: Taxi Driver

Þokkalegur já-manna hópur sem þú hefur safnað um þetta......

Taxi Driver, 16.2.2008 kl. 01:08

16 Smámynd: Heidi Strand

http://no.wikipedia.org/wiki/Muhammedkarikaturene_i_Jyllands-Posten

Heidi Strand, 16.2.2008 kl. 09:51

17 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er sammála Baldri að þetta var algjört tillitsleysi af dönskum blaðamönnum og teiknurum. Það á hver og einn að fá að hafa sína trú í friði.Danir kölluðu þetta yfir sig sjálfir og þeir uppskera eins og þeir sá. Show RESPECT get RESPECT.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:27

18 Smámynd: Einar Þór Strand

Auðvitað átti að birta teikningarnar og það eru ekki þeir sem birta eða teikna sem eru að gera rangt heldur þeir sem búa myndina til.  Og hverjir búa myndina til sem eru öfgamenn sem nota Islam sér til framdráttar og mulimar sem hópast til að fylgja þeim, það sem danir eiga að gera við þessa unglinga er að senda þá til Saudi Arabiu eða Iran svo þeir geti lifað í þjóðfélaginu sem þeim langar svo að lifa í og koma á.

Einar Þór Strand, 16.2.2008 kl. 12:34

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það átti aldrei að birta þessar myndir upphaflega, þá hefðu þessar morðhótanir ekki komið fram. Upphaflega birtingin var ögrun, sem múslimar í landinu brugðust við. Gleymum ekki að múslimar hafa líka tjáningarfrelsi, sem borgarar í lýðræðisríki, og fullan rétt til að láta skoðun sína í ljós, þó það sé ekki löglegt að kveikja í og hóta morðum. Enda hafa farið fram fjölmenn, friðsamleg mótmæli líka, ekki eingöngu óspektir að kvöldi til sem unglingar standa að mestu fyrir. - Hverju eru annars unglingar í miðborg Reykjavíkur að mótmæla þegar þeir fara um og berja og brjóta og, jú, kveikja stundum í húsum?

 - Að kveikja í húseignum er að mínu áliti er mun verra mál en þó kveikt sé í bílum, þar sem þá er um mannslíf að tefla en ekki dauða hluti. Það gerðist reyndar nýlega í Þýskalandi, sem menn kannski minnast ef þeir kæra sig um að rifja það upp, ekki voru þar múslimar að verki, heldur hvítir öfgamenn sem vilja múslimi burt. Svo langt ganga þeirra hótanir að kveikja í húsum þar sem saklaust fólk er innan dyra, sem ekki hefur gert sig sekt um annað en að biðjast fyrir og vera öðruvísi til fara en þvottekta Þjóðverjar, en hafa örugglega ekki fengið teikningar eftir sig birtar í blöðunum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:26

20 identicon

Semsagt, ofbeldið og eignaspjöllin eru náttúruleg og eðlileg viðbrögð við þessari "ögrun" en fjölmiðlarnir eru vondu kallarnir fyrir að birta teiknimynd? Hverskonar firring er þetta?

Bjarki (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:11

21 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Prófaðu bara að fara niðrí bæ í kvöld og ulla á fólk. Þú færð ábyggilega nokkur kjafshögg en það ert þú sem ert fíflið í dæminu. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.2.2008 kl. 14:21

22 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ef það væri ullað á mig myndi ég ekki slá neinn. Sá sem slær annan af því að hann ullar á hann er sorglegur hálviti, eins og þessir fávita múslimar þarna sem taka svona myndbirtingu persónulega, það er enginn að ulla á múslimana frekar en ég tæki það persónulega að drullað væri yfir mín ártúnaðargoð. Hegðun múslima og viðbrögð (skrílslæti, hótanir, afhausanir, hryðjuverk og múgæsingur) kallar á svona ögrun og hún er réttmæt í alla staði, þeir kalla þetta yfir sig sjálfir. Áfram Danir, gefið málfrelsið aldrei eftir.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 15:21

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, þá ert þú mun fullkomnari mannvera en margir þeir sem stunda miðbæinn um helgar, þar sem það þarf ekki einu sinni að ulla á menn til að verða laminn, það er nóg að vera á staðnum til að geta lent í því.

Hvernig væri að koma sér út úr þeim idealisma um að allir sem ekki eru múslimar myndu bregðast á jafn fullkominn hátt og þú við því að ullað væri á þá? Þeim fávitahætti að halda að bara múslimar geti verið fávitar?

Segðu mér líka hver hefur verið afhausaður í mótmælunum í Danmörku, ég hlýt að hafa misst af því. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:41

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég veit hins vegar að tveimur Túnisbúum hefur verið vísað úr landi, á grundvelli ásakana, ekki réttarhalda. Hef hingað til haldið að í lýðræðisríkjum væri sú regla algild að menn eigi að teljast saklausir, uns sekt er sönnuð. Hverrar trúar sem þeir eru og hver sem ákæran er.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:46

25 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég hef aldrei haldið því fram að þeir einu sem geta brugðist rangt við séu múslimar, af hverju ertu að gera mér upp þá skoðun. Þetta afvegaleiðir bara umræðuna.

"Segðu mér líka hver hefur verið afhausaður í mótmælunum í Danmörku, ég hlýt að hafa misst af því. "

Þrír múslímskir Danir voru handteknir um daginn fyrir að leggja á ráðin um að drepa skopmyndateiknarann. Að þeim hafi ekki tekist það er bara merki um virkt eftirlit lögreglu í Danmörku. Múslímar hafa oft notað afhausun sem aðferð við að drepa þá sem ekki eru þeim sammála og þú ættir að frelsa þig úr þeirra sápukúlu að halda að það séu ekki nóg af múslímskum ungmennum í Danmörku sem myndu glaðir afhausa nokkra dani sér til skemmtunnar.

Sammála fæslu #25

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 16:35

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, þarf ekki múslimaríki til að beita dauðarefsingum - það er nóg að líta til hinna kristnu Bandaríkja Noður-Ameríku til að finna dæmi um slíkt.

Þar má einnig finna nýleg dæmi um "kristna" Bandaríkjamenn sem hafa verið tilbúnir til að drepa nokkra landa sína sér til skemmtunar. Einnig mætti nefna nýlegt finnskt dæmi, þar var Finni að verki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 16:55

27 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Að beigja sig niður fyrir öfgamönnum er aumkunarverkt, danmörk gerðu rétta hlutinn.

Bna tekur ekki samkynhneigða af lífi Greta  

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.2.2008 kl. 16:58

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þá á ég auðvitað við skólamorðin, - þess utan mætti finna ótal dæmi um morðingja, af öllum þjóðernum og trúarbrögðum. Slík tilhneiging, eða kennd, eða hvað sem á að kalla það, er nefnilega sammannlegt fyrirbæri, ekki bundið við neina einstaka trú, kynþátt eða þjóðerni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 16:59

29 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég sé ekki alveg hvernig þetta kemur málinu neitt við. BNA tekur af lífi glæpamenn sem hafa drepið aðra. Skólamorðin er framkvæmd af geðsjúku fólki. Morð eru almennt framin af fólki sem ekki er í andlegu jafnvægi, eins og þessir múslimar. Þú ert bara að styrkja minn málstað.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 17:04

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Bna tekur ekki samkynhneigða af lífi Greta  "

Sigurður, þessu sem þú segir þarna vil ég svara með einni spurningu:

Telur þú að ögranir leið til að uppræta fáfræði og öfgar? 

Sigurður í #29 var ég að svara því sem þú sagðir áður, sem sé þessu:

"og þú ættir að frelsa þig úr þeirra sápukúlu að halda að það séu ekki nóg af múslímskum ungmennum í Danmörku sem myndu glaðir afhausa nokkra dani sér til skemmtunnar."

Ekki varstu að tala um nein stjórvöld þegar þú sagðir þetta?

Svo, ekki saka mig um að afvegaleiða umræðuna, takk. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 17:36

31 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

""Bna tekur ekki samkynhneigða af lífi Greta  "

Sigurður, þessu sem þú segir þarna vil ég svara með einni spurningu:

Telur þú að ögranir leið til að uppræta fáfræði og öfgar? "

Ég sagði þetta ekki, þú hefur farið línuvilt. Ein leiðin til að uppræta fáfræði og öfgar er að gefa það ekki eftir og leyfa því ekki að vaða uppi óáreitt.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 17:55

32 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Greta Björg!  Það er vonlaust að rökræða við Þessa ,,bullukolla". það má þó hafa gaman af þeim og maður vonar að þeir meini ekki allt sem þeir eru að segja. Baldur Fjölnisson, segist þekkja mig. Er þetta gamli Laugvetningurinn? það var ágætis drengur!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.2.2008 kl. 19:40

33 Smámynd: Magnús Aðalsteins

Ég er feginn að sjá að ég er ekki einn um að sjá að eitthvað sé athugavert við þessar myndbirtingar. Mér finnst ekki um eðlilega tjáningu að ræða heldur áróður.

Magnús Aðalsteins, 16.2.2008 kl. 19:44

34 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ó fyrirgefið mér heilagur Baldur fyrir að hafa ekki frelsast til upplýstra hátta sem þú, ó verðugi meistari. Ég er aðeins óverðugur "bullukollur" sem ekkert veit og þarfnast heilagrar handleiðslu frá þeim sem allt vita.

Isss, aulalegur málflutningur.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.2.2008 kl. 20:01

35 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Sigurður Karl! Þú yrðir góður ef þú legðir baráttunni gegn rasisma lið sem er eina leiðin ef við viljum lifa í góðu samfélagi. Þú ert góður penni. Gáðu af því að neikvæðni leiðir af sér neikvæðni -hatur af sér hatur.  það er mikill ábyrgðarhluti fólginn í því að velja sér stöðu og baráttumál í lífinu. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.2.2008 kl. 20:39

36 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Baldur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.2.2008 kl. 21:11

37 Smámynd: Kreppumaður

Fortíðin leggst þungt á suma.

Kreppumaður, 16.2.2008 kl. 21:45

38 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Ó há æruverðugur heilagur meistari ".... það er ekkert minna en það.... flottur titill og við munum skevra okkur af honum, ef ég þekki minn mann rétt....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.2.2008 kl. 07:23

39 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Verd ad vidurkenna hvad mér bregdur ad lesa skodanir margra hérna. Eigum vid semsagt ad beygja okkur ofaní skitinn til ad halda múslimum gódum? Èg bý i danmørku,les blød og hlusta á fréttir.Veit einhver ykkar af hverju myndin var birt aftur? Vegna fréttarinnar um fyrirhugad mord á teiknaranum og audvitad er edlilegur fréttaflutningur ad "myndin" fylgi med sem um rædir.En s.s their áttu ad hugsa sinn gang betur,ekki styggja múslímana og ritskoda sjálfan sig til ad "halda fridinn" ?  Af hverju samthykkir fólk thessar hótanir og thessa múgæsingu múslíma? Myndum vid kristnir bregdast eins vid ef kæmi skopteikning af Jésú i blødum einhversstadar i heiminum? Af hverju erum vid farin ad samthykkja thessa hegdun sem edlileg vidbrøgd vid thvi ad vera reidur,telja sín trúarbrøgd vanhelgud o.s.f.v ? Væru thau edlileg af okkar hálfu? Er thetta ekki akkúrat thad sem thessir øfgamenn vilja,nota bene,ekki allir múslimar haga sér svona,langt i frá..en tharna finnst mér akkúrat verid ad lúta ad vilja theirra sem vilja stjórna helst heiminum med hótunum um ofbeldi og hrydjuverk. 

María Guðmundsdóttir, 17.2.2008 kl. 08:39

40 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Öfgarnar eru  djöfullegar, hvaðan sem þær koma....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.2.2008 kl. 09:12

41 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er lýsing Maríu Guðmundsdóttir á sjálfri sér á bloggsíðu hennar:

"Fjøgurra barna módir sem er stundum á barmi gedbilunar.."

Ætli hún hafi verið á þessum barmi þegar hún skrifaði athugasemdina hér á undan? Bara pæling...

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:45

42 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Myndin af henni gæti bent til þess...

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:47

43 identicon

Að kenna blaðamönnunum um þetta er bara kjánalegt. Í hinum vestræna heimi lifum við með tjáningarfrelsi, og í nafni þess hefur verið gert grín að mörgu, öllum mögulegum trúarbrögðum, allskonar fólki og öllu sem hægt er að gera grín að. Við sem búum í þeim heimi samþykkjum þessi skilyrði og fögnum þeim.

Ég verð að vera ósammála því að þarna hafi verið að ráðast gegn múslimum, þarna var eingöngu verið að nýta það frelsi sem við höfum. Þó svo að einhverjum hafi mislíkað þessar myndir, þá réttlætir það ekki þessi mótmæli og það ofbeldi sem hefur myndast í kring um þetta alltsaman.

Ég er sammála því að þegar maður flytur til annarra landa þá reynir maður að virða þeirra menningu, og á ekki að vera að breyta henni. Mér þykir þeir sem hafa mótmælt hingað til vera að reyna að breyta þeirri menningu sem Danir hafa. Á það að viðgangast?  Ég segi nei, ég segi að Danir eigi að sýna þessar myndir án þess að þurfa að hræðast einhverja of trúaðra níðinga, þegar ég segi níðinga, þá á ég við að þeir séu tilbúnir að níðast á rétti annarra til að fá sínu framgengt.

Mér þykir líka sum ummæli hér og annarstaðar ekki vera þeim sem skrifar þau til framdráttar, samanber athugasemd 44 og 45, að reyna að gera lítið úr því sem aðrir hafa að segja. Gréta, María hefur að minnsta kosti málefnalega athugasemd. Þú ættir aðeins að hugsa áður en þú leggur til atlögu að einhverjum. 

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:17

44 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gréta er greinilega "mikill"húmoristi og já oft er audveldara ad gera lítid úr manneskjum sem eru manni ósammála en ad svara thví bara á edlilegan máta. Er ekki allt eins hægt ad sleppa thvi? Var einhver annar tilgangur i thessu en ad gera lítid úr mínu innleggi og mér sjálfri? En thad er jú bara thannig ad fólk hefur misjafnar skodanir og hélt ég ad allir hefdu frelsi til ad tjá thær án spotts og hádungs náungans. en takk samt fyrir mig,læt hér stadar numid.

María Guðmundsdóttir, 18.2.2008 kl. 07:45

45 Smámynd: Halla Rut

Ég segi eins og María, ég er stein hissa á skoðunum flestra hér. En þetta kemur allt frá fólki sem alltaf hefur haft málfrelsi og eins og með marga hluti sem eru sjálfsagðir í okkar lífi þá kann fólk ekki að meta það og skilur illa mikilvægi þess. En fólk mundi svo sannarlega skilja það ef það yrði tekið af þeim.

Málfrelsið er eitt það mikilvægasta sem við eigum.  

Halla Rut , 18.2.2008 kl. 10:05

46 Smámynd: Ásbjörn Ásmundsson

Greta, Baldur og hinir ykkar í já manna hópnum.

Ég vorkenni ykkur.

Mjög gaman að sjá að til er fólk með heilbrigða skynsemi.

Ég tek hattinn af fyrir ykkur.

Ásbjörn Ásmundsson, 18.2.2008 kl. 15:51

47 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það efast enginn um það Halla Rut, en ég íteka það sem pistill minn sneriast um:  Danskir blaðamenn haga sér eins kjánar! kv. B

Baldur Kristjánsson, 18.2.2008 kl. 16:25

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

María, ég bið þig fyrirgefningar á því að ég skuli sjá húmor út úr lýsingu þinni á sjálfri þér. Ég hélt satta að segja að hún væri grín frá þinni hendi, en sé nú að hún er greinilega skrifuð í fullri alvöru að og það ber að taka henni þannig.

Ég votta þér samúð mína og vona að geðheilsa þín eigi eftir að batna. Kannski myndi heimsókn á snyrtistofu bæta upp á útlitið? Spáðu í það.

Danskir blaðamenn virðast hafa mikinn áhuga á að stuðla að auknu fylgi Danska Þjóðarflokksins (Dansk Folkeparti), það er það eina sem ég sé út úr þessum myndbirtingum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:14

49 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mikill munur á húmor og hádi. takk samt fyrir "afsøkunarbeidnina"...."for what it´s worth"..

María Guðmundsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband