Fjölbreytni í mannlífi einn af höfuðkostum Ölfuss!
19.2.2008 | 11:44
Einn af kostum Ölfussins er fjölbreytnin. Hér býr fólk frá tugum þjóðlanda. Á Þjóðahátíð í Þorlákshöfn á laugardaginn kom í ljós hve menningarleg og félagsleg fjölbreytni er mikil.
Íslendingar frá Thailandi, Filippseyjum, Póllandi, Tékklandi, Pakistan og Danmörku svo nokkrar þjóðir séu nefndar sýndu menningu sína þ.m.t. dansa og matagerðalist. Margir eru búnir að vera hérna í tíu til fimmtán ár aðrir skemur. Gleði skein úr hverju andliti.
Aðfluttir Íslendingar eru sjálfsagt milli 10 og 15% af íbúum Ölfuss. Í grunnskóla Þorlákshafnar er meiri fjölbreytni en víðast hvar í grunnskólum. Þetta gerir samfélagið eftirsóknarvert til búsetu.
Þennan mannauð þarf að virkja vel. Tungumálin, verkemenninguna, tengslin.
Reynslan sýnir að það þarf að vinna að því að gagnkvæm aðlögun fólks af ólíkum uppruna gangi vel. Í þeim efnum hvílir mikil skylda á bæði landsstjórn og sveitarstjórnum. Tryggja þarf umhverfi jafnréttis þar sem allir eru örvaðir til dáða til þáttöku í samfélaginu, þar sem engum er mismunað á grundvelli uppruna, fólk njóti menntunar sinnar og færni og svo framvegis.
Ölfusið gærti ef það vildi orðið fyrirmyndarsamfélag að þessu leyti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll ég veit að það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem þú er að lýsa sem átti þátt í að skyldfólk mitt ákvað að setja niður rætur í Þorlákshöfn. Þau vildu ala börnin sín upp í fjölþjóð/menningarlegu umhverfi. Til hamingju með daginn og mannlífið Ölfusingar.
Kristín Dýrfjörð, 19.2.2008 kl. 12:45
Og Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi sem þú vísar til á aðalheiðurinn af hátíðinni. Hún ætti að heita Aðalheiður! kv. B
Baldur Kristjánsson, 19.2.2008 kl. 15:47
Í sjálfu sér góðra gjalda vert, að örva fólk til virkrar þátttöku í samfélaginu. Slíkt bætir bæði einstaklinginn og samfélagið. En það er engin goðgá að velta upp þeirri spurningu hvort þátttaka í samfélaginu sé virkilega þess virði eins og þróun mála hefur verið undanfarin ár. Þar má nefna að misskipting fer stöðugt vaxandi, rétttrúnaður þykir orðinn sjálfsagður og fíkniefnavandinn er orðinn af helstu innanmeinum þjóðarlíkamans og ómögulegt er að vinna á því. Gróðurhúsaáhrif og vandamál vegna sóðaskaps í umhverfismálum eru að drekkja mannkyninu - á sama tíma og uppvakningur kalda stríðsins lætur á sér kræla. Því finnst mér eðlilegt og sjálfsagt að fólk velti upp þeirri spurningu hvort líf okkar sé hér á jörð sé þess virði. Sjálfum finnst mér, í ljósi framansagðs, svarið liggja í augum uppi.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:22
Jú, jú lífið á jörðinni er þess virði og það er samfélagið við aðra sem gerir það dýrmætt. Ég sé að þú ert að vakna aftur til bloggskrifa. kv. B
Baldur Kristjánsson, 19.2.2008 kl. 18:45
Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkominn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:16
Baldur minn! Áframhaldið er undirorpið því að við spyrjum okkur grundvallarspurninga, forðumst rétttrúnað og munum að ORÐIÐ ER FRJÁLST!!!
Kv. Bogi'
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:36
"Íslendingar frá Thailandi, Filippseyjum, Póllandi, Tékklandi, Pakistan og Danmörku svo nokkrar þjóðir séu nefndar sýndu menningu sína þ.m.t. dansa og matagerðalist."
Gott er að heyra en eitthvað lítið hefur farið fyrir því samkvæmt þessu að menning innfæddra væri kynnt enda skamast sennilega flestir sín fyrir hana.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.2.2008 kl. 21:29
Ju innfæddir voru með bás nöldrarinn þinn og skömmuðust sín ekkert! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.2.2008 kl. 08:32
Barbara Aðalheiður á vissulega hrós skilið fyrir þjóðahátíð...og allt hitt sem hún ,,græjar". Hún á engan sinn líka.
Hins vegar var það fólkið sjálft, nýju Íslendingarnir, sem vöktu aðdáun mína þennan dag.
Hvernig væri að við, ,,gamlir Íslendingar" tækjum upp í auknum mæli eins og einn eiginleika sem virðist þeim flestum mjög tamur....að brosa!?
Sigþrúður Harðardóttir, 20.2.2008 kl. 18:10
Ég hef hér í Frakklandi í dag brosað út að eyrum í hvert skipti sem ég hef óvart stigið á tærnar á einhverjum. Það virkar. Allir brosa á móti. Kannski brosið festist. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.2.2008 kl. 19:30
Ég greip í bók eftir frægan guðfræðing áðan, þar segir "Mennirnir eru nú tilætlunarsamir. Þeir nota sér það aldrei það frelsi sem þeir hafa, en heimta hitt sem þeir hafa ekki. Þeir hafa hugsunarfrelsi, þeir heimta málfrelsi". Við höfum málfrelsi nú um stundir en ég er ekki viss um að við nýtum öll hugsunarfrelsið. Já og mágkonan er flott um það erum við sammála.
Kristín Dýrfjörð, 22.2.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.