Les ekki Egil framar!

Las hjá Agli Helgasyni (eyjan.is) að hann hefði veikleika fyrir 5 stjörnu hótelum.  Virkaði á mig sem alltaf hef verið á tveggja stjörnu hótelum. Ég er of áhrifagjarn. Bókaði mig inn á eitt í París. Nú verður ekki aftur snúið er ég hræddur um. Þetta er annað líf.  En hugmyndirnar um auðlegð í ellinni er fyrir bí. Kannski maður verði ekki svo gamall. En ekki fitna eftirlifandi börnin á óskrifaðri velsæld minni á fimm stjörnu hótelum. Til öryggis ætla ég ekki að lesa Egil eða aðra velferðarbossa framar. Best að halda sig við gamlar hugmyndir um lífið og tilveruna eins og framsóknarmenn gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ojojoh...það er nú eitthvað þarna á milli! Fer Egill þá ekki í predikunarstólinn?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Heidi Strand

Mér finnst hreinlæti og gott rúm það sem skiptir mestu máli á hóteli. Ekki hef ég heldur efni á að gista á dýrum hótelum né  myndi ég tíma því.
Mig grunar að fólk sem ferðast um á Saga Class og gisti á 5 stjörnu hótelum sé flest fólk sem þarf ekki að  greiða kostnað sinn sjálft eða það getur dregið kostnaðinn frá skatti.

Heidi Strand, 21.2.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

ætlaði að segja gamlir framsókarmenn!!!

Baldur Kristjánsson, 21.2.2008 kl. 21:55

4 identicon

Á Selfossi var stjórnmálafundur og Ólafi Ragnari (sem þá var nýgenginn úr Framsóknarflokknum) sagði Hárri röddu: "Við Framsóknarmenn.... við Framsóknarmenn...öö vil ég segja þetta.... (almennur hlátur)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Vignir Arnarson

Svona Svona Já Baldur minn er bara að rifja upp gömlu árinn þegar hann var skítblankur námsmaður í útlöndum er það ekki kæri vinur?    hihihihi

Vignir Arnarson, 22.2.2008 kl. 15:05

7 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hver fer líka til Parísar til að hanga inni á hótelherbergi? Tveggja stjörnu hótel er alveg nóg!

Soffía Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 00:57

8 identicon

Gamall frjálslyndur jafnaðar- Framsóknarmaður?

Býður Ól.R.G. betur?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Oj, oj, á maður alltaf að vera að hugsa um erfinjana? Er ekki rétt að njóta lífsins? Er á meðan er!

Annar hef ég aldrei á ævinni gist á 5 stjörnu hótelinu, alltaf á tveggja til þriggja stjörnu. Tek undir orðin hér á undan um að það mikilvægasta er hreinlæti og gott rúm, þar sem maður fer ekki til útlanda til hanga inni á hótelherbergi! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband