Les ekki Egil framar!
21.2.2008 | 19:53
Las hjá Agli Helgasyni (eyjan.is) að hann hefði veikleika fyrir 5 stjörnu hótelum. Virkaði á mig sem alltaf hef verið á tveggja stjörnu hótelum. Ég er of áhrifagjarn. Bókaði mig inn á eitt í París. Nú verður ekki aftur snúið er ég hræddur um. Þetta er annað líf. En hugmyndirnar um auðlegð í ellinni er fyrir bí. Kannski maður verði ekki svo gamall. En ekki fitna eftirlifandi börnin á óskrifaðri velsæld minni á fimm stjörnu hótelum. Til öryggis ætla ég ekki að lesa Egil eða aðra velferðarbossa framar. Best að halda sig við gamlar hugmyndir um lífið og tilveruna eins og framsóknarmenn gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ojojoh...það er nú eitthvað þarna á milli! Fer Egill þá ekki í predikunarstólinn?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:03
Mér finnst hreinlæti og gott rúm það sem skiptir mestu máli á hóteli. Ekki hef ég heldur efni á að gista á dýrum hótelum né myndi ég tíma því.
Mig grunar að fólk sem ferðast um á Saga Class og gisti á 5 stjörnu hótelum sé flest fólk sem þarf ekki að greiða kostnað sinn sjálft eða það getur dregið kostnaðinn frá skatti.
Heidi Strand, 21.2.2008 kl. 21:13
ætlaði að segja gamlir framsókarmenn!!!
Baldur Kristjánsson, 21.2.2008 kl. 21:55
Á Selfossi var stjórnmálafundur og Ólafi Ragnari (sem þá var nýgenginn úr Framsóknarflokknum) sagði Hárri röddu: "Við Framsóknarmenn.... við Framsóknarmenn...öö vil ég segja þetta.... (almennur hlátur)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:24
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:03
Svona Svona Já Baldur minn er bara að rifja upp gömlu árinn þegar hann var skítblankur námsmaður í útlöndum er það ekki kæri vinur? hihihihi
Vignir Arnarson, 22.2.2008 kl. 15:05
Hver fer líka til Parísar til að hanga inni á hótelherbergi? Tveggja stjörnu hótel er alveg nóg!
Soffía Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 00:57
Gamall frjálslyndur jafnaðar- Framsóknarmaður?
Býður Ól.R.G. betur?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 01:00
Oj, oj, á maður alltaf að vera að hugsa um erfinjana? Er ekki rétt að njóta lífsins? Er á meðan er!
Annar hef ég aldrei á ævinni gist á 5 stjörnu hótelinu, alltaf á tveggja til þriggja stjörnu. Tek undir orðin hér á undan um að það mikilvægasta er hreinlæti og gott rúm, þar sem maður fer ekki til útlanda til hanga inni á hótelherbergi!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.