Tæki til að meta stöðu sambandsins

Allir vita að faðir brúðarinnar leiðir hana inn gólfið með vinstri hendinni.  Það er til þess að geta varið hana með þeirri hægri  fyrir æstum vonbiðlum sem sjá glæsta bráð renna úr greip sinni. Út kirkjugólfið er hún komin hægra megin við karldýrið, eiginmann sinn  –vinstri hendin dugar nú til varnar því að til að byrja með virða hin karldýrin grið hjónabandsins.  Hvað svo sem síðar verður.

 Ég hef gengið mikið eftir mannmörgum strætum undanfarið og fór að velta því fyrir mér hvort einhver regla væri á því hvorum megin hver væri við hvorn. Mér sýndist ekki.

 Ég bjó mér til þá kenningu að þeir karlar sem væru hrifnir af fylginauti sínum hefðu hana sér við vinstri hlið til þess að geta varið hana með þeirri hægri. Hinir hefðu það öfugt.

 Ég verð að láta mér lynda að hafa þetta áfram aðeins sem kenningu þar mér reyndist ofraun að sanna eitt eða neitt á parafullum srætum stórborganna.

 Ég hins vegar bendi pörum á þetta. Þetta er hugsanlega eitt af þeim tækjum sem konan gæti notað til að meta stöðu sambandsins.

  Í þessu úrtaki mínu voru aðeins pör með sitt hvort kynið(að þvví er séð varð) innanborðs.

Þá er horft fram hjá möglegri breytingu á stöðu kynjanna með tilliti til varnar og sóknar.

og svo eru það hinir örvhentu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú bjargaðir þessu með síðustu setningunni.

Var orðinn afskaplega hræddur um að unnusta mín (sem yfirleitt gengur mér á hægri hlið) myndi lesa og telja mig fráhverfan henni.
En ég er örvhentur. Það er skýringin

Fleiri hættur gætu þó spilað inn í en vonbiðlar. Til að mynda umferð. Þannig heldur maður t.d. börnunum yfirleitt þeim megin sem lengst er frá umferðinni, ýmist til hægri eða vinstri.

Svo getur stundum verið skynsamlegt að ganga á milli konu og áhugaverðrar gluggaútstillingar í verslun.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Já þetta er mjög athyglisvert hjá þér að vanda Baldur minn,en að halda henni frá gluggastillinum er algjörlega vonlaust  

Ég hef haft þá reglu að mín er sitt á hvað og leiði hana ekki,en það er nú til þess að geta varist með báðum höndum enda á ferðinni gríðarlega falleg og vel gefin kona sem vert að að verja með öllum tiltækum ráðum og þetta er eitt af því.  

En þegar ég leiði hana þá er það bara til þess að hún tíni mér ekki í mannþrönginni í einhverri stórborgini við neflinlega skimum ekkert yfir fjöldann til þess að finna hvort annað eins og þú veist Baldur.   

Vignir Arnarson, 25.2.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Markverðar eru rannsóknir þínar á erlendri grundu séra minn

Ég viðurkenni að í þessum hlutum hef ég aldrei spekúlerað...ekki einu sinni þetta með gönguna inn og út kirkjugólfið. Ábyrgðarlaust af konu sem fyrir margt löngu þrammaði þann gang í sjálfri Skálholtsdómkirkju.

Áhugaverð pæling!

Sigþrúður Harðardóttir, 25.2.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í gamalli bók um mannasiði og fleira fyrir ungar dömur sem ég las fyrir mörgum árum stóð að vilji karlmaður vera talinn herramaður þá eigi hann að gæta þess að ganga alltaf nær gangstéttarbrúninni en konan, þegar par er saman á göngu. Það er víst í því tilviki að það skvettist frekar á hann en dömuna ef einhver keyrir ógætilega ofan í poll, nú eða að hann verði fyrir frekar fyrir bílnum en daman, skyldi bílstjóri slysast til að keyra upp á gangstétt. Sel þetta ekki dýrar en ég keypti það, en þá vitið þið það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:06

5 identicon

Þegar ég endur fyrir löngu, giftist minni heittelskuðu af síra Garðari heitnum Svavarssyni hafði ég konuna á vinstri hönd.  En þaðan í frá sagði presturinn að hún ætti að vera mér til hægri handar.  Af hverju man ég ekki lengur.

Andrés Hafberg (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:17

6 Smámynd: Heidi Strand

Gaman að lesa um þessar hugleiðingar Baldur.
Nú skil ég hvers vegna bóndann mín var öfugu megin við altarið og  gekk svo vinstra megin við mig út úr kirkjunni. Hann er nefnilega örvhentur.

Heidi Strand, 26.2.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband