,,Prinsessur berjast ekki við Dreka"
28.2.2008 | 20:43
Það er alveg sama hvað við- rembumst . Það breytist ekki neitt. Ævintýrin sjá fyrir því.
Ég var að segja börnunum mínum sögu, stelpu og strák, þriggja og fimm og ég sagði þeim eftirfarandi sögu:
Einu sinni lét Drottningin í Ríkinu þau boð út ganga að Rúnar sonur Drottningar væri á lausu og allar prinsessur í landinu mættu koma og sú sem stæðist hefðbundið próf eignaðist hann og hálft konungsríkið með.
Svanlaug Halla prinsessa axlaði sín skinn og hélt til hallarinnar og hitti fyrir Drottningu og mann hennar kónginn.
Svanlaugu Höllu prinsessu var vel tekið í höllinni og Drottningin sagði að ef hún leysti eina erfiða þraut myndi hún eignast drottningarson og hálft ríkið með. Þetta væri erfið þraut- margar prinsessur hefðu reynt og engin komið aftur.
Þrautin var þessi: Þú átt að fara út í skóg. Þar er firna mikill Dreki og þú átt að drepa hann......
Nú mótmælti sonurinn, ég hafði gengið of langt: ,,Prinsessur berjast ekki við dreka sagði hann ákveðinn og dóttirin kinkaði kolli. ,,Segðu frekar, hélt hann áfram, ,,að hún hafi átt að fara út í skóg að láta fuglana syngja....eða eitthvað svoleiðis.
Það var ákveðni í þessum skilaboðum og ég skynjaði að börnin voru í fjötrum ævintýranna - og við dauðlegir hefðum ekkert að segja í þau ódauðlegu ævintýr þegar kæmi að hlutverkum kynjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki svona svipað og þegar ég fór til dóttur minnar með "stráka" leikfang og konan mótmælti vegna kyns barnsins...
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.2.2008 kl. 23:58
Í þessari bók berst prinsessan meðal annars við dreka. Hún er mjög vinsæl hjá dóttur minni, hún var vissulega eilítið skeptísk til að byrja með, en eftir nokkra lestra er ekkert sjálfsagðara.
Linda (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:07
Fór inn í kommentin einmitt til að mæla með bókinni sem Linda mælir með ;) Gjörsamlega frábær bók og upplesin á mínu heimili !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.2.2008 kl. 21:19
Þakka ábendinguna. kv. B
Baldur Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 21:46
Svo má ekki gleyma okkar eigin sagnaarfi, hinum ýmsu "Helgum" sem björguðu prinsum frá tröllkellingum og hlutu að launum konungson og hálft kóngsríki.
Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 02:07
Já, Kristín,...ansi sem við erum framarlega í mörgu, þrátt fyrir allt...vonandi fer okkur ekki aftur í víðsýni þessa dagana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.