Guðfræði á laugardegi!
1.3.2008 | 18:09
Opinberun Guðs í Jesú Kristi er nú orðin 2000 ára gömul og að henni sótt sem aldrei fyrr. Í bókaverslun í London kom ég um daginn og hafði ekki komið í tíu ár. Þá voru allar guðfræðihillur fullar af efni um guðfræði eins og við þekkjum hana. Nú voru þessar sömu hillur fullar af efni um það hvort Guð væri til. Fullar af bókum eftir Sam Harris, Richard Dawkins, Scott og fleiri metsöluhöfunda sem hafna trúarbrögðunum hver með sínum hætti. Efahyggja fer svo sannarlega vaxandi í Evrópu a.m.k.. Þeim vex fiskur um hrygg sem telja að við getum verið án trúarbragða þar með kristni. Í öllu falli er trúin ekki jafn miðlæg og fyrir örfáum áratugum.
Annað sem er áberandi á okkar tímum er öfgahyggja í Islam. Öfgamenn sem kenna sig við þau trúarbrögð vaða uppi og boða að allt sé leyfilegt fyrir Allah jafnvel það að drepa saklaust fólk. Fyrir bragðið spretta fram kristnir riddarar og telja Islam af hinu illa. Horfa fram hjá því að langflestir Múslimar og langflestir múslamskir guðfræðingar aðhyllallast hefðbundnari og friðasamari Islam sem er í raun alls ekki svo fjarri hinum kristna dómi enda sprottin upp úr kristni. Í Islam er Kristur næst síðasti spámaðurinn Kóraninn er meira og minna samaninn upp úr Biblíunni og á hinum síðustu tímum skv. Kóraninum mun Kristur koma á skýjum himins alveg eins og við kristnir menn gerum ráð fyrir (misjafnlega bókstaflega þó).
En hvernig sem því er nú varið þá grafa Muslimskir öggamenn ekki bara undan Múhameðstrú heldur líka öðrum trúarbrögðum. Þeim fjölgar sem segja að trú sé skjól fyrir öfgar. Að trú með öðrum orðum fóstri öfgar og að eina leið mannkyns sé að leggja af öll trúarbrögð.
Við þessu hafa trúmenn auðvitað það skýra svar að við getum það ekki. Það er ekki hægt. Kristur er t.d. of áleitinn til þess að hann verði yfirgefinn sí svona. Við erum viss um að í honum birtist opinberun Guðs til okkar mannanna þó að við einnig gerum okkur grein fyrir því að Guð getur hafa valið aðrar leiðir fyrir annað fólk. Þar að auki hafa vísindin sýnt genafræðin- að í okkur er trúargen sem gerir það að verkum að það er ekki spurning hvort við trúum heldur á hvað við trúum. Manneskjan hefur sem sagt þörf fyrir trú. Flestir að minnsta kosti.
Kannski má útskýra það með genamengi hvers og eins hvort hann verður mikið trúaður eða lítið trúaður eða ekkert trúaður.
Þetta síðast talda breytir í raun og veru miklu. Okkur er ekki sjálfrátt þegar kemur að þessum efnum. Við flest erum fangar trúargensins allir nema hinur ,,skynsömu trúleysingjar. En það er ekki vegna rökhugsunar þeirra þó vissulega sé sú geta fyrir hendi eins og hjá öllum. Þá skortir einfaldlega þetta gen og geta því ekki sett sig í spor okkar hinna. Við getum að sama skapi ekki sett okkur í spor þeirra.
Þegar kemur að trúmálum er maðurinn sem sagt ekki frjáls heldur nauðbeygður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hver er þess Scott?
Nú veit ég bara um tilgátur þess eðlis að einhver gen valdi því hugsanlega að sumir verði frekar fyrir andlegum upplifunum heldur en aðrir. Þetta er alls ekki það sama og að segja að það sé innprentað í fólk að trúa eða trúa ekki. Hefurðu einhverjar heimildir fyrir þessum fullyrðingum þínum?
Ef sumir hafa ekki þetta gen sem þú talar um (sem ég efast um að genafræðin hafi fundið) þá hefur "manneskjan" augljóslega ekki þörf fyrir trú.
Ef þú trúir þessu virkilega, þá geturðu varla trúað því að guð refsi eða launi fólki samkvæmt trú þeirra (sem er grundvallaratriði í kirkjunni þinni). Undarlegt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.3.2008 kl. 00:17
Þakka ykkur fyrir að lesa strákar. þakka uppbyggilega gagnrýni. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 08:19
Hjaltu Rúnar! Þetta með stafsetninguna er mín sérviska og ég má hafa hana. Scott hafnar að vísu ekki trúarbrögðum en þeim trúarbrögðum sem draga þróunarkenninguna í eva. Hún heitir Eugenie Scott og er kunn af bók sinni Evolution vs. Creationism. Þetta átt þ.ú að vita! kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 08:28
Ég skal játa að ég er hissa á orðum prestsins hér. Þeir eru fáir sem þora að viðurkenna að "trúleysi" og þá í merkingunni að trúa ekki hvort upp á Krstinn sið, Islam eða annað eigi rétt á sér meðal einstaklinganna. Hingað til hafa prestar verið duglegir við að réttlæta nauðungartrúboð á fólki sem vill það ekki.
Einmitt af þessum sökum tel ég að trúmál eigi að vera einkamál og virt sem slík. Hér eigi að ríkja hið fullkomna trúfrelsi en það gerir líka þá kröfu að ríkið sé ekki að greiða fyrir trúariðkun fólks af neinu tagi. Fólk verði að kosta hana alveg sjálft með frjálsum samskotum. Mér til talsverðrar gremju eru fáir sem skilja þetta sjálfsagða réttlæti í þessum málum.
Haukur Nikulásson, 2.3.2008 kl. 11:14
Sá þig á forsíðu bloggsins, og hugsaði með mér hvort þú værir ekki presturinn sem skírðir mig. Auðvitað var það rétt, giftir foreldra mína líka.
Hefði viljað að þú hefðir fermt mig, en svo varð ekki.
Kveðja,
Róslín Alma.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:12
Já, það hefði ég viljað líka. kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.