Ísland sæki um aðild að ESB!
3.3.2008 | 08:42
Þegar fram líða stundir verður það talið íslenskum stjórnmálamönnum til lasts hve lengi þeir drógu að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Ísland á best heima með Evrópuþjóðum og hefur sem betur fer frá því um 1990 verið þátttakandi í innri markaði efnahagsbandalagsins.
Sögulega slysið er að hafa ekki fyrir löngu gerst fullgildur meðlimur í bandalaginu. Þar hefðum við Íslendingar haft áhrif langt umfram stærð.
Auk þess er samrunaferli ríkja í Evrópu af hinu góða og við Íslendingar eigum að taka þátt í því.
Ríki Evrópusambandsins halda sjálfstæði sínu og sérkennum. Í fjarlægð verður þó vísað til Evrópu sem heildar eins og verið hefur.
Við ættum að sækja strax um aðild.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það
Anna Kristinsdóttir, 3.3.2008 kl. 08:51
Sú yfirlýsing Geirs Haarde að aðild að ESB sé ekki á dagskrá þrátt fyrir að hann heimsæli stækkunarstjóra ESB er álíka kjánaleg og umræða páfadóms um göngu sólar um jörðu. Munurinn er sá að við eru ekki brenndir. Auðvitað tek ég undir þetta með ykkur. Minni á orð Árna Páls í Silfrinu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:08
Þar held ég að þú hafir rétt fyrir þér. Tíminn dæmir andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Eru þeir þó varla margir sem viðurkenna að þeir séu alfarið á móti aðild. Man reyndar varla eftir nokkrum manni fyrir utan Davíð og einhverja örfáa gamla sósíalista, sem eiga það sameiginlegt með seðlabankastjóranum að vera úr takti við samtíma sinn.
Efnhagsbandalagið göngum við þó ekki í, það tilheyrði sögunni með tilkomu Maastricht samningsins 1992. ESB skal það heita.
Gunnar Axel Axelsson, 3.3.2008 kl. 11:19
innilega sammála!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:57
Tek undir þetta hjá þér Baldur. Árni Páll þingmaður var með góðan málflutning í Silfri Egils sl. sunnudag. Þessi krónumynt okkar er valda okkur miklum búsifjum.
Auðvitað hefur Geir H. rætt öll þessi mál í Brusselför sinni...opinberlaga má það væntanlega ekki koma fram vegna innrimála í Sjálfstæðisflokki.
Því lengur sem Sjálfstæðisflokkur dregur lappirnar varðandi afstöðu..því verra fyrir þjóðina.
Við erum nánast að fullu tengd við ESB . Það vantar bara að sækja um aðild og taka upp evruna.
Sævar Helgason, 3.3.2008 kl. 12:02
Komdu sæll Baldur og mæl þú manna heilastur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þín orð passa mínum skoðunum fullkomlega.Kveðjur úr Ríki Vatnajökuls.Guðrún Ingimundardóttir.
Guðrún Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:29
Alveg rétt hjá þér Baldur.
Ætlarðu ekki að fara að ganga í réttan flokk?
Sigþrúður Harðardóttir, 3.3.2008 kl. 15:41
Sorglegt að þú skulir hugsa svona, Baldur!
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 16:19
Takk Gunnar Axel! Mál leiðrétt. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 16:19
Þetta er ekkert minna en "heilagur sannleikur" Baldur ogflestir hér. Einar minn þessi fiskimið okkar fara ekki neitt og það er ekkert vitað um það hvað okkur stendur til boða varðandi það mál, fyrr en menn setjast yfir umsókn.
Þess utan þá hef ég oft sagt það, að fyrir mig eða þig breytir engu hvort eigandi hlutafjár í Samherja t.d. og þar með þeirra skipa sem þeir reka hér, (og víða um heim) heitir Þorsteinn Már eða hvort það eru Youngs Blue Crest eða hver annar utan úr Evrópu. Samherji hefur farið með til útlanda í fjárfestingar þar, allan afrakstur félagsins úr landhelginni hérna alla tíð. Sé ekki að það væri meiri hætta þar á ferð með öðrum eiganda. Miðin fara ekki neitt og verða nýtt héðan áfram.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.3.2008 kl. 16:27
Jón Valur! þú átt ekki að misnota orðið sorg með þessum hætti! kv. B
Baldur Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 18:04
Við verðum að fara sækja um aðild til að geta klárað umræðuna, það ættu allir að vera sammála um það sama hvort viðkomandi vill ganga inn eða ekki! Það er mjög óábyrgt af Íslenskum stjórnvöldum að gera það ekki, sérstaklega þar sem ESB hefur gefið það út að samningar tækju bara 3-6 mánuði þar sem við erum næstum í ESB í gegnum EES samninginn. Íslenska þjóðin á skilið að fá að vita hvernig aðildarsamningarnir verða.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 3.3.2008 kl. 20:21
Það er virkilega sorglegt, Baldur, þegar menn vilja ekki standa óhvikulan vörð um fullveldi lands síns og þjóðar, heldur ofurselja risabandalagi öll ráð yfir fiskimiðum okkar og ganga þar inn í samrunaferli sem smá þjóð væri afar viðkvæm fyrir. Sjá nánar þessa grein mína: Atlagan að fullveldi landsins.
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 23:02
Baldur! Það er líka hægt að leita sér hjálpar við ranghugmyndum eins og þessum. Við erum með sálfræðinga, geðlækna og alls konar lyf sem slá á verstu hugsanirnar um svona rugl. Merkilegt hvað mörgum er í mun að auglýsa heimskuna í sér..
Óskar Arnórsson, 3.3.2008 kl. 23:20
Ég er búin að sjá að svartnættistal og hálfgerðar heimsendaspár þeirra sem eru á móti ESB eru meira og minna innanmein þeirra sem þannig ganga fram. Það sem helst er hægt að byggja á er reynsla okkar af EES og samskiptum við ESB. EES hefur skapað gífurleg tækifæri og Geir Haarde sagði í sinni reisu að samskiptin við ESB væri öll sérlega ánægjuleg!
Þau lög og reglur sem við höfum þurft að taka upp hafa mörg hver leitt til jákvæðra umbóta á réttarfari og réttindum borgarana. Þannig að frelsi einstaklingsins og réttindi aukast, þó hanagalið í þeim sem að telja sig réttborna gæslumenn krónu og sjálfstæðis minnki eitthvað. Eins og þú nefnir þá er auðvitað fásinna að tala um að þær fjölmörgu þjóðir sem mynda bandalagið séu ekki sjálfstæðar.
Fram, fram fylking!
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2008 kl. 00:26
Mikið spila andstæðingar ESB á sálfræðina, í stað þess að RÖKSTYÐJA MÁL SITT!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:48
Talaðu bara við venjulegt fólk og láttu það segja þér frá því hvernig almenningur var blekktur og heilaþvegin með nákvæmlega sömu rökum og þú ert með Gunnlaugur. Þú átt ekki að tala um hluti sem er bergmál úr fjölmiðlum. Geir Harde sá góði maður er með vitlaust fyrir sér á sama hátt og Carl Bild sem sveik Svíþjóð inn í þessa gildru ESB.
Óskar Arnórsson, 4.3.2008 kl. 00:53
Pabbi kom hingað til Íslands, sem pólitiskur flóttamaður frá kommúnistaríki 1959 og allt mitt fólk barðist fyrir fullveldi og sjálfstæði 1991 til þess að komast í ESB ...svo ekki segja mér að ESB sé kommúnismi, það er svo fjarri lagi sem svart og hvítt!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2008 kl. 01:13
Maður, sem talar hér um, að öðrum sé "í mun að auglýsa heimskuna í sér," hlýtur, að minnsta kosti að eigin áliti, að geta haft vit fyrir okkur hinum. Eða ætli það sé ekki þess vegna, sem hann segir um Geir H. Haarde forsætisráðherra: "sá góði maður er með vitlaust fyrir sér" (sic!) ?
Jón Valur Jensson, 4.3.2008 kl. 01:42
Þarna erum við sammála Baldur, totally.
Geir & aðrir verða dæmdir af þessu rugli öllu saman, vilja halda okkur í einangrun og okri undir yfirskyni sjálfstæðis og fiskimiða sem er ein ótryggasta auðlind sem er hægt að hugsa sér.
Mér finnst þetta rugl um að þetta sér ekki á dagskrá vera eins og eitthvað mafíósaplott, can't help it
DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:26
Hvernig var þetta fyrir 1008 árum síðan. Hinn kristni siður var upp tekinn um alla Evrópu og hinn heiðni siður átti í vök að verjast. Hart var lagt að okkur Íslendingum að taka upp hinn kristna sið og hafna hinum heiðna.
Áhrifamaður lagðist undir feld og hugsaði ráð þjóðarinnar. Hinn kristni siður varð fyrir valinu, en menn máttu áfram blóta, en á laun.
Sagan endurtekur sig og verður lausnin ekki af svipuðum toga.
Sævar Helgason, 4.3.2008 kl. 12:59
Ég skil ekki alveg samlíkinguna hjá Sævari. Meinarðu að Ísland gangi í ESB og taki upp evru, en það megi stunda vaxtapíningu á húseigendum, okur, fákeppni og samráð áfram, bara í leyni?
Theódór Norðkvist, 4.3.2008 kl. 19:03
Theódór
Tók kristni ekki alveg yfir og hinir heiðnu urðu áhrifalausir með sín vé ?
Sævar Helgason, 4.3.2008 kl. 19:17
Jú, mikið rétt. Markaðurinn er að henda krónunni út og hún er að verða mynt hins fátæka vaxtapínda almennings. Þeir sem meira mega sín eru flúnir yfir í evruna.
Seðlabankinn reynir vúdútrix (vaxtahækkanir) til að flengja sjóinn til hlýðni, eins og Persakonungurinn forðum. Peningamennirnir, með sínar evrur og myntkörfur, hlæja bara að Davíð.
Theódór Norðkvist, 4.3.2008 kl. 19:24
Spurning er þá hvort xD séu heiðingjarnir eða þeir kristnu ;)
Kannski á Dabbi sér draum um að koma andlitinu á sér utan á 10000 eða 50000 kallinn
DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.