Svissneskir frankar eða kínverska undrið!
4.3.2008 | 15:01
Fyrir örfáum árum töluðu leikir og lærðir um það að mikil festa væri komin á í efnahagsmálum þjóðar. Fólk ætti nú að geta ráðgert af viti fram í tímann. Húsnæðiskaup ættu ekki að sliga neinn lengur. Verðbólga heyrði sögunni til. Bankainnistæður væru öruggar.
Að vísu yrðu alltaf sveiflur en nýar aðferðir hefðu þróast og reynsla og hæfni hagfræðinga og peningastofnana og tilkoma eftirlitsstofnana ættu að sjá til þess að sveiflur yrðu vægar og vel fyrirsjáanlegar. Þá byggðist hagkerfið íslenska ekki lengur á því hver mikil loðna veiddist heldur á stöðugri og fyrisjáanlegi uppsprettum. Grasgrænn og veðurbarinn almenningur gat ekki annað en reiknað með því að hann lifði í samfélagi stöðugleikans.
Árferði hefur verið gott. Fjármagn leitar til landsins. Samt ræður enginn neitt við neitt? Hver brást og hvenær?
Mér var farið að líða býsna vel, en nú líður mér eins og upp úr 1980 í efnahagsheilanum.
Getur getur verið að ófarir okkar liggi í því að hvenær sem minnst er á ESB klæða ólíklegustu menn sig í sauðskinnskó, sveipa sig ullarreifi og fara að tala um svissneska franka eða kínverska undrið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ha,ha,ha, Góður. Ég held að þetta sé ekki verri skýring en aðrar sem ég hef séð. Og svo væna þeir menn um heimsku, ef þeir ekki kokgleypa rökin um að allir eigi að ganga í sauðskinnskóm og ullarreifi.......En það er víst ekki hlæjandi að þessu, þetta er alvörumál....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.3.2008 kl. 15:53
Mér dettur í hug að það að við eigum til dæmis flesta bíla í heiminum ásamt alveg örugglega mest af öllu mögulegu öðru dóti, og örugglega förum við líka mest til útlanda, sem sé EYÐSLA, og þá um efni fram, geti haft eitthvað með þetta að gera...bara svona smá hugmynd...??? Ásamt auðvitað föðurlandsins og sauðskinsskónum sem dregið er fram úr skúmaskotum ef minnst er á að samasama sig öðrum þjóðum meira en orðið er með pizzuáti og rauðvínsþambi og þjóðarstolti ýmiss konar á erlendum vettvangi...
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:10
Mjög málefnalegt þetta síðasta hjá þér Baldur. Þeir sem hafa aðrar skoðanir á málunum eru s.s. bara þröngsýnir sveitamenn? Athyglisvert. Hvernig er það annars meira sveitalegra, eða hvað þú vilt kalla það, að velta fyrir sér upptöku á evrunni eða svissneska frankanum? Ég myndi einmitt telja þá þröngsýna sem einblína á evruna og Evrópusambandið og sjá ekkert annað.
Og varðandi kínverska efnahagsundrið. Tja, það er allavega svo sannarlega talað víða um kínverska efnahagsundrið og það ekki að ástæðulausu. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa nokkurn tímann heyrt talað um efnahagsundrið Evrópusambandið.
Þvert á móti berast nú oftar fréttar þaðan af bænum um stöðnun, lítinn sem engan hagvöxt, mikið atvinnuleysi, tilfinnanlegan skort á frumkvöðlastarfsemi, sívaxandi skriffinsku sem enginn virðist ráða við og reikninga sambandsins sem hefur ekki verið gengið frá sl. 13 ár svo fátt eitt sé nefnt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 22:35
Sammála viskubrunni í því að það er ekki glæsileg tilhugsun að tengjast ESB möppudýrabatteríinu. En hvað á að gera ef við kunnum ekki fótum okkar forráð. Og þess vegna er þessi umræða um ESB aðild orðin svona mikil. Íslensk stjórnvöld eru að hrekja okkur nauðug viljug þangað með ráðleysi sínu. En upptalningin hjá viskubrunni um lífskjörin hér hljómar eins og brandari. Allt sem þar er talið er tekið að láni erlendis og er nú um það bil að koma í hausinn á okkur aftur með verstu afleiðingum. Nema að menn fresti timburmönnunum enn og aftur með tveim til þremur álverum.
Þórir Kjartansson, 5.3.2008 kl. 08:23
Ein helsta rökvilla ESB andstæðinga er sú að lífskjör í ESB séu eins löndum sambandsins. Viltu skipta? spyrja þeir. Raunin er sú að efnahagsundirstaða ríkja í ESB styrkist bæði vegna innri markaðar og vegna viðskiptasamninga við önnur svæði. Við myndum halda áfram að vera bestir við yrðum enn þá bertri og stöðuugri. Okkar góða staða er enda fyrst og fremst tilkomin vegna innri markaðarins sem við erum aðilar að. Við höfum aldrei fyrr getað eitthvað í efnahagslegu tilliti. þessi velgengni okkar myndi aðeins styrkjast með fullri þátttöku. Og vitaskuld er það vitleysa að byrja að tala um svissneska frankann í þessu sambandi. Það er aðeins gert til að drepa málinu á dreif. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 5.3.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.