Rökvilla ESB andstæðinga!

Ein helsta rökvilla ESB andstæðinga er sú að lífskjör í ESB séu eins eða áþekk í löndum sambandsins. Viltu skipta? spyrja þeir. Raunin er sú að efnahagsundirstaða ríkja sem ganga í ESB styrkist, bæði vegna innri markaðar og vegna viðskiptasamninga við önnur svæði. Við myndum halda áfram að vera í hópi þeirra bestu, við yrðum enn þá betri og stöðugri. Það að við gætum ekki ráðið genginu gerði það okkur bara að alvöru fólki.

Góða efnahagsleg staða okkar er fyrst og fremst tilkomin vegna innri markaðar ESB sem við  erum aðilar að. Við höfum aldrei fyrr en með þeim samningum, þökk sé Jóni Baldvin, getað eitthvað í efnahagslegu tilliti. Þessi velgengni okkar myndi aðeins styrkjast með fullri þátttöku. Og vitaskuld er það vitleysa að byrja að tala um svissneska frankann í þessu sambandi. Það er aðeins gert til að drepa málinu á dreif. Styrkurinn er ekki hvað síst fólginn í sameiginlegum gjaldmiðli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

ESB lagar ekkert fyrir okkur Baldur. Öll okkar vandamál í matarokri og vaxtaokri eru heimatilbúin og engar tilskipanir frá ESB gera ekki betur en við getum gert sjálf án þeirra afskipta. Við þurfum fyrst og fremst að vilja hlutina.

Mér er líka umhugsunarefni af hverju presturinn vill ganga í klíku með sumum (þ.e. Evrópusambandinu) en ekki öðrum (restinni af heiminum). ESB er eineltisklíka og við munum aldrei hafa nokkur áhrif þar á. Þeir hins vegar sjá verulegan hag í því að gleypa fámenna þjóð með mikið landrými og gríðarleg umráð á hafi.

ESB vinnur að því að viðhalda tollmúrum gagnvart þeim ríkjum í heiminum sem mest þurfa á fríverslun að halda. Auk þess höfum við enga stjórn á því hverjir veljast þar til forystu. Nú síðast tala menn um að fá Anders Fogh Rasmussen eða Tony Blair sem forseta og ég sé ekki íslendinga hafa þar nein áhrif. Dómgreind þeirra Rasmussen og Blair er mér hreint ekki að skapi eftir þátttöku þeirra í ólánsstríðinu í Írak.

Við eigum að vera í samfélagi með ÖLLUM þjóðum í heiminum og við getum þess vegna lagfært þau smávandamál sem felast í gjaldmiðlinum ef því er að skipta. Við getum tekið upp Evru, CHF, USD eða hveiti sem gjaldmiðil. Það getur enginn bannað okkur eða hindrað.

 Það er hins vegar, í ljósi sögunnar, undarlegt að fylgjast með því að eftir áratugalangan aumingjagang krónunnar hefur hún aldrei verið sterkari en einmitt nú. Þá virðist kominn tími á að slátra henni. Stundum er okkur íslendingum eiginlega ekki sjálfrátt í sjálfseyðingarhvötinni. 

Haukur Nikulásson, 5.3.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ein helzta rökvilla margra ESB-sinna er sú, að með inngöngu í bandalagið kæmist á eitthvert ESB-meðalverð á matvælum hér á landi. Þetta er algerlega út í hött, enda erum við ekki aðeins fjarlæg þjóð með dýra aðflutninga, heldur getum við með engu móti borið okkur saman við m.a. Suður-Evrópu-þjóðir þar sem kauplag er miklu lægra og þrjár uppskerur fást á ári og eplin vaxa á trjánum. Annars hef ég ýtarlega fjallað um samanburð á þessum verðlagsmálum hér: Okurverð og samanburður lífskjara við Norðurlönd.

Jón Valur Jensson, 5.3.2008 kl. 10:46

3 identicon

Mér finnst Haukur ekki alveg nægjanlega málefnalegur með klíku og einelti. Ég frábið mér að nota orðið einelti í  þessu sambandi enda fræðiorð yfir alvarlegt fyrirbrigði. Á bloggi mínu má lesa bókardóm um bókina -Hvað með evruna- sem er skyldulesning. Ertu búinn að gera það Haukur? Eða duga hestalepparnir?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:49

4 identicon

Sömu spurningu beint til Jóns. Reyndar er Jón Valur þó með viðleitni að berja í bresti, sem er virðingarvert.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að það sé mikilvægt að fara inn í ESB undir þeim formerkjum að við séum í pólitískri, menningarlegri og efnahagslegri útrás. Þannig hefur sjálfsmynd og efnahagslegur styrkleiki Finnlands stóraukist með þátttökunni á meðan Svíþjóð gekk inn í sambandið með hálfum huga og hefur í raun hvorki grætt né tapað á inngöngunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ní sem ég rekst á þessa spurningu Gísla til mín, hef ég engan tíma til ýtarlegra svara, en bendi honum í staðinn á þessa vefgrein mína: Ragnar Arnalds tekur tvo evrusinna á kné sér.

Jón Valur Jensson, 6.3.2008 kl. 02:42

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú sem ég ... vildi ég sagt hafa, með kveðju til ykkar allra.

Jón Valur Jensson, 6.3.2008 kl. 02:43

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég myndi nú heldur telja Baldur að mun meiri rökvilla væri á ferð af hálfu þeirra sem vilja ganga í ESB, en andstæðinga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2008 kl. 03:04

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

ESB rökvilla! Merkilegt að fólk eins og þú Baldur, sem mér heyrist vera annars skynsamur maður, trúi því í raunveruleikanum að aðild skapi betri kjör á Íslandi. Gunnlaugur! Ég bjó í Svíþjóð þegar þeir gerðust aðilar. Veistu nokkuð hvað skeði? Þú segir að þeir hafi hvorki grætt né tapað! Þeir töpuðu stórt og eru ekki enn búnir að ná sér út úr fjöldagjaldþrotum fyrirtækja sem fóru beint á hausinn, atvinnuleysi er enn á stórum svæðum í Svíþjóð. Og eru þeir þó sterkari en Íslendingar fjárhagslega. Aðild að ESB er rökleysa og ekki öfugt.

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 03:10

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gísli, það er yfirlætislegt af þér að krefjast þess að ég lesi "skyldulesningu". Hvernig dettur þér slík fásinna í hug. Er rauða kverið hans Maós skyldulesning?

Það er einelti að útiloka aðra frá samstarfi eins og gert er með ESB. Það er því sannarlega "klíka" líka. Ég sé ekki ástæðu til að bakka með þessi orð og tel mig fullkomlega málefnalegan.

Rök ESB sinna fyrir inngöngu hef ég engin séð ennþá. Málflutningurinn gengur út á það hvað við myndum hafa það miklu betra, matvælaverð og vaxtaokur myndi minnka en ekki sagt með hvaða hætti það á að gerast. Ég hef ekki séð neinn gerast ríkari eða betur haldinn með einhverri félagsaðild og sama er upp á teningnum með ESB. Þessi draumsýn er nefnilega stóra rökvillan.

Á þessum vettvangi hafa menn haldið því fram að með EES samningnum höfum við gefið eftir sjálfstæði okkar og nota það sem rök fyrir því að ganga í ESB. Þetta er sem betur fer tvennt ólíkt því að EES-samningur og ESB-aðild er ekki saman að jafna.

ESB-aðild lagar ekkert fyrir okkur sjálfkrafa sem við erum ekki fullfær um að gera sjálf. Enginn hefur sett fram sannfærandi rök í þá veru.

Áráttuhugsunin um ESB aðild er einhver undarleg minnimáttarkennd og aumingjaþankar sem eru mér ekkert að skapi og er ég þó nógu eigingjarn til að vilja ESB aðild ef ég sæi eitthvert vit eða hag í því.

Haukur Nikulásson, 6.3.2008 kl. 08:05

11 identicon

Gísli, það er yfirlætislegt af þér að krefjast þess að ég lesi "skyldulesningu". Hvernig dettur þér slík fásinna í hug. Er rauða kverið hans Maós skyldulesning?

Vildi bara benda á það að Gísli krafðist ekki neins heldur spurði bara. Ennfremur er hugtakið skyldulesning oft notað til þess að benda á það að einhver bók sé merkileg en er ekki notað í bókstaflegri merkingu.

Í svona samræðum tel ég mikilvægt að fólk fari varlega í að ætla hið versta því yfirleitt er hið andstæða satt, þá fæst líka miklu meira út úr rökræðunum.

Svo vill ég að lokum benda á að þú (Haukur) svaraðir ekki spurningu Gísla en auðvitað þarftu þess ekkert frekar en þú vilt.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:55

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jakob, þú máttir skilja það af svari mínu til Gísla að ég hefði ekki lesið "skyldulesninguna". Ef eitthvað er "skyldulesning" þá reikna ég með að viðkomandi krefjist þess, og ef ekki, þá sé ég ekki neitt dómbær á þetta umræðuefni. Sem betur fer kemur vitneskja og jafnframt skoðanir úr fleiri áttum en þeim sem mæra ESB aðild.

Spurningin um það hvort mér dugi hestalepparnir er ekki svaraverður hálfskætingur og/eða hótfyndni og er tekin sem slík.

Ég hef komist að því að ESB sinnar svara því engu af hverju íslendingar geta ekki lagað sín heimatilbúnu vandamál sjálfar án aðildar að ESB? Einnig er því heldur ekki svarað af hverju við eigum að vera í lokuðu bandalagi með Evrópu þegar við ættum að vera í bandalagi ALLRA ÞJÓÐA HEIMS. Er velvild okkar háð trú, litarhætti og þjóðernisrembingi? 

Haukur Nikulásson, 6.3.2008 kl. 16:37

13 identicon

Sjálfseyðingarhvöt?

Að meðaltali hækkaði verðlag á Ítalíu um 17% við upptöku evru. Þ.e.a.s., 17% hækkun sem ekki er hægt að skýra með neinu öðru en að kaupmenn hafi nýtt sér glatað verðskyn neytenda til að hækka verð.

Sums staðar á hækkunin að hafa verið meiri, t.d. í Grikklandi.

Okkar kaupmenn eru kannski öðruvísi? Voru þeir nokkuð að hækka vörur óeðlilega 1981 þegar núllin fóru aftan af krónunni? 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:31

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

við áttum að hafa náð góðum "díl" í ESB á undan Austurevropu...núna er ok, en voða seint og LÉLEG PÓLITÍK...þetta væl um fiskimiðin og sjálfstæðið er bara þykjustuleikur sem fólk kann ekki að hætta?

Kvótinn gengur nú til dæmis í erfðir, svo hvað hefur það með sjálfstæði þjóðarinnar að gera?...og svo er lítið eftir af fiski???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband