Burt með tóbak úr matvöruverslunum!
7.3.2008 | 15:20
Það er í raun kjánalegt og út í hött að selja tóbak í matvöruverslunum. Í því felast röng skilaboð. Epli, appelsínur, mjólk... tóbak....? það er líka kjánalegt að selja tóbak á bensínstöðvum þar sem má alls ekki kveikja eld og ekki reykja undir stýri.
Tóbak á að selja í sérstökum verslunum. Helst sem óvíðast. Tóbak er alveg sérstakt, hættulegt, uppáþrengjandi, vanabindandi eitur og það á ekki að vera hægt að fá það hvar sem er.
Að selja tóbak allsstaðar er arfur frá þeim tíma þegar áhrif tóbaks voru ekki fullþekkt. Nú þegar ljós eru hin gríðarlega heilsuspillandi áhrif er það ekkert annað en kjánaleg vanahugsun að selja tóbak í öðru hverju húsi.
Mér datt þetta í hug þegar ég heyrði að bensínsalar vilja nú einnig selja nikótínlyf. Það má kannski hugsa það en það ætti að banna þeim og þeim sem selja matvöru að selja tóbak.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afhverju að stoppa bara við sígaretturnar? Hvað með annað sem gæti falið í sér röng skilaboð, gos og annað sem væntanlega getur ekki talist hollt líkamanum? Þó þín skoðun á sígarettum sé að það eigi að takmarka aðgang að þeim sem mest og hafa sem mesta forsjárhyggju fyrir öðrum, þá er fullt af fólki sem ákveður engu að síður að reykja þótt það viti um afleiðingar þess. Afhverju eigum við ekki að virða skoðanir þeirra og leyfa þeim að kaupa þessa vöru þar sem þau vilja? Er það þessi frjálslyndisstefna sem þú kennir þig við að virða ekki ákvarðanir annara meðan þær hefta eða særa þig ekki? Nú þegar er búið að banna að hafa þessa vöru sýnilega í verslunum, það má ekki reykja á veitingastöðum o.s.frv. Hvernig er þetta virkilega að skaða þig á þann hátt að þú finnir þig knúinn til að þjarma enn frekar reykingarfólki?
Ef við viljum reyna að koma í veg fyrir allt sem er kjánalegt og getur sent röng skilaboð ættum við að byrja á að koma í veg fyrir að fólk komist í kirkjur og lesi biblíuna, trúi á jólasveininn og sjái teiknimyndir þar sem dýr eru látin tala.
Nei í alvöru, leyfum fólki frekar að velja fyrir sjálft sig, það veit sjálft best hvað það vill.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:58
Þorsteinn! Þetta ,,særir mig" nefnilega. Skaðsemi óbeinna reykinga er að koma betur og betur í ljós...áhrif reyks á börn o.s.frv. Frjálslyndi mitt nær að...dreifingu á eiturefnum.....og óheftri sölu á byssum. kv. B
Baldur Kristjánsson, 7.3.2008 kl. 16:22
Maður vill nú ógjarnan samþykkja umyrðalaust hvaðeina sem hefst á orðunum "það ætti að banna". En ég get tekið undir málflutning þinn séra Baldur og bæti um betur: Það á að gera tóbak þegar í stað að ólöglegum varningi - punktur. Sem reykingamaður segi ég þetta fullum hálsi. Á svo sem eins og 5 ára aðlögunartíma á auk þess að hækka sígarettupkkann í t.d. 1.500 krónur og láta (væntanlega?) umframtekjurnar allar renna í heilbrigðisþjónustuna sem sárvantar fé vegna síendurtekinna vanáætlana í fjárlögum.
Mér dettur ekki í hug að segja hið sama um áfengið. Ég er löngu hættur að drekka en virði rétt hófsemdardrykkjumanna. Tóbakið hins vegar er óhollt í bæði hófi og óhófi. Veldur samfélaginu og einstaklingum þess ómælanlegum skaða. Það þarf að skilgreina þessa "vöru" upp á nýtt og kannski flokka hana undir eitur- og spilliefni og taka hana undan hefðbundnum markaðslögmálum. Mér er allveg sama þótt einhverjir umboðsmenn út í bæ missi tekjur vegna allsherjarbanns á tóbaki. Mér finnst það heldur ekki vera mikið tiltökumál þótt myndaðist einhvert neðanjarðarkerfi um ólöglega tóbakið - ekki myndi ég skipta við það. Ég myndi frekar LOKS hætta að reykja.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 16:28
Baldur,
af hverju ekki bara að ganga alla leið og banna andsk... tóbakið? Heldur er nú klént að bera fyrir sig börnum í umræðu um hvort óséðar sígarettur megi selja í matvöruverslunum. Hér hljóta menn að geta gert betur. Og svo vill Friðrik ganga lengra í gerræðinu, en reynir að fela ofbeldið með upphafsorðum sínum. Er ekki annars hægt að banna fordóma og forræðishyggju ykkar félaga? Ég er nokkuð viss um að hún stefni geðheilsu margra í hættu.
Hér verða skynsamir menn að átta sig á að hóf er best í flestum hlutum, einnig að ráða öðru fólki heilla og alveg sérstaklega þegar á að hafa vit fyrir því.
Ólafur Als, 7.3.2008 kl. 17:17
Alveg ógeðslegt að fólk geti bara gengið inní búð og keypt vöru! Svo er þessu þröngvað uppað fólki sem... sem opnar skúffurnar þar sem þetta er geymt... en auðvitað á fólk ekkert að hafa frelsi til þess að kaupa hluti í búðum.
Það mætti halda að fólk vilji ekki foræðishyggju, skil það bara ekki.
sbs (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 20:12
Smokkar gefa fólki hugmyndir um að stunda kynlíf fyrir hjónaband.
það á að banna þá með öllu.
sbs (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:24
Ég samgleðst hverjum þeim sem losnar úr þeirri áþján sem nikótínfíknin er.
Mér hugnast hinsvegar betur að fólk taki ákvörðunina sjálft en með þvingun. Friðrik mig langar að benda þá á, að mínu mati, ágætan bækling með ráðum til þeirra sem vilja hætta að reykja, eftir Nóbelsverðlaunahafann Dr. Linus Pauling.
Hann á að vera til á borgarbókasafninu.
Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 22:32
Ég sé að menn eru fastir í vanahugsun. Rugla sígarettusölu og frelsi saman. Einnig sígarettum og smokkum. þetta er ekki spurning um forræði eða frelsi. Það er viðurkennt hlutverk ríkisvalds að vernda þegnana með því að banna eða leyfa ekki lífshættuleg efni eða efni sem minnka lífsgæði. Tóbak er lífshættulegt efni og dregur úr lífsgæðum bæði þeirra sem neita og annarra. þess vegna á að banna það. Vandinn við tóbaksumræðuna hefur alltaf verið sá að fíklarnir taka þátt í henni. þeir geta eðli máls samkvæmt ekki hugsað rökrétt um efnið. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 7.3.2008 kl. 22:41
Það er ágætt að þú sért svona viss um eigin gæði, og yfir pakk eins og fíkla hafinn.
Auðvitað snýst þetta um frelsi, forræðishyggju, hnýsni og afskiptasemi.
Það er frelsi mitt sem einstaklingur að reykja, alveg eins og það er frelsi mitt sem einstaklingur að troða í mig endalausu magni af KFC kjúkling.
Allir vita að nikótín er skaðlegt, og ekki halda að reykingamenn séu upp til hópa fíklar sem geta ekki hugsað rökrétt um efnið... jesús, gerðiru þér grein fyrir því hve hrokafull athugasemd þetta var hjá þér? Jeminn.
Nú reyki ég ekki en ég viðurkenni að það eru margir sem vilja reykja, og veistu, það kemur þér bara ekkert við.
Það er rétt að reykingamenn verða veikir og skattgreiðendur þurfa að borga sjúkrakustnað og hvað eina. Það má hinsvegar segja það sama um fólk sem borðar of mikið af rauðukjöti, sykri, kaffi, hvað eina.
Sykursýki dregur verulega úr lífsgæðum fólks... finnst þér það verkefni ríkisvalds að banna efni sem geta valdið sykursýki?
Nú skal ég viðurkenna að ég er sykurneytandi svo í eðli máls samkvæmt get ég ekki hugsað rökrétt um efnið og er því óhæfur til að taka þátt í umræðunni...
sbs (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:31
Þvílík vitleysa. Get ekki ímyndað mér að tóbakið sé fyrir nokkrum manni í verslunum. Þeir versla sem vilja, og þá á eigin frelsi og vilja. Nei svei mér, þetta kallar maður vitleysu í bloggheimum.
Ingi Steinn Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:34
Baldur...Ríkisvaldið SELUR SÍGARETTUR... og þú segir...m.a..."Ég sé að menn eru fastir í vanahugsun. Rugla sígarettusölu og frelsi saman. Einnig sígarettum og smokkum. þetta er ekki spurning um forræði eða frelsi. Það er viðurkennt hlutverk ríkisvalds að vernda þegnana með því að banna eða leyfa ekki lífshættuleg efni eða efni sem minnka lífsgæði. Tóbak er lífshættulegt efni og dregur úr lífsgæðum bæði þeirra sem neita og annarra. þess vegna á að banna það."...einmitt!
Ríkið getur ekki bannað eitthvað sem það sjálft selur?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:47
...alveg eins og hin fáránlega grein íslensku stjórnarskrárinnar um ríkiskirkjuna.....um leið og talað er um "trúfrelsi"...en það er önnur Ella
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:49
Ég er nú reyndar ekki barnanna bestur þegar kemur að reykingum. En víða þar sem ég þekki til er tóbak eingöngu selt í sérverslunum ásamt dagblöðum og tímaritum. Að mörgu leyti gott fyrirkomulag. þakka það hvað fast og vel var kveðið að í umræðunni. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 09:36
Ég reykti í áratugi, en hætti fyrir nokkrum árum. En vel að merkja vegna þess að ég ákvað það sjálfur en ekki fyrir utanaðkomandi þrýsting. Mér fannst bara nóg komið. EN það hvarflar ekki að mér að agnúast ´t í þá sem reykja, þeir vita alveg jafnvel, og ég og þú um skaðsemina. Þetta bann kjaftæði í þjóðfélaginu er að verða dálítið þreytandi. Ef einhverjum hugnast ekki eitthvað þá á að banna það. Forræðishyggja og miðstýring á engann rétt á sér og passar ekki við þá skoðun að við búum við lýðræði og frelsi einstaklinsins. Þetta finnst mér.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 8.3.2008 kl. 09:59
Ljóst er að eftir því sem aðgengi að svona óþvera er takmarkaðra reykja færri. það segir okkur eitthvað eða hvað? kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 10:06
Jú, jú, ef við seljum sígarettur og annað "óæskilegt" einn fimmtudag í viku í Hrútafirði er ljóst að eitthvað myndi láta undan, t.d. myndi lögleysan aukast. Er ekki nóg komið af velvilja manna og þeirra óhófsvernd yfir lífi og limum annarra?
Og svo þessi vitleysa með sérverslanir ... eru engin takmörk fyrir vitleysunni? Veit Baldur ekki að sala á tóbaki er ekki einskorðuð í slíkum verslunum - í þeim mörgu löndum sem hann hefur heimsótt?
Hverjir hafa síðan kveðið svo sterkt að orði að ríkisvaldið eigi að vernda fulltíða og heilbrigða einstaklinga fyrir sjálfum sér. Flest okkar erum sæmilega heilbrigð á geði og ekki hættuleg öðrum. Hví skyldum við leyfa fulltrúum forræðsins að segja okkur hvað við megum og hvað ekki? Hvaðan kemur mönnum sú hugsun að þeirra skynsemi skuli vega meira en annarra?
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 10:34
Ljóst er að eftir því sem aðgengi að svona óþvera er takmarkaðra reykja færri. það segir okkur eitthvað eða hvað? kv. B
Það má vel vera en enn og aftur, það kemur þér ekkert við hvort fólk reykir. Það væri hægt að segja það sama um sykur.
Btw. þú sérð nú hvað þetta virkar vel fyrir áfengi. Drekkur varla sála lengur...
sbs (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:32
"Vandinn við tóbaksumræðuna hefur alltaf verið sá að fíklarnir taka þátt í henni"! Glæsilegt séra Baldur. En ég vil sem sé hafa það á hreinu að mér er alvara með total banni á tóbakið (en ekki með einhverju háði eða íróníu að rugla saman sígarettusölu og frelsi. Frelsi má takmarka í þágu almannahagsmuna og þarna sýnast mér meðalhófsmörkin vera í lagi.
Anna Benkovic spyr: "Ríkið getur ekki bannað eitthvað sem það sjálft selur"? Auðvitað Anna. Með því einfaldlega að breyta um stefnu og breyta lögum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 11:57
Enginn efast um að Friðrik vilji ekki hafa vit fyrir öðru fólki - það er m.a. ástæðan fyrir því að manni stendur ekki á sama um gerræðið sem í rökstuðningi hans felst. Honum er nokk sama um hvað öðrum finnst, öllu skal fórnað á altari hans rétthugsunar, einnig skilningi á íslenskri tungu. Meðalhóf er einfaldlega sáttmáli ólíkra skoðana og dettur manninum í hug að slíkt sé hér á ferðinni?
Sorglegt að horfa upp á alla jafna skynsamlegt fólk láta svona ofríki á prent. Og svo leyfir Baldur sér að skreyta sig með orðunum frjálslyndur jafnaðarmaður. Frjálslyndir menn spyrja sig fyrst hvort nokkuð sé þörf á afskiptum, áður en þeir með semingi fallast á nauðsyn afskipta almannavaldsins. Friðrik virðist og fara hina leiðina að markinu og útkoman er hugmyndafræðilegt skipbrot af alkunnu tagi.
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 13:18
Þú sakutar framhjá því Ólafur Als að reykingamaður skaðar aðra. Hann skapar öðrum ómælda þjáningu og flýtir fyrir dauða þeirra. Þó að í smáu sé að öðru jöfnu er það vel mælanlegt. það væri sök sér þó hann skaðaði aðeins sjálfan sig ef aðrir þyrftu ekki að vinna fyrir kostnaðinum sem af hægfara dauða hans leiðir oft á tíðum.
Hver menning reynir að útrýma því sem er augljóslega skaðar stofninn, vöxt hans og viðgang. Tóbak flokkast undir slíkt skaðræði og aðeins er tímaspursmál hvenær því verður útrýmt úr menningu okkar. Þá verð ég feginn því ég er leiður á tíðum hrösunum.
Baldur Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 15:21
Alveg er ég hjartanlega sammála þér Baldur. Það er ekki einungis vegna ómældrar andúðar minnar á tóbaki, heldur þeirri staðreynd að þetta eitur drepur ekki einungis þann sem reykir, heldur skaðar það og angrar verulega þá sem eru í kringum reykinn. Ef sígarettur gæfu ekki frá sér reyk væri mér slétt sama þó menn dræpu sig á þeim, en um leið og þetta bitnar á öðrum er þetta ekki spurningin um frelsi reykingamannsins heldur einmitt okkar hinna.
Með þessu er ég ekki að segja að allir reykingamenn séu þannig innrættir að þeir hugsi bara um sjálfa sig. Alls ekki og oftar en ekki þvert á móti. Mín reynsla eftir 6 ár í Danmörku er einmitt að íslenskir reykingamenn almennt séu mjög tillitssamir. Engu að síður er alltaf ákveðinn hópur sem hugsar fyrst um afturendann á sjálfum sér og síðan um aðra og þess vegna á að banna þessa vitleysu. Ekki síst vegna þess að þessi fámenni hópur vitleysinga lætur oft á tíðum börnin sín og aðra nákomna líða fyrir reykingarnar. Þeirra vegna þarf að segja stopp. Svo meiga þeir sem vilja kalla þetta forræðishyggju!
Skúli Freyr Br., 8.3.2008 kl. 15:53
Reykingafólk og ekki reykingafólk þurfa alls ekki að blanda geði - auk þess sem menn gefa sér allt of mikið í viðleitni sinni til að túlka niðurstöður rannsókna um óbein áhrif reykinga. Útblástur bifreiða skaðar ykkur forræðismenn alla jafna mun meira auk annars úr umhverfinu. Að menn nefni að þetta angri aðra eru merki um frekju og yfirgang sem fóstrar gerræðið. Hið eina sem við getum alla jafna bætt í umhverfinu erum við sjálf - leyfum reykingafólki að reykja eða hætta að reykja á eigin forsendum. Næg eru meðalhófsráðin samt til þess að hafa áhrif, önnur en bann. Í því liggur m.a. frjálslyndið, Baldur, sem þú skreytir þig óverðskuldað með.
Ólafur Als, 8.3.2008 kl. 18:33
Rétt er að óbeinar reykingar eru óhollar, en nú spyr ég bara, hvar verðið þið fyrir óbeinum reykingum?
Heimahúsum? Og ef þið eruð svona hrædd, hvað eruð þið þá að þvælast þangað í fyrsta lagi? Betra, af hverju biðjiði vin ykkar, sem hann hlýtur að vera, að reykja ekki nálægt ykkur?
Það er kjánalegt að lesa athugasemdir þar sem fólk reynir að telja sér og öðrum trú um að þetta snúist ekki um frelsi. Auðvitað snýst þetta um frelsi. Ég gæti snúið öllum fordómum og kjaftæði upp í "þetta er bara best fyrir samfélagið".
Nú, það gera þeir í Kína. Þess vegna má ekki googla Björk: Að googla björk snýst ekkert um frelsi, ríkið er bara að verja fólk fyrir því sjálfu.
Viðurkennið bara að í nútímanum þá kemur ykkur akkúrat ekkert við hvort fólk er að reykja, hugsið um ykkar eigin mál.
sbs (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:42
ok ´rikið getur bannað eitthvað sem það sjálft selur...en verður það ekki að hætta að selja það þá?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.