Rasismi í fótbolta!

Ætli Rasismi sé meiri í fótbolta en í öðrum íþróttagreinum? Hann er áberandi  þar.  Á Bretlandseyjum sérstaklega. Forystumenn knattspyrnumála í Evrópu hafa einnig áhyggjur vegna komandi Evrópukeppni á næsta ári. Rasisminn beinist einkum að fótboltamönnum með dökkt litarraft. Ónefni eru hrópuð að þeim.Bönunum hent inn á völlinn. Á vegum UEFA og einnig Evrópuráðsins (ECRI) er nú unnið að ráðum til þess að þessi djöfull sem rasismi er setji ekki svip á EURO 2008, Evrópukeppnina 2008.
En af hverju er rasismi í fótbolta í Evrópu? Nú eru menn af öllu litarrafti í öllum góðum liðum. Svörtu mennirnir eru iðulega í hópi þeirra bestu. Ekki er rasismi í golfi? Er það áhorfendahópurinn? Á rasisminn í fótbolta rætur hjá breskum verkamönnum á sjöunda/áttunda áratugnum?
Þetta er allaveganna ekki innflytjendavandamál en það beinist að innflytjendum.  Fótboltamönnum mörgum af þeim bestu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að innflytjendavandinn og rasisminn í boltanum hanga saman. Vandinn er ekki síður stór á Spáni þar sem þeir berjast við mikinn vanda frá Afríku. Ástæðan fyrir því að menn fá útrás í fótboltanum held ég að liggi í "aðdáendakúltúrnum" sem snýst oft á tíðum meira um að skíta út andstæðingana en að styðja sitt lið. Þar geta vitleysingar því fengið útrás fyrir þjóðernishyggjuna og hafa hingað til fengið að gera það óáreittir, en það er sem betur fer að breytast.

Skúli Freyr Br., 12.3.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Verst er hve peningar eru farnir að leika aðalhlutverkið í fótboltasparkinu sem og öðrum vinsælum íþróttaiðkunum. Mér skilst að þeir sem stunda þetta sport séu í mun meiri áhættu að slasast illa en í umferðinni. Og er þá mikið sagt. Annars er þetta með rasismann hreint skelfilegt fyrirbrigði. Frægt er þegar Adolf tók ekki í hönd bandarísku íþróttahetunnar á olympisku leikunum 1936 af því að hann var ekki hvítur. Hét sá þekkti íþróttamaður ekki Jessi Owens?

Nú vill Mosi taka það skýrt fram að hann hefur aldrei stundað íþróttir af neinu tagi ef undan er skildar gönguferðir, hjólreiðaferðir, gönguskíðaferðir og þá einungis sér til skemmtunar og sem holla hreyfingu. Fyrr á tímum hljóp Mosi stundum með í Reykjavíkurmaraþoninu en fannst rétt að skipta því niður á heilt kjörtímabil! Eða rúmlega það!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.3.2008 kl. 12:11

3 identicon

thad er ekki rett ad thetta se serstakt vandamal a bretlandseyjum, kannski fyrir 20arum en ekki nuna, varla daemi um thad

thetta er vandamal i sudur og austur evropu fyrst og fremst. fotbolti er ithrott verkalydsins og minna efnadra stetta, peningaleysi og fataekt elur af ser fordoma ekki fotbolti sem slikur. ad bera saman golf, krikket, rugby eda adra high class-stettaithrottir vid knattspyrnu sem hefur verid hringleikahus nutimans er engan veginn haegt og jadrar vid fafraedi

Petur Olafsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: GK

Þetta er rétt hjá Pétri, kynþáttaformdómar hafa ekki verið sérstakt vandamál á Bretlandi þó að þeir séu til staðar þar. Ástandið er mun verra á Spáni, Ítalíu og hafa komið upp mörg alvarleg tilvik þar á síðustu árum. Þeim virðist ekki linna þrátt fyrir herferðir gegn kynþáttafordómum.

Annars hefur Tiger Woods fengið "góðan skerf" af fordómum í golfinu, bæði frá áhorfendum og keppinautum sínum þannig að það er ekki rétt að golfið sé laust við rasisma.

Síðan eru það samkynhneigðu fótboltamennirnir sem Sepp Blatter vill fá út úr skápnum. Ég held að það verði mörg ár þangað til sá dagur rennur upp...

GK, 12.3.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég vil nú ganga svo langt að segja að það sé ríkjandi ákveðinn ofbeldiskúltúr tengdur fótboltanum og rasismi sé bara ein birtingarmynd þess. Þetta eru oftast sófadýr með krús í hendi, blótandi og ragnandi, sem geta í undantekningartilfellum spilað fótbolta. Mbk,

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.3.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka góðar athugasemdir.  Er satt að segja með skjal sem ég þurfti að gera athugasemdir við.  Athugasemdir ykkar komu mér því vel. Mér er sagt að rasismi í fótbolta sé ekki að minnka frekar en í sjálfum samfélögunum. Gott tips með Tiger Woods.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.3.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband