Íslenskir aðkomumenn l
13.3.2008 | 08:58
Mörg okkar hafa verið aðkomumenn í litlum þorpum á landsbyggðinni eða í sveitasamfélagi og fundið það á eigin skinni að maður er ekki sjálfkrafa tekinn gildur. Mér var einusinni sagt að það tæki fimm ár að komast sæmilega í náðina í íslensku þorpssamfélagi og önnur fimm að verða fullgildur verði maður það nokkurn tíma. Sum þorpssamfélög á Íslandi telja það sér meira að segja til tekna, þó framsett sé í gríni, að aðkomumenn verði aldrei fullgildir. Að baki liggur að það sé of sérstakt að vera fæddur í þorpinu til þess að nokkur aðkomumaður sé þess verður að vera algjörlega tekinn gildur.
Þetta þekkjum við. Í fámenni þorpsins dylst ekki uppruninn. Allir vita uppruna manns. Ekki í neinni af höfuðættunum. Aðkominn. Í stærri samfélögum eins og í Reykjavík ber ekki á þessu. Þar eru flestir aðkomumenn hvort sem er. Auk þess sem samfélagið er of stórt til þess að fólk hafi svona hluti á hreinu.
Gangi einhver um og gorti sig af því að vera fæddur við Laugarveginn er hann einaldlega alit inn ágætur en einkennilegur.
Íslenskir aðkomumenn hafa vitaskuld alltaf verið beittir misrétti. Er það ekki annars? Þeir sem eru ,,skyldir fá betri störf í frystihúsinu. Maki útgerðarmannsins fær starfið á póstinum. En þetta misrétti hefur alltaf verið meira og minna viðurkennt.. Þetta er jú okkar þorp. Þorpið er eins og fjölskyldufyrirtæki. En auðvitað veit ég ekkert um þetta. Hef aldrei séð þetta rannsakað. Gamla íslenska misréttið er svo inngróið (senilega) að það hefur ekki verið skoðað.
Málið verður vitaskuld flóknara þegar aðrir þættir blandast inn í svo sem annað óskiljanlegt tungumál, annar hörundslitur, ókunnuleg trú og ,,einkennilegir siðir. Þá byrjar kórinn: ,,Við breytum engu hér.
Meira um það síðar.
Þetta þekkjum við. Í fámenni þorpsins dylst ekki uppruninn. Allir vita uppruna manns. Ekki í neinni af höfuðættunum. Aðkominn. Í stærri samfélögum eins og í Reykjavík ber ekki á þessu. Þar eru flestir aðkomumenn hvort sem er. Auk þess sem samfélagið er of stórt til þess að fólk hafi svona hluti á hreinu.
Gangi einhver um og gorti sig af því að vera fæddur við Laugarveginn er hann einaldlega alit inn ágætur en einkennilegur.
Íslenskir aðkomumenn hafa vitaskuld alltaf verið beittir misrétti. Er það ekki annars? Þeir sem eru ,,skyldir fá betri störf í frystihúsinu. Maki útgerðarmannsins fær starfið á póstinum. En þetta misrétti hefur alltaf verið meira og minna viðurkennt.. Þetta er jú okkar þorp. Þorpið er eins og fjölskyldufyrirtæki. En auðvitað veit ég ekkert um þetta. Hef aldrei séð þetta rannsakað. Gamla íslenska misréttið er svo inngróið (senilega) að það hefur ekki verið skoðað.
Málið verður vitaskuld flóknara þegar aðrir þættir blandast inn í svo sem annað óskiljanlegt tungumál, annar hörundslitur, ókunnuleg trú og ,,einkennilegir siðir. Þá byrjar kórinn: ,,Við breytum engu hér.
Meira um það síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fáskrúðsfjörður um aðkomufólk: AKP - Hafnarfjörður um aðkomufólk: AA
Læt aðra um að botna þetta og útskýra hvað við er átt.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:33
Ég hlakka til að sjá framhaldið hjá þér, en bendi á hugleiðingar sem ég setti inn á mína síðu áðan. Ég mun líka halda umræðunni áfram!
Skúli Freyr Br., 13.3.2008 kl. 20:38
Aðkomufólk? Já, eiginlega,hvað fólk er það? Eftir 30 ára útivist flutti ég aftur á skerið. Settist að í henni Vík. Litið á mann sem landráðamann! Hann fór, sveik, á ekkert með að koma aftur og trufla okkur. Burt! Einmitt. ÉG flyt aftur út eftir 7 ára dvöl hérna sem meiri útlendingur en nokkru sinni erlendis. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:04
Pabbi minn var Reykvíkingur,- ólst þar upp amk. en sagði sig alltaf Húnvetning !! Ekki veit ég við hvaða stað börnin mín telja sig !! En ég er auðvitað Fáskrúðsfirðingur.........alltaf ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.3.2008 kl. 22:15
Ég tilheyri Tröllatunguætt og eftir að hafa lesið 5 bækur um þessa stóru ætt, flutti ég frá Íslandi. Þegar ég komst að því hverjir voru skyldir mér, og fékk ég áfall sem...nei nei..ég er bara að djóka...
Enn í alvöru, þá er þetta fróðlegt umræðuefni um þá staðreynd sem er ekki bara á Íslandi, heldur öllum Norðurlöndum í smáþorpum. Faðir minn var bóndi á Vestfjörðum og Móðir mín að Norðan. Það vildi svo til að ég fæddist í Reykjavík og fór einhvertíma í Króksfjarðanes sem var nú eina kaupfélagið í þeirri sveit sem faðir minn átti jörð og var bóndi.
En þar sem ég hafði fæðst í Reykjavík og var í sveit mörg ár, var ég AÐKOMUFYRIRBÆRI frá Reykjavík alltaf og minntur á það reglulega af bæði fullorðnum og börnum í þessum pínulitla bæ!
Fólk frá Reykjavík var talið annars flokks fólk og ekki í sama "virðingastiga" og fólkið sem sumt hvert GORTAÐI sig af því að hafa aldrei komið til Reykjavíkur. Ég man sérstaklega eftir einni fullorðinni konu sem vann í sláturhúsinu þarna, sem vildi fá athygli eða einhverja sérstöðu, bara vegna þess að hún hafði ALDREI stigið fæti sínum á höfuðborgarsvæðið! Hún var greinilega yfir marga hafin á staðnum samkv. hennar eigin skoðun á sjálfri sér, vegna þessa!
Þetta er að vísu fyrir 43 árum síðan, en það lifir í gömlum glæðum held ég. þetta hafði alla vega þau áhrif á mig að ég fer aldrei út á land nema ég ætti þangað eitthvað sérstakt erindi. Enda voru bílar merktir með R - númeri litnir hornauga alveg sama hvert maður kom.
Eiginlega furðulegt að hugsa um þetta svona eftirá..hef búið í smábæ í Norður Svíþjóð í mörg ár, en þar voru svo mikið af útlendingum í öllum litum og af svo mörgum þjóðernum, að ég naut ákveðinna sérréttinda fyrir það eitt að vera Norðurlandabúi.
En ég var samt aðkomumaður og ekki EKTA heimamaður, það fann ég alltaf, þó þessi áhrif hafi ekki verið jafnsterk og ég hef fundið fyrir á Íslenskum smábæjum. Áhugavert og fróðlegt efni sem þú tekur upp þarna Baldur! takk fyrir góðan pistil!
Ps. Bumba hér að ofan er að lýsa nákvæmlega minni tillfinningu eftir 20 ára búsetu í ólíkum löndum. Nú er ég ekki bara aðkomumaður út til sveita, heldur útlendingur í Reykjavík! það er vond tilfinning að eiga hvergi heima, tilfinningalega séð....
Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 08:09
Ég er fædd og uppalin í Súðavík, þaðan var móðir mín en pabbi minn var Fljótamaður.
Ákveðin fjölskylda lét okkur systurnar alltaf heyra það að hann væri ekki innfæddur.,
En sjálfur var hann í hjarta sínu alltaf Fljótamaður,þó hann vildi hvergi annarstaðar vera er í Súðavík og var stoltur af því að búa þar.
Og hvergi vildi hann hvílast annars staðar. Hann var orðinn Súðvíkingur.
Svanfríður G.Gisladóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.