Á harðaspretti frá framtíðinni!

Höfuð átakamál okkar tíma er spurningin um Ísland og ESB. Sterk rök eru borin fram um það að hagur alls almennings myndi vænkast við inngöngu.  Jafnvel við það eitt að sækja um aðild. Andmælendur bregða fyrir sig þjóðernissinnuðum rökum.  Varla opnar maður orðið svo blað eða bloggsíðu að ekki sé tekist á um þetta mál. Varla er talað um annað í Silfri Egils.

 Ríkisstjórn var hins vegar mynduð sem hefur það á stefnuskrá sinni að vera ekki um þetta mál. Nefnd var skipuð um málið  sem ekki hefur verið kölluð saman í níu mánuði. Vandamál hrannast upp vegna þess að málið er ekki á dagskrá.

 Framtíðarskipan stærstu byggðar landsins Reykjavíkur hvílir öll á því hvort að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki.  Varla er hægt að bera upp þá spurningu í Reykjavík að svarið velti ekki svarinu við flugvallarspurningunni.

 Meirihluti var hins vegar nýlega myndaður í Reykjavík  utan um það meginstef að ekki megi taka neins konar ákvörðun í flugvallarmálinu á kjörtímabilinu.  Og nú hrannast upp spurningar sem ekki er hægt að svara af neinu viti.

Menn eru á harðaspretti frá framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Andmælendur bregða fyrir sig þjóðernissinnuðum rökum".

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á að Ísland hefði betri tækifæri til viðskipta við umheiminn utan ESB?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á efnahagsvandræði Íra og úrræðaleysi þarlendra stjórnvalda vegna ESB aðildar?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á að ESB stenst ekki eigin lýðræðiskröfur? Eða þá að benda á að endurskoðendur sambandsins neita að skrifa undir reikninga þess ár eftir ár?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á að Ísland fengi ekki aðild að myntbandalaginu sjálfkrafa við inngöngu í ESB heldur þyrftum við fyrst að leysa vandamálin sem sumir þykjast ætla að leysa með Evru?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á að upptaka verðkröfukrónu eða annars gjaldmiðils eru mun einfaldari ráðstafanir í gjaldeyrismálunum heldur en (óvís) innganga í myntbandalagið og líklega hentugri líka?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á samkepnishæfni sambandsins í heild fer versnandi ár frá ári og að öll viðleitni sambandsins til þess að breyta þessu hefur reynst árangurslaus?

Eru það þjóðernissinnuð rök að benda á það eina sem við höfum upp úr aðild, efnahagslega, er að fá dálítið skárra landbúnaðarakerfi í skiptum fyrir (ennþá) verra fiskveiðistjórnunarkerfi og mögulega aðild að myntbandalaginu einhvern tímann í framtíðinni?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:52

2 identicon

Svarið er.......JÁ.

petur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru einkum tvær tegundir af mótrökum. Önnur er sú sem að gengur út á þjóðerni og að við munum tapa sjálfstæði okkar með aðild. En ef við ætlum að taka tillit til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi fiskveiðistjórn þá er augljóst að við töpuðum sjálfstæði með inngöngunni í SÞ árið 1946. Snýst spurningin frekar um að gangast undir alþjóðleg viðmið í samskiptum þjóða frekar en að meginmálið sé að við afsölum okkar sjálfstæði undir erlent vald?

Hin tegundin af rökum eða er betra að nefna það hræðslu áróður að draga upp mynd af ESB sem skrímsli sem að er ósveigjanlegt og að við munum ekki hafa nein áhrif á stefnu þess. Hans beytir þessum rökum, að ESB sé morkið og meingallað bákn sem sé staðnað og spillt. Hagur okkar og margvísleg tækifæri hafa hinsvegar verið nátengd samningnum um EES. Þegar Íslendingar dæma ESB er eðlilelegt að þeir miði fyrst og fremst við reynsluna af EES samningnum. Hún er mjög góð, margvísleg jákvæð lagasetning sem tryggir réttarstöðu almennings, jákvæð samskipti við ESB og margvísleg tækifæri opnast tengd menntun og viðskiptum. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.3.2008 kl. 00:49

4 identicon

Það er eðlismunur á því annarsvegar að gera súper-fríverslunarsamning við ríkjasamband/sambandsríki og hinsvegar að ganga inn í viðkomandi ríkjasamband/sambandsríki. EES gefur okkur enga vísbendingu um það hvernig það verður að búa við fiskveiði- landbúnaðar eða tollastefnu ESB.

Annars gleymir Gunnlaugur þriðju tegund röksemda gegn ESB; Við höfum ekkert upp úr inngöngu sem við höfum ekki núna.

E.s. til Gunnlaugs: ESB er fjölþjóðastofnun, ekki alþjóðastofnun. Heimurinn er stærri en Evrópa.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband