Jótlandsheiðar?
18.3.2008 | 08:55
Gamalt fólk sem flytur suðreftir fer af lyfjum skv. orðum fyrrverandi landbúnaðarráð-herra. Fær heilsu og lífsþrótt. Það hefði þá verið rétt að flytja okkur á Jótlandsheiðar eftir allt saman. Búseta hér er skv. Guðna, sé rétt eftir honum haft, helst fyrir ungt og hraust fólk, a.m.k. ekki fyrir mjög gamla. Sama hvort þetta er vegna sólarleysis eða hás matvælaverðs er ástæða til að staldra við þessi orð formanns Framsóknarflokksins!
Guðni á Kanarí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að fólk ætti að flytja sig á Jótlandsheiðar en ekki útaf sólarleysi eða matvælaverði, heldur útaf Framsóknarflokknum!
Gulli litli, 18.3.2008 kl. 12:47
Á mynd sem er með myndinni þá er óhollustudrukkur á borðum. Keypti Guðni flug bara aðra leiðina? En gaman.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:27
Sú fyndni sem Gísla finnst góð: "En gaman", er ekki sú fyndni sem hlegið er að á Jótlandsheiðum en er e.t.v. dæmigerð íslensk fyndni. Á heiðarnar fluttu Danir sjálfir og árangurinn blasir við. Kímnigáfa Jótlandsheiða er ekki kaldhæðni. Gæti best trúað að þar kynnu menn vel að meta kímnigáfu Guðna.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.