Orðræða stjórnmálanna skiptir sköpum!

Alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti 21. mars ber upp á föstudaginn langa. Settur á þennnan dag vegna þess að þann dag árið 1960 skaut lögreglan í Sharpenville í Suður Afríku til bana 69 manneskjur, sem tóku þátt  í friðsömum mótmælum gegn lögum um aðskilnað kynþátta.

Þessir atburðir leiddu til sáttmála Samneinuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti.

Á þessum degi senda stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Evrópubandalagsins og Evrópuráðsins, sem berjast gegn kynþáttamismunun og kynþáttafordómum frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnmálaflokka að berjast gegn kynþáttafordómum.  Með orðum  Nelsons Mandela sem hét á stjórnmálaleiðtoga að stuðla að ,,samfélagi sem mannkyn geti verið hreykið af”eru þeir hvattir til þess að láta til sín taka.

 Bent er á að viðhorf í einu samfélagi til minnihlutahópa, til menningu annarra, trúar annarra, viðhorf til innflytjenda og til sambúðar ólíkra hópa ráðist að verulegu leyti af tungutaki stjórnmálamanna.  Með því að fordæma kynþáttafordóma, hvort sem þeir birtast í orðum eða gjörðum geti stjórnmálamenn stuðlað að gagnkvæmri virðingu fólks á milli og skilningi.

 Orðræða sem ber keim af kynþáttafordómum er því miður ekki lengur einskorðuð við öfgaflokka heldur gætir einnig innnan meginflokka. Hætta ert á að slík orðræða verði smám saman viðurkenndari og viðurkenndari með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Nánar á http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/1-ECRI/5-Current_events/50-eng_18_03_2008.asp#TopOfPage

 Til er sáttmáli evrópska flokka gegn kynþáttamisrétti og kynþáttafordómum.

Að minni bestu vitund hefur Samfylkingin einn íslenskra flokka skrifað upp á þennan sáttmála. Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fleirri flokkar gerðu það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Linkurinn http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/1-ECRI/5-Current_events/50-eng_18_03_2008.asp#TopOfPage er ekki virkur vegna þess að þú settir ekki stafabil á eftir honum (algengur verknaður) en sem sagt hér er hann virkur og mikið rétt í þínum skrifum. kv (úr komandi páskasól) gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Baldur.

Það getur varla verið að Samfylking hafi fylgt þessum sáttmála varðandi það atriði að ráðast að flokkum eins og Frjálslynda flokknum fyrir umræðu um málefni fólks að erlendu bergi brotnu hér á landi einni og sér.

Svo vill nefnilega til að Umræða eyðir fordómum, en þöggun gerir það ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband