Kína! Sendum bara íþróttafólk - enga ráðherra!
25.3.2008 | 14:42
Björgvin Valur er með þeim allra skástu á Eyjan.is. Nýlega ritar hann:
Hvað er svona sérstakt við íþróttir; hvers vegna á alltaf að halda þeim utan alls sem gerist í heiminum? Af hverju rís fólk alltaf upp í heilagri vandlætingu, þegar talað er um að nýta Olympíuleikana til að vekja athygli á kúgun og ofbeldi?
Þegar böðlum er leyft að nota Olympíuleikana sér til framdráttar, er ekki lengur um hreinan sportviðburð að ræða, heldur er sett í gang pólitísk áróðursmaskína stjórnvalda viðkomandi lands, og þá er alveg sjálfsagt að gera ýmislegt til að trufla það.
Íþróttir eru ekkert merkilegra fyrirbæri en listir, menning, viðskipti eða annað friðsamlegt athæfi sem fólk og samfélög taka sér fyrir hendur. Mótmælum öll mannréttindabrotum Kínverja og annarra, hvar og hvenær sem við getum.
Þarna er ég sammála Birni Val. Nú verður það hins vegar aldrei svo að við sniðgöngum leikana. Næstum því allir virðast á því að alvöru megi ekki blanda saman við leiki. Alvöru hlutum megi ekki blanda saman við óalvöru hluti. Íþróttir sameini og bæti, stuðli að kynnum o.s.frv. Allt í lagi, einföld og létt afstaða. En hvers vegan ekki að sniðganga Olympíuleikana með því að senda ekkert háttsett fólk á opnunarsýninguna. Þar með gætum veið komið vissum skilaboðum til skila án þess að skemma keppnina í langstökki og kringlukasti.
Sendir ekki alltaf eitthvað háttsett fólk sig á opnunarhátíðina??
Eftirmáli: það hafa hvort sem er allir sem eitthvað eiga undir sér ferðast til Kína. Það hlýtur að vera þreytandi að fara þetta aftur og aftur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.