Upprisa krónunnar ekki ávísun á eilíft líf!
25.3.2008 | 18:36
Fór vel á því að krónan skyldi upp rísa á Páskum eftri að hafa verið í hel stödd littlu áður. Samt er hæpið að reikna með eilífu lífi henni til handa. Gamanlaust. Páskahátíðin minnir okkur á upprisu Krists. Hún má einnig minna okkur á það að ekki rísa allir sem falla upp. Ekki fara allir hlutir vel. Hver og ein ferð er ekki til fjár. Lífshlaup allt er ekki gæfuríkt. Samt er eina ráðið að finna djúpa merkingu í óförum og falli. Og það dugar svo ekki annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram. Geti menn haldið áfram Það geta því miður ekki allir. Það rísa ekki allir upp. Nema þá í óeiginlegri merkingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi upprisa Baldur og jafnvel þó eitthvað framhald verði á, er auðvitað engin varanleg lausn á vandræðum flotkrónu, það geta allir séð. Nú fara vextir áfram upp þann 10. apríl og svo framvegis, aldeilis galið rugl.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 18:47
Þar sem ég sit á bloggrúnti mínum,- ómar í eyrum mínum...ég kveiki einu kerti á... o.s.frv. þar sem dóttir mín syngur hástöfum,- hún hefur lært vel af skírnarpresti sínum.........eða hvað?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.3.2008 kl. 20:18
Djúpur Baldur. Geturðu ekki leitt okkur úr "efnahagskreppunni" með trúarhugtökum eins og garðyrkjuhugtökin voru notuð af Sellers í Being There. "Ater a long winter, there comes a spring ... ".
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 21:26
Heldurðu að það hafi verið dómsdagstilfinning sem leiddi til að ég ákvað að færa vinkonu minni Leitinni að tilgangi lífsins eftir Victor Frankl og að gjöf um páskana? En af því að það er að koma vor (eða því ætla ég að trúa, þó það snjói) líst mér vel á Sellers hugmyndafræðina, líka í efnahagslífið.
Kristín Dýrfjörð, 26.3.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.