Að lækna þá sem þegar lifa!?

Nú erum við fyrst að fá alvöru umræðu um það hvort að leyfa skuli framleiðslu á fósturvísum eða fóstrum á frumstigi í þeim tilgangi að rækta líffæri, vefi og annað slíkt sem mætti nota til þess að lækna þá sem þegar lifa og eru veikir t.d. parkinsonssjúklinga, hjartasjúklinga, veik börn.

 Varðandi síðasta tilfellið er um það að ræða að búa hreinlega til varamann, fóstur af sama merg og það sem þegar lifir.

 Það mun vera hægt að fara ýmsar leiðir í þessu t.d. að búa til fósturbastarða með því að víxla saman frumum manna og dýra og rækta svo. Allt er hægt.

 Má þetta? Sennilega ekki rétta spurningin.  Þetta verður. Löngun mannsins til þess að lækna verður öllu öðru yfirsterkari.  Það skynja a.m.k. þeir sem hafa einhverja lífsreynslu.  Spurningin er hvernig? Vildir þú hafa orðið varalíffærabanki?  Svarið er já, svo fremi sem mér hefði verið haldið á stigi sem ég vissi ekki af mér, þ.e.a.s án vitundar. Þá hefði ekki orðið um mig að ræða.  Bastarður með mannshaus og fuglsbúk og  meðvitund í varhlutageymslu? Síður.  Það er sennilega ótti við þessa framtíðarsýn sem fær menn til að rísa upp á afturfæturna og mótmæla.

 En vísindin efla alla dáð. Það verður að leyfa rannsóknir á þessu sviði með eins ábyrgum hætti og hugsast getur. Ef á þetta verður lokað brýst framleiðsla á fóturvísum bara út með óábyrgum hætti í einkastofum út um hvippinn og hvappinn.

 Fólk sem beitir fyrir sig trúarbrögðum nær ekkert að stöðva þessa þróun frekar en aðra.  Nær væri því að reyna að hafa hönd í bagga og stuðla með því að ábyrgum lausnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður vinkill Baldur. Þú telst til frjálslyndra presta en hefur þetta verið rætt innan þjóðkirkjunnar? Fengju skoðanir þínir byr á kirkjuþingi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! þakka þér fyrir að lesa. Hef ekki tekið þátt í umræðu um þetta innan kirkju ekki nákvæmlega þetta. Siðferðilegar spurningar um ,,valdsvið" mannsins koma þar þó oft fram og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Ég held að kirkjan hafi ekkert samþykkt í þessum efnum.kv. B

Baldur Kristjánsson, 26.3.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mælir af skynsemi og hófsemi eins og fyrri daginn séra minn.....við gætum margir tekið þig til fyrirmyndar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 13:36

4 identicon

Varla viljum við undirheimasýsl í þessum málum frekar en öðrum, allt uppi á borð segi ég.
Ég tel líka að kirkjunni komi þessi mál ekki við per se.

En hvað segir þú annars um að trúarbrögð séu misheppnuð vísindi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband