Útigangsmenn/útigangshross!

Í fréttatímum er klifað á því að útigangsmenn hreiðri um sig í yfirgefnum húsum og gámum. Áhersla  frétta er á húsin. Okkur virðist ekki koma neitt við hverjir þessir útigangsmenn eru. Við erum þó frædd á því að þeir geri þarfir sínar í horn og gólf. Í einum fréttatímanum var auk þess talað um að tilteknir útigangsmenn kæmu í leigubíl í gáminn á kvöldin. Það var raunar skrítin athugasemd.

 Ég spyr:  Hvaða fólk er þetta?  Er sjálfsagt mál að hér sé útigangsfólk? Er þetta fólk sem við hin höfum yfirgefið? Er þetta fólk sem er kvalið af fíkn? Er þetta kannski geðfatlað fólk? Við tölum um þetta fólk sem einhvern lýð, nafnlausan lýð, eins og útigangshross. Útigangshrossum er þó gefið.  Er þessu fólki gefið? Ekki er annað að heyra en að töluvert sé af fólki sem er flokkað sem útigangsfólk?

 Er þetta vitnisburður um okkur sjálf. Áhugi okkar liggur í verðmætum eins og húsum. Við þvælum um útigangsfólk eins og við séum að tala um pönnukökur. Verðmæti útigangsfólks er ekki mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég vildi ég gæti bætt einhverju við þetta. Einhverri tillögu. Einhverri von. Kær kveðja.

María Kristjánsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:58

2 identicon

Fúnar spýtur eru forgangsmál framyfir fólk, við spanderum hundruðum milljóna í ónýta forljóta slumm kofa en dissum fólkið sem þarf á hjálp að halda.
Welcome to Lalaland

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:54

3 identicon

 Sæll Baldur.

 Staða heimilislausra. Hún er slæm. Hún er ekki líðandi.

Þeir sem halda skepnur og láta þær ganga úti ufir vetrartímann, verða að hlíða reglum og eiga að vernda dýrin og fóðra. Svo mikils er líf skepnanna metið að engum líðst að vanhirða þær.

En hvað um mannfólkið sem hefur lent út af hinum gullna meðalvegi. Hvaða reglur eru til um að þeirra húsbændur sinni þeim.

Þær eru fáar. og litlar um það hver eigi að sinna þeim.

Þjóðfélag sem hefur átt bágt af auði og fjárstreymi hlítur að geta sinnt fólki sem hírist í gámum og húsum að hruni komnum á þann hátt að skömminni létti af yfirvöldum. Hver sem þau eru.

Njörður Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband