Til hvers eru hægri menn. Gera þeir ekkert gagn?

Í grein minni um Framsóknarflokkinn undir yfirskyni bókadóms í síðasta tölublaði Herðubreiðar kemur þessi að mínu viti klassíska skilgreining á  hægri og vinstri.  Stefán Snævarr prófessor véfengir hana aldeilis á vefsíðu sinni http://blogg.visir.is/stebbivaldi/ telur reynsluna sína annað en að atvinnulíf eflist undir stjórn hægri manna og nefnir dæmi frá Bandaríkjum Ronalds Regans, Brasilíu  og Nýja Sjálandi máli sínu til stuðnings. Ég spyr á móti.  Til hvers eru þá hægri menn? Gera þeir ekkert gagn? Hér á eftir kemur skilgreining mín sem svona óvart flakkaði inn í þessa grein mína.

,,Þeir sem eru til hægri í pólitík vilja gera sem mest úr frelsi einstaklingins, að hann fái sem mest svigrúm til þess að skapa auð og ráða lífi sínu og taka ábyrgð á því, almannaþjónusta á að vera ódýr, hagkvæm, skattar því lágir. Ríkisvald er eftir þessu í lágmarki. Færa má rök að því að þetta frelsi verði til þess að menn græði meiri peninga – að meiri peningar verði til í heildina – en þeim verði (mjög) ójafnt skipt. Reynslan staðfestir þetta.”

,,Vinstri menn leggja meira upp úr atvinnu handa öllum og velferð – því að öllum séu tryggð sæmileg kjör, almannaþjónusta sé góð. Svigrúm einstaklinganna takmarkist við almannaheill. Skattar hafa tilhneigingu til að vera hærri, ríkisvald öflugra. Færa má rök að því að heildarkakan verði minni en jöfnuður meiri. Í einu samfélagi er það hollt að þessi andstæðu öfl skiptist á um að stjórna. Á stjórnartíma hægri manna eflist atvinnulíf en ójöfnuður eykst. Vinstri menn, þegar þeir komast að, koma lagi á sjúkrahús og skólakerfi, auka jöfnuð. Jöfnuður er beinlínis markmið vinstri manna. Frelsi einstaklingsins til athafna markmið hægri manna.”

 Ég get svo verið sammála Stefáni um að frjálslynd jafnaðarstefna sameini hvortveggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nú er ég sammála Stefáni, nema mér finnst orðasambandið "frjálslynd jafnaðarstefna" merkingarlaust eða eigum við segja ekki nógu vel skilgreint.

María Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 09:45

2 identicon

"Frjálslynd jafnaðarstefna" ? Væri það ekki að aka vinstra megin í hægri umferð? Íslendingar mjög frjálslyndir í umferðinni - svo mikið er víst.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband