Farsímar: Hættulegri en haldið var!
30.3.2008 | 10:02
Nú eru að koma fram vísbendingar um að farsímar orsaki heilaæxli. Tilfellin eru ekki komin fram vegna þess að þau eru tíu ár að þróast í heilum manna.Vísindamenn telja að farsímageislun eigi eftir að drepa fleirri en reykingar og asbest. Allir sem mér þykir vænt um eru hér með beðnir um að stilla farsímanotkun í hóf eins og kostur er. Sjálfur er ég hættur að bera þá upp að eyranum en nota hátalarann. Ég ætla að reyna að deyja úr öðru. Grein um þetta er í Independent í dag. http://www.independent.co.uk/life-style/health-and-wellbeing/health-news/mobile-phones-more-dangerous-than-smoking-802602.html
Annar hver keyrandi maður er að blaðra í farsíma. Það er ólöglegt. Það er leyfilegt að nota handfrjálsan búnað við akstur þó það sé hættulegra að dómi vísindamanna. Stundum eru Alþingismenn furðulega vit-lausir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
margt sem við tökum sem gefið að sé í lagi (við treystum "sérfræðingum" og "verndarstofnunum") er alls ekki í lagi, eða amk hefur ekkert verið skoðað með gagnrýnum augum.
Rannsóknir þarf að kosta, og það eru oftast hagsmunaaðilar sem kosta rannsóknirnar, þeir kaupa þær beinlínis með beinum og óbeinum hætti, svo sem non-disclosure statements, eða skömmtun á rannsóknarfé til háskóla miðað við "árangur" - þá er árangur mældur sem hagstæðar niðurstöður.
molta, 30.3.2008 kl. 10:57
Eigum við ekki bara að banna notkun á ljósaperum? þær eru sennilega hættulegri en símarnir.
Einar Þór Strand, 30.3.2008 kl. 15:15
Séra Baldur segir að
síminn hættulegi.
Alla drepi og eftir það
engir fari um vegi.
Þessi kom bara svona fljúgandi til mín. Ekkert merkileg og auðvitað er ekki hlæjandi að þessu.
Sæmundur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 00:31
Mig skal ekki undra að fólk sem trúir á himnadrauginn skuli trúa á þetta þokubull sem sett er fram í þessari grein. Munurinn er sá að þetta bull var skrifað nýlega, meðan biblían var skrifuð á tímum þegar fólk var almennt illa upplýst.
Það kemur hvergi fram í þessari grein hvaða aðferð var notuð við rannsóknirnar, eða hverjar niðurstöðurnar voru nákvæmlega. Þetta er jafn marklaust og skeinipappír.
Sigurjón, 1.4.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.