Samklippa af óhróðri!
1.4.2008 | 08:16
Það er lenska meðal íslenskra ,,gáfumanna að mikla sig af ,,þroskaðri afstöðu sinni til málfrelsis.Það eitt er málfrelsi sem er óheft. Þá er maður fyrst málfrjáls að hann megi átölulaust leita eftir því sem særi aðra og láti það vaða. Önnur nálgun kallast að láta undan einhverju sem ekki er ,,ég og er slegin út af borðinu með því að æpa upp að vegið sé að málfrelsi. Þá er fyrst málfrelsi þegar kjaftháttur, grín, skop, óhróður hefur haldið inn í öll svið mannlegrar tilveru án vægðar án tillitssemi.
Eyjarskeggjum mörgum sem ólust upp við einsleitni er vorkunn. Þeir eru eins og kálfar að vori. Láta eins og málfrelsi sé nýtt íslenskt/danskt fyrirbrigði. Önnur hugtök eins og ,,virðing ,,tillitssemi ,,trúartilfinningar ,,nærgætni eru með hrokafullum gorgeir hlegin út af borðinu. Málfrelsi án afsláttar heitir það. Allt má, allt skal.
Skynsamir draga mörk sín eigin máls við það sem særir ekki aðra eða dregur líf þeirra niður á einhvern hátt. Draga hring í sandinn. Samfélög gera þetta líka, evrópsk samfélög. Þau gera það refsivert að níða hópa manna á grundvelli uppruna, litarháttar trúar og þess vegna fleirri atriða. Rökin eru þau að slíkur kjaftháttur sem oftast er settur fram af einstaklingum sem hafa yfirhöndina leiði til msiréttis, ofbeldis og yfirgangs, vegna óheilbrigðra staðalímyndina um fólk. Þessi samfélög eiga sér sögu og hafa af henni lært.
Þessi texti min er auðvitað til kominn vegna hinnar ómerkilegu hollensku stuttmyndar eftir Geert Wilders sem er ekkert annað en samklippa af óhróðri. Enginn efast um að Evrópuráðið sé einn af útvörðum og málsvörum málfrelsis í veröldinni. Læt ég fylgja hérna yfirlýsingu Evrópuráðsins um þessa mynd. Þessari nálgun er ekki nægilega á lofti haldið hér á landi. Í fjölmiðlum er upphlaupum hvers konar gerð ágætis skil eðli málsins samkvæmt- þannig að oft mætti halda að allt væri á hverfanda hveli í Evrópu. En svo er alls ekki.
Strasbourg, 28.03.2008, The film by the Dutch politician Geert Wilders is a distasteful manipulation which exploits ignorance, prejudice and fear. It is simply political propaganda and it plays into the hands of extremists who are given such a prominent role in his film. The film will upset the great majority of people of Islamic faith in Europe who reject violence and accept our common values.
As the Secretary General and the Deputy Secretary General of the Council of Europe, which is the guardian of the European Convention on Human Rights, we defend freedom of expression, but in this case we do so with disappointment and concern. It is a sad day for European democracy when the most fundamental principles on which it has been built are used to promulgate intolerant and deeply offensive stereotypes.
The vast majority of people in Europe, in all communities and of all faiths or no faith, believe in dialogue, mutual respect and European values. We call on all our fellow Europeans to join us in rejecting this offensive and distorted image of Islam.
Vefslóð: https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=1267151&Site=DC&BackColorInternet=F5CA75&BackColorIntranet=F5CA75&BackColorLogged=A9BACE
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var ekkert að þessari mynd, ekki láta umburðarlyndi þitt fella frelsi þitt, kærleikur án skynsemi er ekki kærleikur
Dont kill the messenger
P.S. Þessir sömu menn sem þú er að styðja hafna því að hafa þínar kirkjur hjá sér OG þú styður þá... er það ekki weird, þú styður þá líka heiðursmorð?
DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:07
"Það var ekkert að þessari mynd" segir bróðir minn í nafn- og trúleysinu DoctorE. Það sem var að þessari mynd var ósköp einfalt, hún heldur því fram að múslimar séu hryðjuverkamenn, eða að minnsta kosti fylgjandi hryðjuverkum, að þeir ætli að leggja undir sig Evrópu, að þeir séu á móti frelsi og lýðræði, og að meginboðskapur Kóransins sé ofbeldi. Myndin hefur ekki þor til að segja þetta berum orðum, en gerir það með því að klippa saman myndir af hryðjuverkum, tölum um fjölda múslima í Evrópu, rugli í öfgafullum klerkum og fáeinum tilvitnunum í Kóraninn. Boðskapur "FItna" er lygi, sem er ætlað að ala á hatri og ótta gagnvart múslimum. Það er því heilmikið að þessari mynd. Og DoctorE, hverjir eru "þessir sömu menn" sem þú telur Baldur styðja (og þar með styðja heiðursmorð...)?
Svartagall, 1.4.2008 kl. 13:38
Sæll Baldur og takk fyrir pistlana þína. Mig langar til að kanna hvort einhver sem les bloggið þitt viti hvar Fjölskylduhjálp Íslands getur keypt góðar kartöflur og láti þá vita í síma 892-9603.
Með góðri kveðju til þín.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.4.2008 kl. 13:41
Salbjörg! Hjá flestum vestrænum þjóðum eru ,,hatursræður" refsiverðar. Í Noregi hefur á undanförnum misserum verið tekist á um mörk málfrelsis og dómar fallið þeim í vil sem hatrið bitnaði á. Í Pistli mínum er ég reyndar einkum að fjalla um þá sem stöðugt þurfa að láta reyna á þolrif málfrelsins og skeyta þá engu um aðra. Bið hvergi um bönn. Takk fyrir álitið. kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 13:51
Þakka fínan pistil Salvör! kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 18:17
Bið forláts. Maður er sísyfjaður. kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 19:31
Það sem ég skil ekki í allri þessari umræðu um þessa mynd-er þessar staðhæfingar( og sumum tilfellum eldmessur trúlausra)um að einhver hafi verið að krefjast þess að hún væri bönnuð. ´Eg man ekki eftir að hafa séð það - en það kann náttúrulega að vera að það hafi farið fram hjá mér. Takk Baldur.
María Kristjánsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:27
Nafni mælir vel og málefnalega eins og búast má við af honum og vatíkaninu (elsta og voldugasta stjórnunarafli heimsins). Kona Múhameðs var kristin. Ég held að vatíkanið hafi í raun stofnað múhameðstrúna á sínum tíma til þess ekki síst að berjast gegn austrænu rétttrúanaðarkirkjunni. Eins og svo margt annað hefur þetta snúist um pólaríseringu, stjórn með því að að etja saman gagnstæðum öflum.
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 21:26
..og ég startaði henni (hér) til þess að prédika frelsi með ábyrgð, frelsi sem felur í sér virðingu fyrir öðrum o.s.frv. kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 22:06
Frelsi með ábyrgð? Hvað merkir það? Hvað er að óttast? Standist hugmyndir ekki málefnalega umræðu þá geispa þær golunni. Eða ekki.
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 22:23
Ef ég segi ykkur að ég hafi orðið var við guð þá er það bara orðrómur og ekkert annað. Ég gæti allt eins verið að selja ykkur enn eitt nígeríusvindlið. Fyrir 50 milljónir er jafnvel hugsanlegt að ég myndi búa til röksemdir fyrir atferli trúarsikópata á borð við Bush og vin hans Davíð. [just kidding].
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 22:37
Stjórnkerfið sem við búum við og mótar viðhorf okkar öðru fremur nefnist kollektívismi (heildarhyggja).
Það byggist á því að heildin hafi meiri réttindi en einstaklingarnir sem mynda heildina.
Það verður sem sagt einhvers konar vald til úr engu (þú getur ekki þreifað á skógi [heild] heldur bara á einstökum trjám). Pólítískk hugmyndafræði okkar byggist þar af leiðandi á abstraksjón (heild) sem ætti að skýra hvers vegna hún er að sigla í strand hröðum skrefum. Í guðs friði.
Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 23:53
Þetta segir nákvæmlega ekkert, salb. Eigi ég að geta frætt þig þarftu að geta sýnt fram á amk. lágmarksskilning. Lesa heima. Kveðja, Baldur F.
Baldur Fjölnisson, 2.4.2008 kl. 00:53
Ég hef afskaplega "þroskað "..viðhorf!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2008 kl. 02:51
Ok þið segið Fitna áróður, hvað er þetta þá?
http://www.youtube.com/watch?v=9tkvlQkuWpo
DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:15
Bæti þessu við
http://www.youtube.com/watch?v=UxmBp23W6nc
DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:16
Já, þetta er nú í Palestínu. Þar hefur þróast margt eftir áratuga fangabúðir og pyntingar. Athyglisvert samt viðhorf lukkudýrsins og viðræðanda, að ástæða þess að verið sé að móðga spámanninn sé sú, að muslimar hafi ekki látið nógu vel í sér heyra og ekki svarað nógu vel fyrir sig.
Held samt að svo róttækir barnatímar hafi ekki verið reglan (ef svo væri, hefði maður örugglega frétt af því)
Einnig athyglisvert að alltaf kemur nýtt lukkudýr eftir fáeina þætti. Þá hefur það fyrra dáið píslavættisdauða o.s.frv. (eða svo segja sumir allavega)
En líka vont að skilja ekki arabísku, það mál getur alveg verið magnað og átt ýmsa túlkunarmöguleika eftir því sem manni skilst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.