Viltu verða 100 ára?
5.4.2008 | 07:54
Heilræði: Rauðvín, olivu olía, alifuglakjöt, fiskur, baunir sem sagt typiskt mataræði þeirra sem lifa í suðvestur Frakklandi. (red wine, olive oil, poultry, fish and haricots of the typical French south-western diet.) Sjá: http://www.independent.co.uk/life-style/health-and-wellbeing/health-news/want-to-see-your-100th-birthday-be-like-the-french-and-drink-red-wine-804902.html
Þetta vita nú reyndar flestir. En hvernig væri að fara eftir því. Gleði Frakka og vandamál er að um 20000 Þeirra eru nú 100 ára eða eldri á meðan aðeins 11000 slíkir supergamlingjar eru í Bretlandi. Hver vill ekki verða 100 ára?
Íslenskir karlar verða reyndar allra karla elstir tæplega áttræðir. Merkilegt er hins vegar að konur verða töluvert eldri þrátt fyrir það að þær þræla meira fyrir lægri laun!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Séra Baldur,frekar vil ég aðferðina hennar ömmu minnar í Fljótunum,en hún varð meira en 100ára.en,, frönsku " aðferðina sem þú vitnar í. Amma mín hætti að taka meðöl en fékk sér eina matskeið af ,,íslensku BRENNIVÍNI"og ekki dropa meira en það.Hún fór aðeins einu sinni á spítala um æfina og þar var hún síðustu 10dagana sem hún lifði.
Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.