Hrúturinn Hreinn, úlfar og sauðir!

Textar dagsins í Lúthersku þjóðkirkjunni, sem þið eruð flest í,  fjalla um góða hirðirinn sem er Jesú Kristur.  Góði hirðirinn gætir sauða sinna m.a. fyrir úlfunum.  Svona textum má auðveldlega snúa uppí aðvörun til unglinga að gæta sín á eiturlyfjaúlfunum.

Það eru margskonar úlfar sem við ættum að gæta okkur á . Einn er  úlfur félagslegrar íhaldssemi sem þarf síður en svo að fylgja kristindómi.  Þannig er óþarfi að hrópa úlfur úlfur hvenær sem maður sér eitthvað nýtt og framandi.  Kristinn maður má/á að taka heiminum með opnum huga.

Maður á heldur ekki að vera eins og sauður.  Jafnvel þó að hirðirinn sé góður.  Maður á að vera hugsandi og leitandi. Best er  að vera eins og hrúturinn Hreinn – hann er sjálfstæður, leitandi, uppfindingasamur, öðruvísi en hugsar þó fyrst og fremst um hag rolluhópsins sem hann tilheyrir.

Og kemur ýmsu góðu til leiðar í samstarfi við sauðahirðinn (jesúmyndin) en svona stundum hálfpartinn á bak við bóndann (guðsmyndin), sem er svolítið gamall og íhaldssamur (guð Gamla testamentisins). En samt góður inn við beinið (guð Nýja testamentisins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Heill og sæll. Mér fannst einmitt skemmtileg þessi samlíking hjá þér í predikuninni í dag. Mér var einnig hugsað hversu skemmtilegt það væri hvað þú "inni" í barnaefni sjónvarpsins. Það eru nefninlega margir góðir punktar þar. Barnabækur eru með þeim skemmtilegri bókmenntum sem maður les. Sakna þeirra frá því ég vann á leikskóla hér í den. Þessir þættir eru alveg snilld. Takk fyrir samveruna í dag. Dagurinn var fallegur.

Sigurlaug B. Gröndal, 6.4.2008 kl. 22:43

2 identicon

Minnir að það hafi verið Atlee, sem fyrirrennari hans í embætti, W. Churchill, kallaði "sauð í sauðagæru"

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Falleg var þessi hugleiðing og þau eru öll ágæt: hrúturinn Hreinn, Jesú og guð sem er náttúrlega lang best.

LKS - hvunndagshetja, 7.4.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband