Egill Helgason og sköpunarsagan!
8.4.2008 | 09:33
Leiðist hvað áhrifamesti sjónvarpsmaður eyríkisins hæðist að þeim sem benda á þær hættur sem steðja að mannkyni vegna loftslagsbreytinga sem sannanlega eru að einhverju leyti og kannski að töluverðu leyti af manna völdum. Með greinilegri afstöðu sinni (sem hann má hafa) leggur hann að mínu viti lóð á vogarskálar heimsku, fáfræði og græðgi.
Sami þáttastjórnandi, ég á við Egil Helgason, hneigist til að leggja málin þannig upp (og hann má það) að Evrópa logi í átökum milli múslima og annarra. Hampar hann hægri öfgamönnum óspart og sækir vit sitt í smiðju þeirra en ekki þess óskaplega fjölda og mikla meirihluta hófsamra manna í Evrópu sem mála hlutina öðruvísi litum sem líklegri eru til að stuðla að friði og farsæld í Evrópu.
Mér er svo sem sama. Meðan Egill fer ekki að berjast fyrir því að þróunarkenningin verði lögð af og sköpunarsaga Biblíunnar tekin upp í skólakennslu sem sannleikur um tilurð heimsins þá horfi ég á þættina hans. Hann er eftir allt saman eini Íslendingurinn sem er nokkuð eðlilegur í sjónvarpi.
(Og svo hefur hann skemmtilegar og oft á tíðum umdeildar skoðanir og þorir að láta þær í ljósi. En um það er fjallað hér að ofan).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er miður. Allir sem vilja láta taka sig alvarlega ber að sýna öllum sjónarmiðum skilning. Háðið er allt of beitt vopn í höndum þeirra sem ekki kunna sér hóf.
Annars er umhugsunarvert að meiri áhersla sé lögð á að nemendur í grunnskólum landsins læri erlend tungumál en að læra e-ð um nánasta umhverfi sitt, náttúruna og hve mikilsvert að við varðveitum hana sem best. Náttúrufræði er nánast úthýst úr grunnskólanum. Náttúrufræðin er ekki á dagskrá fyrr en nemendur hafa sáralítinn áhuga á henni, kannski engan á umhverfi sínu. Skýrir þetta kannski kæruleysi allt of margra og umhugsunarleysi?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2008 kl. 10:48
Mér finnst mikilvægt að menn rugli ekki saman hægriöfgamennsku og samstöðu með tjáningarfrelsinu. Mér finnst líka mikilvægt að menn rugli ekki saman efasemdum um sannleiksgildi "alarmista" í loftslagsmálum og því að vilja losa og menga óheft.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 11:49
Egill flýtur svoldið ofaná, held hann sé latur. Útvarpsmenn gera þetta svoldið því þeir vita að við hlustum. Ódýrt.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.4.2008 kl. 11:58
Mér finnst einkennilegt hvernig Egill kýs að fjalla um þetta mál. Alltí lagi að vera með efasemdir og horfa á hluti frá ýmsum sjóarhornum en ekki eins og hann hefur gert í Global Warming málinu (og líka reyndar í "stóra muslimamálinu" útfrá örþröngu sjónarhorni og ignora algjörlega stóru myndina.
Ennfremur er svo margt í málflutningi þeirra sem neita hlýnun og/eða að hún sé ekki af mannavöldum afar villandi og í mörgum tilfellum beinlínis rangt. Skil ekki hve margir falla fyrir að allt sé í himna lagi o.s.frv.
Einnig mætti skilja á stundum að Gore hefði fundið upp Global Warming, helst þá til að blekkja og villa um fyrir almenningi í einhverjum óljósum tilgangi.
Eina sem hann gerði var að vekja athygli á málinu með myndinni á eftirtektarverðann hátt. Undirstaðan eru vísindalegar rannsóknir og umfjöllun fjölmargra vísindamanna yfir langan tíma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2008 kl. 12:26
Mig langar bara að nefna Y2K bug...
DoctorE (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:09
"Heimsku, fáfræði og græðgi". Það munar ekki um það. Það er allt að verða vitlaust meðal alarmista á Íslandi vegna þessa þáttar Egils. Allir sem æmta og skræmta gegn Al Gore eru flokkaðir með hægriöfgamönnum og ég veit ekki hvað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2008 kl. 18:13
Græðgi er ein af dauðasyndunum sjö! kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.4.2008 kl. 18:21
Þetta er vissulega of stórt mál til að hossa því í einhverjum hrokahlátri. Verðskuldar meiri einlægni. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.4.2008 kl. 19:59
Með fullri virðingu fyrir Al Gore, þá er myndin hans uppfull af rangfærslum, stílfærslum og ýkjum. Það er mjög gott að vekja athygli á þeirri mengun sem mannkynið veldur, en það hjálpar ekki málstaðnum að snúa út úr staðreyndum. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir bara örlitla hækkun sjávarmáls, ef halda á öllum núverandi byggðum bólum áfram í byggð. Það þarf því að setja varnarvegginn þar.
Svo er gott að þeir sem tali fyrir umhverfismálum á þann hátt sem Al Gore gerir sýni gott fordæmi í verki.
Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 22:24
Er Egill ekki í rétttrúnaðarkirkjunni?
Þá er kannski ekki alveg út í hött að hann vilji á einhverjum tímapunkti kenna sköpun í stað þróunar hehehe
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:57
Í sambandi við dómsmálið í Bretlandi, þá er hægt að lesa um það hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Dimmock_v_Secretary_of_State_for_Education_and_Skills
Fáránlegt mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.