Óheppileg staður fyrir alþjóðaflugvöll!
9.4.2008 | 10:05
Í annað sinn á stuttum tíma dregst áætlunarflug til útlanda vegna umferðarteppu á Reykjanesbraut. Í fyrra sinnið voru það vörubílstjórar. Í morgun var það slys og ófærð. Þetta leiðir hugann að því hvað þessi flugvöllur er á óheppilegum stað, einhvern veginn út á enda þessa stóra lands og að honum bara einn vegur. Erlend hernaðaryfirvöld réðu þessari legu eins og þau gerðu með Reykjavíkurflugvöll. Það má segja að við séum enn að kljást við afleiðingar 20. aldar ófriðarins í Evrópu.
Alþjóðaflugvöllur íslenskur hefði verið skemmtilega miðsvæðis í landinu hér á bökkum Ölfusár. Eða þá vestur á Mýrum svo annað dæmi sé tekið.
Tafir á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sýnir m.a. enn og aftur nauðsyn þess að hraða gerð svokallaðs Suðurstrandarvegar.
Helgi Már Barðason, 9.4.2008 kl. 11:09
Lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur, myndi allavega klippa út óvissuþáttinn sem hlýst af umferðinni.
Gestur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.