Framsókn í slóð Jóns Baldvins!

Bjarni Harðarsson er í hádegisviðtali á Stöð 2.  Hann segir efnislega að smáríki eigi að vera samviska heimsins.  Þar er ég sammála honum.  Erindi smáríkja á alþjóðavettvang er að segja sannleikann.

Auðvitað eiga ráðamenn að gæta hagsmuna ríkja sinna.  Í tilfelli smáríkis gera þau það hins vegar best til langs tíma litið að tala röddu mannréttinda í heiminum. Það skapar þeim virðingu.

Jón Baldvin Hannibalsson hafði þetta að leiðarljósi.  Ísland nýtur gífurlegrar virðingar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og Króatíu vegna þess að við þorðum að standa með þessum þjóðum þegar þær lýstu yfir sjálfsstæði sínu.

Eflum þessa arfleifð.  Bæði vegna þess að þetta er rétt og svo vegna hins að í þessu felast raunverulegir hagsmunir okkar.

Og það er notalegt að sjá Framsóknarflokkinn í slóð Jóns Baldvins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Bjarni er dálítið skrítinn og skemmtilegur svona eins manns þingflokkur.....stundum...Vont að átta sig á honum svona stundum.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 15:09

2 identicon

BH aktar stundum eins og fylgisveinn Skugga-Sveins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Gísli, það er rétt og þessir fírar eru nauðsynlegir líka, þeir eru oftast óskaðlegir því þeir fá sjaldan mikil völd..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er raunar dálítið undarlegt Hlynur, hvað BH er vinsæll hjá sjónvarpsfólki í þætti. Sérstaklega vegna þess að hann virkar oftar en ekki eins og Sóley Tómasdóttir og gapir ofaní alla og heldur að hann sé á staðnum til að stjórna traffíkinni?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband