Hættuleg stefna!

Er í Osló. 25% af íbúunum er af erlendum uppruna. Osló kommúnan er að reyna marga eftirtektarverða hluti þegar kemur að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og þeirra fyrir eru.  Eitt af því er að börn innflytjenda fái ókeypis í leikskóla nokkra tíma á dag. Þetta er hugsað þannig að þau nái tungumálinu betur. Börn innflytjenda fara lítið á leikskóla.  Það er dýrt eins og á Íslandi. Helsti óvinur barnanna er að þau nái ekki málinu nógu snemma. Þau sem verst verða úti ná hvorki norskunni almennilega né sínu móðurmáli.
Heima er menn að borga foreldrum sem eru heima með börn sín. Það er hættuleg stefna í þessu tilliti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Baldur,

Þetta er ágætt framtak, en dugir þó ekki til. Það þarf einnig að huga að því börnin kynnist sínu eigin máli og menningu í sem fjölbreyttustu formi. Forsenda þess að þau aðlagist framandi menningu er að séu vel meðvituð um ágæti eigin menningar fyrir. Það vantar oft nokkuð á þetta hjá innflytjendum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kannast við þetta á hinn veginn, hvað snertir börn systur minnar í Svíþjóð. Elstu börnin fæddust á þeim tíma sem talið var eðlilegast að þau yrðu sem sænskust og lfiðu í sænsku umhverfi bæði heima hjá sér og í skóla. Þetta er stór fjölskylda, börnin níu alls, og öll yngri börnin fengu að kynnast endurskoðaðri stefnu sem fólst í því að gera þau tvítyngd þannig að þau yrðu jafnvíg á bæði málin, sænsku og íslensku og þekktu jafnt íslenska sem sænska menningu og menningarhefð.

Það reyndist farsælla, bæði í fæðingarlandi þeirra, Svíþjóð, og meðal Íslendinga þar og í þau skipti sem þau koma til Íslands eða hafa samband við skyldmenni sín hér.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég held að við getum lært mikið af reynslu nágrannaþjóðanna í málefnum innflytjenda og algjör óþarfi að við dettum ofan í alla þá pytti sem eru í málaflokknum.  En til þess að svo megi vera þurfa menn að opna augun og horfast í augu við þann vanda sem við er etja.  Og síðast en ekki síst að viðurkenna þá staðreynd að innflytjendur og vandamál tengd þeim eru komin til að vera og hverfa ekki þó efnahagsástand breytist.   Ég tek undir með Baldri að heimgreiðslur til foreldra til að þeir hafi börnin heima eru ekki til þess fallnar að leysa vandan heldur ýta undir hann.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.4.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég tel það vera streytuvald að hafa öll börn á leikskólum, báða foreldra í fullri vinnu og gamla fólkið á sérstökum stofnunum. Þetta hangir allt saman og slítur sundur kynslóðirnar. Heldur velrænt fyrir minn smekk. Ég hef ekkert á móti greiðslum til foreldra. Gott að fjölskyldan ráði sínu munstri sjálf en hið pólitíska vald sjái um að foreldararnir hafi valfrelsi.

Guðmundur Pálsson, 15.4.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Eitt af því er að börn innflytjenda fái ókeypis í leikskóla nokkra tíma á dag."

Þetta kallast nú allajafna mismunun og í þessu tifelli á grundvelli þjóðernisuppruna. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

þETTA VAR LÍKA ÁLIT NORSKA FRAMFARAFLOKKSINS! MÁ EKKI HUGSA LENGRA? KV. B

Baldur Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er mikið sammála Guðmundi Pálssyni hér fyrir ofan, það er fátt mikilvægara en að gera eins mörgum foreldrum kleyft og nokkur leið er til að vera heima meðan börnin vaxa úr grasi, mér þykir dapurlegt hvernig gamla fólkinu er "hent" inná stofnun í geymslu, þar fara börnin á mis við mikið og lífið hálf sorglegt hjá mörgu gamalmenninu sem fær oft lítil tækifæri til að umgangast ungviðið og miðla því af reynslu sinni.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.4.2008 kl. 19:57

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bæði guðmundur og Georg miskildu tilgangin með þessum leikskólaplássum.. hjörtur er samur við sig og skilur oftast ekki neitt nema frjálshyggjuna sem búin er að éta börnin sín á íslandi..

Óskar Þorkelsson, 17.4.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband