Trúarleg kyn(hneigðar)greining

Páfinn í Ameríku! Minnir á það að kaþólikkar í Evrópu gætu í vaxandi mæli upplifað sig í samfélagi sem tekur jafnrétti fram yfir trúarleg rök sem aðgreina fólk samkvæmt kyni og kynhneigð (gamlar bábiljur í mörgum tilfellum). Þannig hafa trúfélög hingað til verið undanskilin frá jafnréttislögum. Nú heyrast þær raddir frá samfélögum, sem eru í vaxandi mæli secular eins og sagt er (við getum sagt lítt iðkandi trú), að þetta sé ekki rétt. Allir skuli hlíta jafnrétti. Það myndi þýða að kaþólikkum væri gert ómögulegt að banna konum og samkynhneigðum inngöngu í prestaskóla og að verða prestar. Sama myndi gilda um Immana hjá múhameðstrúarmönnum, sem mega ekki konu sjá í þeirri stöðu.

Það skyldi þó ekki verða framtíðin að öll trúfélög eða flest sameinuðust í viðleitni sinni til að hamla á móti samfélagi sem í sífellt minnkandi mæli tekur mark á trúarlegri kyngreiningu og trúarlegri kynhneigðargreiningu.


Miðað við stöðu íslensku kirkjunnar nú, verður auðveldara fyrir hana en margar aðrar kirkjur að aðlaga sig að þessari líklegu framtíð. Við höfum lagt trúarlega kyngreiningu á hilluna og stigið skref í þá átt að leggja kynhneigðargreiningu á hilluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúarbrögð eru að deyja út, þjóðkirkja mun deyja á næstu árum, bæði vegna þess að þjóðkirkja er þjóðarskömm og svo að menntað fólk lætur ekki bjóða sér upp á yfirnáttúrulegar kjaftasögur frá fornöld.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:37

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni...

Þór (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ef borgaralegt jafnrétti á yfir alla að ganga m.t.t. kyns þá þyrfti sama líklega að ganga yfir allan félagsskap, þar með talið öll frjáls félagasamtök sem og leynifélög. Þetta þýddi í raun að karlaklúbbar og kvennaklúbbar yrðu annað hvort ólöglegir eða í besta falli litnir hornauga og spurning hvernig þetta félli að hugmynum um félagafrelsi og svo auðvitað trúfrelsi. Mér finnst þessar hugmyndir bera keim af því sem hefur verið kallað ágeng veraldarhyggja (e. agressive secularism). Sjá líka hér. Spurning hvort kvennakórar og karlakórar fengju heimild til óbreyttrar starfsemi í þannig samfélagi, sem og skólastarfsemi ýmiskonar sem ætluð er öðru hvoru kyninu. Listinn yfir þær þjóðir og þá valdsherra sem í gegnum tíðina hafa lagt hömlur á starfsemi kaþólsku kirkjunar er býsna langur og því miður endar hann ekki í nútímanum. Í dag höfum við t.d. Kínverja sem undanfarna áratugi vilja hlutast til um málefni hennar en eru nú að reyna að vinna sig frá því. Vilja hugsandi veraldarhyggjumenn í alvöru bæta sjálfum sér á þann lista sem leggur þessar hömlur? Vera þeirra þar segir í raun segir mum meira um þá sjálfa heldur en kirkjuna.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 16.4.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband