Misheppnuð Reykjavík!

Bæjarstæði Oslóar er frábært eins og flestir Íslendingar þekkja. Ég er að hugsa um að gera hana að höfuðborg minni. Kaupmannahöfn kemur annars til greina líka. Reykjavik verður misheppnaðri sem borg með hverju árinu sem líður. Fyrst og sídast flugvallarsvæði sem hefur byggst upp einhvern veginn. Miðborgin hvorki gömul eða ný og einhvern veginn án stefnu og tilgangs. Í heildina  er Reykajvík eins og bandarískur smábær með flugvöll í miðjunni að auki.

Rými, lokað, opið, saga, fegurð, gamlar byggingar og nýjar. Fólk, umhverfi.  Allt þhetta þarf að vera til staðar eigi borgarbarnið í manni að nærast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg sammála þér, Oslo er falleg borg.. sem sennilega verður mín höfuðborg innan tíðar..  annars er Stockholm sennilega fegurst borga á norðurlöndum.

Óskar Þorkelsson, 17.4.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hjartanlega sammála.  Miðborgin grotnar niður í "slam" meðan umhverfistalibanarnir ráða ríkjum.  Borg er eins og mannvera, hún fæðist, þroskast, stækkar og er stöðugt í mótun.  Sú ofverndunarstefna er lík því að foreldrar óski þess að barnið þeirra verði alla tíð 10 ára.  Bara af því að það var svo fallegt þá!  Landnýting innan borgarmarkanna er hræðilega lélegt sem þýðir ofvaxin umferðarmannvirki og einkabílisma á ameríska vísu.

Allt höfuðborgarsvæðið er eins og samansafn smábæja sem oft á tíðum líta út eins og þeir hafi dottið af himnum ofan, án nokkurs vitræns heildarskipulags.  Við sem búum í köldu vindasömu landi viljum byggja hist og her, helst nógu langt í næsta hús í stað þéttra mannvænnar byggðar sem myndar heild, skjól og lifandi samfélag.

Einu staðirnir sem sómi er að eru hluti Þingholtanna, Vesturbærinn norðan Hringbrautar og einnig má sjá góð tilþrif á einstökum svæðum eins og bryggjuhverfunum Grafarvogi, Garðabæ og Hafnarfirði.  Vonandi verður Mýrargötusvæðið byggt upp af sömu framsýni og metnaði. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.4.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: 365

Svo maður tali nú ekki um þetta gengdarlausa niðurrif sem nú á sér í Rvík á húsum sem hafa lifað tímana tvenna.  Mér finnst persónulega að það sé farið af stað með ný hverfi af meira kappi en forsjá.  Byggðin hefur á undanförnum árum vaxið inn á milli dala og upp til sveita sem er auðvitað algjörlega ótækt þegar horft er til kostnaðar í samgöngum og uppbyggingu á þjónustukjörnum.  Það er eins og þetta lið hafi aldrei farið til Oslóar eða hinna höfuðborganna á norðurlöndum. 

365, 17.4.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margt gamaldagdags er tengt Ósló. Ekki eru liðnir tveir áratugir að fréttir þaðan kváðu um neyðarástand í borginni af sérstökum ástæðum. Og hver skyldi hún vera? Í ljós kom að kamarhreinsarar höfðu ákveðið að fara í verkfall og krefjast hærra kaups! Með öðrum orðum: enn voru þúsundir kamra í borginni þrátt fyrir að þessi nýmóðins WC tækni sem þykir hvarvetna sjálfsögð. Vonandi er enginn kamar notaður í Ósló í dag.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir þetta sjónarhorn. Við þurfum að beina á næstu árum athyglinni að þessum nærandi innviðum. Frekar en að rusla upp einhverjum endalausum fermetrafjölda út um holt og hæðir. Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2008 kl. 23:23

6 identicon

Mig langar að tala aðeins um samlíkingu Kaupmannahafnar og Reykjavíkur eins og Baldur talar um.  Það tekur ekki nema 10 mínútur að fara inní miðbæ Kaupmannahafnar frá Kastrup.  Það tel ég vera mikil gæði fyrir þá annars ágætu borg. Mér þykir sorglegt hvernig umræðan um Reykjarvíkurflugvöll hefur verið hingað til.  Umræðan einkennist af vankunnáttu og einfaldleika.  Þegar ég tek svona djúpt til orða, er ég að tala um þær vanhugsuðu hugmyndir að setja flugvöllinn uppá heiði eða útí sjó.  Er skynsamlegt að þétta byggðina í kringum miðbæinn enn meir?  Hvað með að hafa völlinn þar sem hann er en í minni sniðum?  Sem dæmi, annars vegar minnka norður-suður brautina, og jafnvel fjarlægja hana.  Og hins vegar færa austur-vestur brautina í átt að sjónum.  Við það myndast gífurlegt landssvæði til uppbyggingar.  Það er þó allt mýri og verður dýrt að byggja á.  Hvað ætla menn að gera varðandi stofnbrautir til og frá þessu svæði?  Eigum við kannski að byggja fleiri fleiri blokkir þarna eins og gert var eftir seinni heimstyrjöldina í Austur-Berlín?  Það var óháð nefnd fengin til að taka út Reykjarvíkurflugvöll fyrir 2-3 árum síðan.  Niðurstaðan var að flugvöllurinn ætti að vera þar sem hann er.  Hugsanlega mætti breyta honum eitthvað á þá leið sem áður nefndi.  Nefndin sagði að það væru forréttindi að hafa flugvöll í borginni.  Margar borgir þjást einmitt af því að hafa ekki flugvöll.  Lítið á London.   Þar er völlur sem heitir London City Airport.  Hann er byggður seinna á uppfyllingu vegna þess að það var talið lífsnauðsynlegt að borgin ætti flugvöll.  Hvað með sjúkraflugið svo ég nefni nú mikilvægasta kost flugvallarins?  Mér finnst að áður en menn tjá sig af slíkri heift gegn Reykjarvíkurflugvelli, þurfi þeir að skoða ALLAR hliðar málsins.

Takk fyrir
Guðmundur Gíslason

Guðmundur Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:58

7 identicon

Ég vil flugvöllinn þar sem hann er.

Ég er fædd og uppalin í borginni, en bjó í fyrir norðan í tæp 40 ár. Og er núna búsett þar sem var holt hið breiða þegar ég var í barnaskóla.

Ég veit ekki hvort Reykjavík væri það sem hún er þá núna, ef flugvöllurinn væri ekki hérna.

Kannski bara í Keflavík.

Gerið þið ykkur grein fyrir að hve miklu þið eigið f.vellinum að þakka? Ef Bretar hefðu byggt hann í Keflavík, væri sennilega Keflavík nafli íslands, en ekki R.vík.

Ég meina að allir væru með sínar höfuðstöðvar þar sem styðst væri að fara á milli staða á Íslandi.

Það er nú svona að þó daðrað sé við einhverja alþjóðavæðingu, þá hugsar samt allir fyrst og fremst um sitt.

Fyrir þá sem eru lengi að koma sér til vinnu, legg ég til að þeir fjárfesti í íbúð sem næst vinnustaðnum. 

Allavega þegar lífið hættir að vera leikur og verður allt í einu að alvöru. Skiljið svo hver fyrir sig. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband