Hermann og Thorolfur

Mer er thad litt skiljanlegt hvers vegna Hermann Gunnarsson og Thorolfur Beck eru ekki i hopi 10 bestu knattspyrnumanna Islands. Their eru alla vega i throngum hopi haefileikarikustu manna sem vid hofum att i fotbolta. Thad var unun ad horfa a tha med knottinn.

Vid hrifust vid mest thegar vid erum ung.  Thad sem hrifur okkur ung fylgir okkur alla aefi. Hermann og Thorolfur voru min eftirlaetisgod a gamla Melavellinum og Hermann sidar vidar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sammála og sérstaklega hvað Hermann varðar. 

Hermann Gunnarsson er "náttúrutalent" eins og Georg Best var.  Hæfileikarnir í blóð bornir án þess að æfa í drep. Fótbolti, handbolti og körfubolti, allsstaðar afburða góður.

Hermann var íslenski "Best" og á heima í topp fimm fyrir getu, ef hægt er að flokka eins og tilraun er gerð með þessa dagana.

Tryggvi L. Skjaldarson, 19.4.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sé að Tryggvi man ekki eftir listamanninum Þórólfi Beck.

Það er mikill skaði.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.4.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Segir þetta ekki margt um hvaða kynslóð hefur verið að taka þátt í þessar netkosningu?  Var þetta ekki netkosning annars?

Guðmundur Björn, 19.4.2008 kl. 23:04

4 identicon

Og hverjir hefðu átt að víkja? Það var bara verið að velja 10 menn. Ég man ekki þessa tvo að nokkru marki - Hermann aðeins en Þórólf ekki neitt. Sá sem er veikastur á þessum 10 manna lista - að mínu mati - er Rúnar Kristinsson. Kannski hefði mátt skipta honum út, t.d. fyrir Þórólf eða Hemma?

En ég verð líka að segja að mér finnst undarlegt að Karl Þórðarson var aldrei nefndur í þessu kjöri - það þótti mér mest furðulegt! Hann  er flinkasti knattspyrnumaður, íslenskur, sem ég hef séð á leikvelli!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband