Osló-fallegasta höfuðborgarstæðið!

Sigling á Oslófirði. Kon Tiki safnið. Fram safnið sem geymir Fram, skip Friþjófs Nansens á Norðurpólinn og Amundsen á   Suðurpólinn. Víkingasafnið. Osló er frábær túristastaborg. Það er hátíð í lofti í dag. Heiðskýr himinn, sól, hiti, fyrsti góði vordagurinn.  Fólk þyrpist út á torg og stræti. Brosandi mannþröng á Karl Johans götu, ís, bjór, kaffi. Setið í grasi og hlustað á unglinga spila og syngja kristileg lög, norskt.
Á eftir gengið upp á Óperuna þar sem Ólafur Ragnar var um daginn við vígslu. Hægt er að ganga upp á hvítt hallandi þak þess þaðan sem er kostulegt útsýni yfir Osló og fjörðinn.  Þetta er eins og ganga á aflíðandi fjall eða jökul, allt hvítt, skemmtileg hönnun að utan. Almúginn komst ekki inn. Boð var inni fyrir útvalda.  Fólk lá á gluggum en ekkert að sjá svosem því ekki er hægt að sjá inn í Óperusalinn.
Stöðugur straumur er upp á Óperuþakið en frá hóteli mínu blasir við Óperan, fjörðurinn og byggðin.

Osló er alvöruborg og státar senilega af fallegasta höfuðborgarstæði í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stokkhólmur, höfuðborg Norðurlandanna fær mitt atkvæði. Ég reyndar segi alltaf að Osló sé stærsta þorp í heimi, en engin svona "höfuðborg".  Nafni, skelltu þér til Stokkhólms og sjáðu til, þú heillast. 

Baldur Gautur Baldursson, 20.4.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Satt er það! Osló er falleg og verður bara betri og betri. Þó er staðsetning Öskrunnar ofan á geislavirkasta svæði á borginni, umhugsunarefni margra.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 20.4.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Já fallegt er í Osló ,þó er mín ( Norðurlanda) borg ,, Bergen" og

ég blæs á allt tal um rigningu ,því ég var þar í 5 vikur sl. sumar

 og það kom aðeins rigning einu sinni  hluta úr degi.

Og nú er ég á förum þangað í lok maí og verð í 4 vikur

og vænti góðs af dvöl minni þar einu sinni enn..

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 27.4.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband