Hinn trúarlegi dans með hæfilegu daðri!

Það eru um 90 moskur í Noregi núna og skráðir félagar í þeim um 90 þúsund. 45-50 þeirra eru á Oslóarsvæðinu. ,,Múslimar” í Noregi eru nokkru fleirri e.t.v. um 120 þúsund talsins. Þeir kæra sig ekki allir um að stunda trú sína frekar en margir þeir sem eru kallaðir kristnir.
Í fljótu bragði sýnist mér að moskur á Íslandi ættu að vera fimm eða sex að sama hlutfalli. Það er engin moska á Íslandi. Múslimar á Íslandi fáir.

Það mætti  breytast. Íslendingar eru upp til hópa kristnir þó þeir sinni trú sinni lítið.  Við munum samt áfram vonandi um ókomna tíð byggja samfélag okkar á kristnum gildum og kristinni menningu. Við höfum engu að síður gott af fjölbreytninni. Mæta lífinu eins og það er með öllum þess kostum og göllum. Ef við lokum okkur af á eyjunni okkar í fábreytni verðum við eins og ,,álfar út úr hól” í flókinni og fjölbreytilegri veröld.

Tuttugasta og fyrsta öldin verður sennilega öld ,,secularismas” þ.e. veraldarhyggjunnar.  Öld vísinda og raunhyggju.  Einnig öld fjölmenningar. Stjórnvöld verða  í vaxandi mæli óháð kirkjum og trúarhreyfingum. Trúaðir eiga tvo mögulega í Evrópu a.m.k: Annarsvegar að dansa saman í sátt og sameiningu og í sæmilegu daðri.  Vinna brautargengi þeim trúarlegu gildum sem þeir eiga sameiginlega og stíga út öfgafólk sem kemur úr öllum áttum eða verða að öðrum kosti sameiginlega úthýst  úr meginstraumi samfélaga að sinna.
 
Valið er um þetta tvennt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir þriðju leiðinni, Baldur.

Hún er sú að breyta meginstrauminum og gera samfélagið trúarlegt á ný. Þetta er viðhorf margra strangtrúaðra. Harðir islmaistar láta sig dreyma um ríki þar sem sharia-lögin móta stjórnmálin og daglegt líf. Og gallharðir kristnir bókstafstrúarmenn láta sig dreyma um sannkristinn forseta og kristið samfélag þar sem þeirra siðferðissýn hefur verið lögleidd. Þetta er and-tesan, viðbrögðin við veraldarhyggjunni. Og þessi viðbrögð hfa verið áberandi síðastliðna áratugi.

Við skulum samt vona að umburðarlyndið fái að ráða för.

Kveðja, Magnús Erlingsson.

 

Magnús Erlingsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:15

2 identicon

Spennandi pælingar Baldur.

Líkur sækir líkan heim.  Nú eru bókstafstrúar kristnir og múslimskir búnir að finna tóninn í Noregi.  Þeir standa saman gegn kynhlutlausu hjónabandi.  Þannig eru þeir sem áður sáu mesta ógn hver í öðrum  komnir í eina sæng með nýjan sameinginlegan óvin.

Líkt og hinn ágæti Magnús Erlingsson vona ég að umburðarlyndið fái að ráða för.

kv. Sigrún

sigrun óskarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:37

3 identicon

Ég leyfi mér að mótmæla því að íslendingar séu upp til hópa kristnir, að menn séu skráðir í þjóðkirkju táknar ekkert, þetta er bara hefð, hefð sem þarf að koma út af borðinu.

Trúarnöttar/ skipulögð trúarbrögð vinna gegn okkur öllum, skipta okkur í hópa... ekkert gott getur hlotist af trúarbrögðum, þau eru bara brögð

DoctorE (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband