Hinn íslenski vilji og hagur launafólks!
21.4.2008 | 16:46
Ísland kom í veg fyrir það að tilskipun Evrópubandalagsins um bann við mismun á vinnumarkaði vegna kynferðis annars vegar og bann við mismunun á vinnumarkaði vegna uppruna,litarháttar og trúar hins vegar, næði til Evrópska Efnahagssvæðisins þ.e.a.s Noregs og Íslands auk Evrópubandalagsríkjanna. Norðmenn börðust fyrir því en urðu að lúta í lægra haldi fyrir hinum íslenska vilja.
Þesar tilskipnir eru frá árinu 2001 og eiga að tryggja vinnumarkað án mismununar. Ekki hvað síst hafa þessar tilskipanir komið konum vel sem eiga kerfisbundið undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þá hafa þessar tilskipanir reynst fólki af erlendum uppruna vel.
Norðmenn felldu þessar tilskipanir inn í sína löggjöf 2005 ef ég man rétt. Ísland situr eitt eftir. Þrír félagsmálaráðherrar Árni Magnússon, Magnús Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa ,,reyntað fella þessar tilskipanir að íslenskri löggjöf með þeirr vonlausu aðferð að tefla launþegum og fulltrúum atvinnulífsins saman í nefnd.
Vitaskuld vilja samtök atvinnulífsins ekki reglur sem hefta frjálsræði þeirra sem reka fyrirtæki.
Ég skil ekki hvernig sumir talsmenn launþegasamtaka geta böðlast á móti þáttöku okkar í Evrópusamstarfi. Þaðan hefur þó flest það komið sem telja má til aukinna réttinda fyrir íslenskt launafólk undanfarna áratugi.
Þesar tilskipnir eru frá árinu 2001 og eiga að tryggja vinnumarkað án mismununar. Ekki hvað síst hafa þessar tilskipanir komið konum vel sem eiga kerfisbundið undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þá hafa þessar tilskipanir reynst fólki af erlendum uppruna vel.
Norðmenn felldu þessar tilskipanir inn í sína löggjöf 2005 ef ég man rétt. Ísland situr eitt eftir. Þrír félagsmálaráðherrar Árni Magnússon, Magnús Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa ,,reyntað fella þessar tilskipanir að íslenskri löggjöf með þeirr vonlausu aðferð að tefla launþegum og fulltrúum atvinnulífsins saman í nefnd.
Vitaskuld vilja samtök atvinnulífsins ekki reglur sem hefta frjálsræði þeirra sem reka fyrirtæki.
Ég skil ekki hvernig sumir talsmenn launþegasamtaka geta böðlast á móti þáttöku okkar í Evrópusamstarfi. Þaðan hefur þó flest það komið sem telja má til aukinna réttinda fyrir íslenskt launafólk undanfarna áratugi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við verðum með umfjöllun um þessa sáttmála og viðauka sem allra fyrst í Kastljósinu, séra Baldur. Umfjöllunin hefur dregist vegna tíðrar fjarveru utanríkisráðherra, en umfjöllun um þetta kallar á að sá ráðherra sé helst til andsvara. Hvar er hún núna? Djíbútí? Guam?
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.4.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.