Lýðræðið og leitin að sannleikanum!
23.4.2008 | 07:32
Óskert málfrelsi er hvergi til. Í öllum samfélögum eru takmarkanir. Siðaðar takmarkanir í siðuðum samfélögum. Norðmenn hafa t.a.m.verið að sauma að þeim í löggjöf sem vilja nota málfrelsið til að sauma að öðrum. Hugsunin er þessi. Málfrelsi er ekki markmið í sjálfu sér. Leitin að sannleikanum og lýðræði eru markmiðin. Málfrelsið er tækið sem notað er til þess að ná þessum markmiðum. Með öðrum orðum: Þegar málfrelsið þjónar ekki markmiðum lýðræðis og sannleiksleitar er nauðsynlegt að takmarka það. Þetta á við um þegar hópum manna er ógnað. Þetta á við þegar menn í máli sínu töluðu eða skrifuðu stuðla að kynþáttahatri.
Hver á að dæma heyrist spurt? Í þjóðfélagi eins og okkar eru það að lokum Hæstaréttardómarar. Öryggisventillinn er svo í Strassborg. Þannig er það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég ósammála þér, Baldur. Einu aðstæðurnar þarsem takmarka ætti málfrelsi er ef menn hvetja í orðum til ofbeldis gagnvart öðrum. Þannig ætti nú til dæmis að stöðva Hilary Clinton í framboðinu en hún hefur hótað að eyða Íran ef þörf sé!
María Kristjánsdóttir, 23.4.2008 kl. 08:00
Þú ert greinilega ekkert svo ósammála. Það er einmitt þar sem flestar siðaðar þjóðir draga mörkin. Þegar hvatt er til ofbeldis gagnvart einstaklingum eða hópum. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.4.2008 kl. 08:14
Meginreglan er að allir hafa tjáningafrelsi. En: allir verða að gera sér ljóst að á þessu eru takmörk. Þar sem nefið á nágrannanum byrjar, endar frelsið því það er ekki endalaust. Allir verða að sömuleiðis að þurfa að standa reikningsskap gerða sinna sem þeir hafa látið frá sér á prenti og einnig með ljósvakamiðlum með svonefndri lögjöfnun („per analogiam“ eins og það mun nefnast meðal lögspekinga). Með því er átt við, að í prentlögunum eru ábyrgðarákvæði sem hafa reynst vel í íslenskum sem erlendum dómapraxís og þessi ábyrgð er yfirfærð á hliðstæða miðla og prentað mál.
Þá má ekki gleyma ákvæði 25. kafla almennra hegningarlaganna sem fjalla um ærumeiðingar. Þar er verknaðarlýsingar hvenær menn fara yfir strikið. Þar er m.a. ákvæði að það kann að vera refsivert að segja sannleikann um aðra. En að baki er þessi meitlaða hugsun: „Oft má satt kjurt liggja“.
Annars er það réttur hvers og eins að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi en þó með þessum einföldu og sjálfsögðu takmörkunum sem ekki ættu að vera mjög íþyngjandi ef betur er að gáð.
Bestu kveðjur og með þeirri ósk að þessar einföldu ábendingar nýtist sem flestum í þeirra tjáningar-praxís.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2008 kl. 08:23
Sæll! Takk fyrir þetta þarfa innlegg svo og aðra skynsamlega viðauka við mál mitt og annarra. kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.4.2008 kl. 08:27
Málfrelsið er forsenda lýðræðisins. Málfrelsið er ekki bara fyrir "réttar" skoðanir heldur allar skoðanir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 10:25
Sæll! þú hljómar núna eins og Hólmsteinn sem er nýbúinn að uppgötva frjálshyggju. Eða barn sem er nýbúið að finna snuð! kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.4.2008 kl. 10:35
Ég er hjartanlega ósammála þér um að málfrelsið sé ekki markmið í sjálfu sér. Íslendingar rétt svo naumlega sætta sig við málfrelsi eingöngu til að ræða stjórnmál, en ég er nú einhvern veginn svo barnalegur, að ég vil mega segja nákvæmlega það sem mér sýnist. Fari það í taugarnar á einhverjum öðrum verður bara að hafa það. Ég veit að það hljómar klikkað, enda er tjáningarfrelsið snældubiluð hugmynd, rétt eins og lýðræði og mannréttindi.
Og hver á að dæma... það er nefnilega ekki hæstiréttur. Það er t.d. bannað að gantast með trúarbrögð á Íslandi í dag (125. gr. laga 19/1940, almenn hegningarlög). Nú heldurðu kannski að lögin séu ónýt, en í þeim er sérstaklega tekið fram að "mál skal ekki höfða nema að fyrirlagi saksóknara", m.ö.o. skiptir engu máli hversu lítið þessi lög eru notuð, þau eru á forræði saksóknara.
Kannski dettur þér í hug að á Íslandi sé tjáningarfrelsi skilgreint í stjórnarskrá, þannig að hæstiréttur myndi ekki halda uppi þessum lögum. Það væri ranglega ályktað. Árið 1984 (ég veit að það er langt síðan, en þetta er HÆSTARÉTTARFORDÆMI, það verður ekki sterkara frá lagalegu sjónarmiði) var þessum lögum haldið uppi í Spegilsmálinu svokallaða. Þá var svokölluð málfrelsisgrein stjórnarskrárinnar (73. gr. laga 33/1944, stjórnarskráin) í nánast sama formi fyrir utan orðalag, þar sem yfirvöldum er sérstaklega heimilað að takmarka tjáningarfrelsi af hvaða ástæðu sem er, nema geðþótta.
Sumsé, það er borðliggjandi, óumdeilanleg staðreynd að lög sem myndu banna það eitt að gantast lauslega með trúarbrögð, myndu standast stjórnarskrá á Íslandi, og hæstiréttur myndi dæma þau lög gild. M.ö.o. er ekki tjáningarfrelsi á Íslandi. Þú gætir sagt að það sé hvergi "algert" tjáningarfrelsi í heiminum, en fyrir utan það að koma málinu ekki einu sinni við, þá má nú andskotann fyrr vera að menn gleymi sér í raða- og regludýrkuninni.
Nú finnst mér t.d. Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta Ragnheiður, Árni Johnsen og Jón Magnússon eiga það sameiginlegt að vera andskotans fífl. Ég vil ekki tjá þá skoðun mína til þess að hafa einhver lýðræðisleg áhrif, heldur vegna þess að mér finnst andskotann ekkert til of mikils ætlast af fullorðnu fólki að einfaldlega umbera það að hlutir séu sagðir sem það er ósátt við.
Tjáningarfrelsið þarf ekki að vera "algert" til að vera til staðar til að byrja með. Á Íslandi er tjáningarfrelsi bókstaflega ekki til nema með góðfúslegu samþykki yfirvalda. Ástæðan fyrir því að það er ekki Gestapo að halda þessum lögum uppi er einfaldlega vegna þess að það þarf ekki; gerist maður sekur um að segja eitthvað sem er bannað að segja (sem er flest, ég bendi aftur á 125. gr. og sérstaklega 95. gr. almennra hegningarlaga, þeim er framfylgt bókstaflega samkvæmt geðþótta), þá fær maður einfaldlega kæru og það þýðir ekkert múður, vegna þess að íslenskum almenningi er drullusama um tjáningarfrelsið. Það þarf ekki nasisma til að hindra Íslendinga í að segja það sem þeim sýnist, það þarf einfaldlega að segja þeim að halda kjafti, og við hlýðum. Ef við erum með "eitthvað vesen" (sem er lögtæknilega heitið yfir beisik fokking mannréttindi) þá hvað? Ekkert. Bloggarar eins og þú gera það að verkum að það þarf ekki ofbeldi af hálfu yfirvalda til að þagga niður í okkur.
Tjáningarfrelsið ER VÍST markmið í sjálfu sér, rétt eins og mannréttindi og lýðræðið sjálft. Þú gætir rétt eins sagt að lýðræðið væri ekki markmið í sjálfu sér nema til að koma á "góðu stjórnarfari", þ.e. stutt fasisma þegar þjóðin væri á móti þér. ÞAÐ, félagi og bróðir, væri barnalegt; ekki það að styðja tjáningarfrelsi.
Hvorki Alþingi, né hæstiréttur, né neinn í Brussel eða Strassburg, né þú, né neinn, er í aðstöðu til að dæma um það hvaða tjáningarfrelsi henti þinni útgáfu af lýðræði. Það er áheyrenda að dæma, ekki dómenda.
Þetta er eitt sem Bandaríkin eru einfaldlega betri en við í. Kíktu á Althingi.is, farðu í Lagasafn, bombaðu inn 33/1944, lestu 73. gr. og berðu hana saman við:
"Congress shall make no law abridging the freedom of speech."
Það er svo einfalt. Ekkert en, ekkert nema, engin helvítis hófsemi eða pólitískur rétttrúnaður, bara moððerfokkin tjáningarfrelsi.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:32
Helgi Hrafn á margt eftir ólært.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2008 kl. 13:43
Helga Hrafni er mikið niðri fyrir og setur í herðarnar og telur sig geta kennt Evrópubúum margt. Minn pistill (með áréttingum Mosa) er nú ekki meiri sérskoðun en það að hann fylgir meginstraumi Evrópskrar hugsunar að þessu leyti eins og húin birtist í löggjöf flestra ríkja og í mannréttindaákvæðum Evrópuráðsins.
Bandaríkjamenn hugsa ekkert öðruvísi enda þeirra hugsun af sömu rót. (Byltingin 1789 í Frakklandi vilji menn það einfalt). þeir setja sem sagt ýmsar varnir til verndar fólki.
Baldur Kristjánsson, 23.4.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.