Spaugstofukallinn
23.4.2008 | 19:59
Nei, sjáðu, þarna er spaugstofukallinn, sagði sonur minn sex ára og benti á Geir Haarde þar sem hann birtist í sjónvarpsfréttunum. Vöruflutningalögreglubardaginn hafði fangað athygli sonarins sem ætlar að verða spæjaralögga.
Fréttir hafa hingað til ekki vakið áhuga hans. Við horfum hins vegar alltaf saman á spaugstofuna.
Þetta atvik sýnir hvað Örn Árnason er mikill snillingur. Vekur jafnframt upp ugg um það, hætti spaugsstofan eins og þeir hafa boðað, að börn hætti að þekkja forsvarsmenn þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hann er skarpur hann sonur þinn.
Kannski við ættum bara að fá Árna til að leika forsætisráðherra í alvörunni.. það myndi gera miklu meira gagn og skemmtilegra líka
DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:03
Örn Árna :)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:03
Örn er MIKLU betri Geir og MIKLU betri Dabbi. Þeir tveir kumpánar munu aldrei geta sett tærnar þar sem Örn hefur hælana.
Anna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:52
Hann hittir greinilega naglann á höfuðið drengurinn. Örn er betri forsætisráðherra en Geir....eða þannig sko...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 21:02
Málið er bara það Baldur að allt látbragð og allar gjörðir helstu ráðamanna þjóðarinnar eru svo farsakenndar að sonur þinn og fleiri eiga orðið erfitt með að greina raunveruleikann frá.
Haraldur Bjarnason, 23.4.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.