Útkeyrðir reiðir menn!

Ég er þjálfaður í því að hafa áhyggjur af mannlegum löstum. Einn af þeim er reiðin. Mér er hálf brugðið við að sjá reiði flutningabílstjóranna. Reiði þeirra er augljós og mikil.  Þeir eru reiðir þegar þeir tala við lögregluna.  Þeir eru reiðir í Kastljósi.  Þeir sýna  af sér mikla reiði.

Svo berast fréttir af reiðum vöruflutningabílstjóra sem ræðst að bílstjóra skólabíls í Kópavogi.

Eru menn reiðir vegna ákafrar réttlætiskenndar.  Tæplega. Eru þeir reiðir vegna sveltandi barna heimafyrir. Trúi því heldur ekki.  Reiðin gæti verið vegna lítils hvíldartíma.

Þessir menn vinna of mikið. Eru of hart keyrðir.

Þeir eru útkeyrðir.

Það gildir meira og minna um alla Íslendinga.

Ég vil helst ekki mæta reiðum mönnum á mjóum vegum landsins.

 

Þessi pistill hefur ekkert með það að gera að olíverð er of hátt og sífellt fleirri sjá ekki fram úr reikningsdæminu. Ég hef tilhneigingu til að vorkenna litlum atvinnurekendum t.d. sjálfstæðum vöruflutningabílstjórum. Þeir áttu sér draum. Kreppan bitnar hart á  þeim. Reiðin brýst fram þegar draumurinn snýst í martröð.

Er velferðaríkið Ísland að verða land reiðinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þetta er hárrétt hjá þér Baldur. Reiðin er mikil og þreytan - og vitið verður eftir heima vildi ég bæta við  Sérlega átakanlegt var að sjá forvígismann bílstjóra í Kastljósi. Hann virkaði áberandi vanstilltur. Þá varð mér ljóst að þetta er ekki undir neinni stjórn. Reiðin stjórnar og ofstækið og þá er ekki von á góðu. Að einhverju leiti finnst mér ég þó skilja þessa menn ef grundvöllur atvinnu þeirra er að bresta. það verður að ræða við þá eins og maður við mann  á íslensku, með gamla laginu og sjá hvort hægt sé að sefa reiðina. Annars er hætt við upptröppun, það sér hver maður. Mín skoðun er sú að aftir atburðina í gær er reiði þessarra manna hættuleg. Með 30 tonna trukkan sína. Mér finnst einnig að almennur borgari ætti að fara varlega í að hvetja þessa reiðu menn. Þeir gætu haldið að hvað sem er sé leyfilegt.

Guðmundur Pálsson, 24.4.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er áhugaverð spurning. Þeir gætu líka verið reiðir af því að það er alltaf verið að ljúga að þeim?reiðir af því séu að missa allt? Reiðir yfir að sjá óhugnanlega klædda lögregluþjóna standa einsog í útlöndum og ógna þeim? Reiðir yfir framkomu lögreglunnar? Eru við búin að ýta þeim út í það hlutverk að vera reiðir?

Áhugavert líka hvaða tilfinningar ráku fréttakonuna á Stöð 2 til stinga upp á því að magna málið með eggjum. Og hvort hún kom þeirri tillögu áfram til framhaldsskólanemanna? Og hvaða tilfinningar knúðu lögregluna til að þykjast vera vélmenni og fara með ofbeldi fram gegn mönnum sem notuðu bara munninn?

Annars ég þarf að fara í fermingu, kveðja. M.

María Kristjánsdóttir, 24.4.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eitt í viðbót í reiðar-sarpinn. Nánast allir þessir nýju og nýlegu þungaflutningabílar eru í eigu Lýsingar og slíkra fyrirtækja og með minnkandi verkefnum fyrir þessi atvinnutæki og snarhækkandi afborgunum lána, þá sjá þessir menn hreinlega ekki fram úr vandanum.

Líklega sjáum við á næstu vikum og mánuðum hrun í þessari atvinnugrein með tilheyandi reiði og vonbrigðum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.4.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Sævar Helgason

Timburmenn veislunnar miklu, sem við fengum lánsfé til á alþjóðlegum markaði , til að halda, eru greinilega að breytast í martröð. Veislunni miklu er lokið.

Uppgörið er eftir.

Við upplifum núna ,eins og þú bendir á Baldur, mikla reiði hjá "eigendum" þessara risa (flottu) flutningabíla sem nú standa frammi fyrir stórum minnkandi vinnu . Hátt olíuverð á heimsmarkaði er þeim sem öðrum erfitt. Til að geta staðið í skilum með dýr lán af tækjunum-þá vilja þeir geta keyrt lengur á hverjum sólarhring- þar eru hvíldarhemlar þeim mestur þyrnir í augum. Hvíldartímaákvæðin eru orðin aðalbaráttumálið- að fá þeim hnekkt. Það er erfitt. Öryggi alls almennings er þar í húfi fyrir örþreyttum bílstjórum á risatækjum.

Það eru þessir bílstjórar nú í dag sem eru með aðgerðir sem kalla á inngrip óeirðalögreglu.

Hvernig verður ástandi hjá okkur þegar þeir sem tóku 90-100 % lánin dýru til íbúða,bíla,hjólhýsa,sumarbústaðakaupa og utanlandsferða- í veislunni miklu- standa frammi fyrir gjaldþroti- þúsundum saman ? 

Hvernig brýst reiðin þá út ? 

Sævar Helgason, 24.4.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það skyldi þó ekki vera að þetta hefði eitthvað með stjórnun landsmálana að gera?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mótmæli bílstjórann eru í anda Jesus Krist. Hann kom ríðandi á asna inn í Jerúsalem til að mótmæla framferði valdstjórnarinnar á þegnum sínum.Hann kom ekki einn, postulannir fylgdu honum. Bílstjórarnir koma á bílum til mótmælanna.Tilgangur þeirra er sá sami og hjá Jesú, að mótmæla valdstjórninni.Starfsmaður valdsstjórnarinnar í Jerúsalem, sem þáði laun hjá henni, dæmdi Jesús til dauða þótt hann léti líta svo út sem fólkið hefði gert það. Svartasti bletturinn á ríkiskirkjunni er að hún skuli fyrirskipa prestum sínum að biðja fyrir valdsstjórninni, sama hvað hún fer illa með þegna sína.Dæmið ekki ,svo þér skulið ekki dæmdir verða.Í guðs friði.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón Vídalín byskup sagði sitthvað spaklegt um reiðina í sínu ágæta prédikanasafni Vídalínspostillu.

Sá sem reiður er, er vitlaus! er megininntak Jóns. Hann tók eftir þessum breiskleika að þegar menn reiðast þá er eins og slökkni á allri skynsemi og menn verða sem úlfar sem enginn ræður við.

Sennilega áttu þessir úðabrúsar lögreglunni með ólyfjaninni sinn þátt í að þetta fór allt í vitleysu. Kannski hefði verið betra að beita slökkvibíl með góðri bunu til að kæla mannskapinn dálítið!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég held að þetta sé samblanda af þessu öllu. Það er búið að vera gífurlegt vinnuálag hjá þessum mönnum, þeir eru mjög líklega skuldugir vegna rekstrarleigu eða kaupa á bílunum, olíuverðið er að sliga þá, þeir hafa ekki getað fylgt því eftir að á á þeim tíma sem ætlað er vegna aðstöðuleysis. Þeir verða að stóla á sjoppurnar hringinn í kringum landið sem eru ekki aðgengilegar allan sólarhringinn. Þeir eru ósáttir við það að ekki sé sest að fullri alvöru við samningaborðið og ég tel að báðir aðilar hafi farið yfir strikið. Lögreglan, að mér fannst af þeim mynböndum sem komu fram í sjónvarpinu, misstu gjörsamlega stjórn á sér. Þarna voru saklausir vegfarendur teknir. Það var engin þörf á því að valda skemmdum og flytja flutningabíl  forsvarsmanns í burtu, honum var lagt á löglegri hvíldarrein. Þetta er alltof langt gengið og er að snúast upp í andhverfu sína.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:02

9 identicon

Sammála nöfnu minni hér að ofan. Það er svolitið sérstakt þegar fólk sem ekkert þekkir til vinnu vörubílstjóra og talar um að þeim veiti ekkert af þessari hvíld sem þeim ber að taka með ákveðnu millibili hvar sem þeir eru staddir. Af hverju eru þeir skikkaðir til slíks ??? en ekki aðrir,??? hér er fjöldi manns út á vegunum á stórum kraftmiklum tækjum  sem eru útkeyrðir af vinnu , kannski eftir 12-14 tíma vinnu sem er algengt t.d. í verktaka bransanaum, sem eru í raun mikið hættulegri á vegunum heldur en vörubílstjórar. OG það að þessi hvíldarkvöð skuli ekki vera sveigjanleg, þar sem engin aðstaða er fyrir þá, þá væri lágmark að breyta því þannig að þeir megi keyra að næstu sjoppu, ég sæi okkur hin í anda að gúddera það að stoppa eftir 4-8 tíma vinnudag og taka hvíld þegar við eigum kannski bara hálftíma eftir heim til fjölskyldunnar. Góðar stundir

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:36

10 identicon

Reiðin á að hverfa eins og klakinn hér í þorpinu. Gleðilegt sumar frá Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:53

11 Smámynd: Vignir Arnarson

Ja Baldur minn eg mundi skilja tetta ef tetta gerdıst herna i tyrklandi tar sem eg er staddur og hvilik fataekt og orbryggd sem herna er sjaanleg en ad svona skuli island vera i dag hlitur ad vera umhugsunarefni fyrir okkur oll serstaklega radarmenn okkar hvad skal gera mınn godı vınur.

(sorry undarlegt lyklabord sem notud eru her)

Vignir Arnarson, 24.4.2008 kl. 15:44

12 Smámynd: Himmalingur

staðreyndir málsis:Ofdekrir þú hund verður hann frekur og ráðríkur.Gefðu honum steik og reyndu að taka hana frá honum:Hann mun glefsa!Taktu steikina frá honum og hann mun bíta!Verum bara góð hvort við annað og elsku vinir:Gleðilegt sumar!

Himmalingur, 24.4.2008 kl. 17:12

13 identicon

Svo geta menn líka verið reiðir ef þeim finnst illa komið fram við þá.  Spurningin er kannski hvort þeir sitji eins og þvottekta íslendingar, mjálmandi og vælandi út í eitt meðan sparkað er í þá eða hreinlega standi á fætur og geri eitthvað í málinu.

Skuggalegast af öllu fannst mér í dag þegar forsætisráðherrann lýsti því yfir að þolinmæði almennings væri á þrotum gagnvart bílstjórum. Er Geir að egna þjóðina gegn stétt sem er að berjast fyrir sínu?

Magnús (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:21

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað skyldi meistari Jón Vídalín segja ef hann væri á meðal vor! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 00:52

15 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Reiði og mótmæli fara aldrei saman, auðvitað getur fólk haft mikla trú á boðskapnum, en reiði og mótmæli hafa aldrei sýnt árangur. Gandhi hefði ekki náð langt í saltgöngunni hefði hann lamið mann og annan.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 25.4.2008 kl. 01:39

16 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Reiðin á ekkert erindi í þetta þras og mér fannst lang verst að sjá hana blandaða ofstopa, skipulagsleysi og mikilmennsku, koma einnig frá þeim sem þóttust vera mættir á staðinn til að liðka hlutina svo almenningur kæmist leiðar sinnar. Þeir hefðu nú betur sent mannasættinn Geir Jón með tóbakspunginn, þeir hefðu haldið haus með þeirri aðferð og örugglega allir komist leiðar sinnar eftir einhverja töf?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.4.2008 kl. 07:55

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli það sé ekki reiðin sem blundar í óánægðum mönnum og veldur því að menn grípa til óskynsamlegra ráða þegar þeir sjá að árangur er enginn?

Því er mjög eðlilegt að beina athyglinni að reiðinni, þessari einkennilegu hvöt sem lengi hefur verið vitað um að á til að hlaupa með menn út í gönur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband