Að sjá aldrei til sólar
25.4.2008 | 09:27
Sumarið komið og sól í sinni.. Okkur vantar tvímælalaust meiri gleði í tilveruna. Ég er ekki það mikill innanbúðarmaður í menningu annarra þjóða að ég viti hvort þetta er algilt en Íslendingar hneigjast til að vera í opinberri umræðu aðfinnslusamir og rövlandi. Og ég, skilgetið afkvæmi þessarar menningar, er engin undantekning og set hér á miklar aðfinnslur. Við höfum allt á hornum okkar á blogginu yfirleitt. Leiðtogar stjórnarandstöðu eru yfirleitt reiðir, ekki fyndnir eða humorískir, heldur reiðir. Mótmælendur eru reiðir. Bílstjórar gefa hvor öðrum puttann. Bændur lemja lömb í göngum. Við erum að mörgu leyti vansæl þjóð.
Þetta gæti verið vegna þess að það svo stutt síðan við komum upp úr mógröfunum.
Hafandi sagt þetta vil ég taka fram að ég hef mikla samúð með þeim fjölda Íslendinga, þar á meðal eru flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir, sem strita á lágmarkslaunum frá morgni til kvölds í hinu þunga íslenska umhverfi...og sjá aldrei til sólar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Vansæl þjóð". Eru ekki skoðanakannanir búnar að sýna að við eru hamingjusamasta þjóð í heimi? Og vei þeim sem dregur þá hamingju í efa!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 09:50
Dómsmálaráðherra var afskaplega hamingjusamur í gær.
María Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:42
Það er bull og vitleysa við séum hamingjusömust þjóða - vei mér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:25
Þetta er alveg rétt athugað hjá þér....Ég tók eftir þessu þegar ég kom heim eftir 7 ára fjarveru að þar sem fólk kemur saman er stöðugt röfl í gangi og allt að öllu. Mjög leiðinlegt og gerir allt erfiðara. Maður er stundum niðurdregnari eftir að hafa hitt fólk og spjallað....í stað þess að vera glaðari yfir samskiptunum því þau eru oft svo neikvæð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.