Til varnar Láru Ómarsdóttur
25.4.2008 | 20:12
Það er fáránlegt að Lára Ómarsdóttir segi upp. Það er dómgreindarskortur hjá yfirmönnum hennar að taka uppsögn hennar í mál. Þeir standa greinilega ekki við bakið á henni eins og þeir ættu að gera. Það er augljóst af myndskeiðinu alræmda að Lára setur þessa tillögu með eggin fram í hálfkæringi. Það er enginn ásetningur á bak við orðin. Hún á stresskælandi samtal við samstarfsmann. Slík írónísk hálfkærings samtöl þvert um hug eru mjög algeng meðal þeirra sem gegna álagsstörfum og ekki ætluð til útflutnings. Slíkt hjálpar fólki gegnum daginn. Hjartaskurðlæknar, prestar, dómarar, blaðamenn. Orðið kaldhæðni nær þessu svolítið, þó ekki alveg. Þetta er hins vegar karlmannafyrirbrigði. Konur nota þetta minna. Dómharðir bloggarar og yfirmenn sem styðja ekki nægilega við bakið á Láru eru kannski að refsa henni fyrir það.
Ég skora á yfirmenn á fréttastofu Stöðvar 2 að bjóða henni starf sitt aftur og ekki til málamynda heldur í fullri alvöru.
(Setti svipaðar skoðanir fram í athugasemdakerfi Egils Helgasonar í dag áður en ég vissi af uppsögninni.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt séra minn, sammála.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:41
Smmála þér.Lára er einn besti og skemmtilegasti fréttamaðurinn í dag.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:47
Þetta á auðvitað að vera SAMMÁLA þér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:48
Lára hefur tekið af skarið og slíka ákvörðun ber að virða. Hitt er annað, að svona mistök eru enginn ævilok; fólki opnast alltaf ný tækifæri fyrr en síðar. Sjálfur hef ég sem blaðamaður gert mínar gloríur, enda breyskur maður og dauðlegur. Hef dregið af þeim lærdóm, beðist afsökunar og síðan reynt að skrapa sjálfum mér saman aftur og endurheimta sjálfstraustið - og eins traust gagnvart lesendum. Allt hefur þetta verið fjandanum erfiðara en eigi að síður verið góður skóli á alla lund. Fannst hins vegar fáránlegt að hún væri viðmælandi kvöldsins í kjaftaþáttum sjónvarpsins. Málið er ekki svo stórt í sniðum að það kalli á svo rosaleg viðbrögð og umfjöllun.
Kveðja,
Sigurður Bogi
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:55
Wolfang hefur ekki séð allt þetta um þessa dömu, en fynnst egilega allt siðferði í tali og máli einhvernvegin hafa sporað út. Ekki að Wolfang geti ekki kokað allskonar skoðunum, , það getur Wolfang sannað þegar við gleyptum ósoðna kúkkmaga í Tryggvaskála sumarið 56 og Jón sulta hótaði eftir það að borða í Bíónu hjá Stjána. Siggi skúraði .
Eyjólfur Jónsson, 26.4.2008 kl. 00:51
Hún ákvað sjálf að segja upp. Ég skil ekki hvaðan þér kemur heimild til að dæma þá gjörð hennar fáránlega. "Það er dómgreindarskortur hjá yfirmönnum hennar að taka uppsögn hennar í mál." Hvað áttu þeir að gera? Hafa hana nauðuga viljuga í vinnu?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:26
Lára er einn örfárra fréttamanna sem getur ekki leynt eigin persónulegu skoðunum í fréttaflutningi sínum. Það hefur margoft komið í ljós. Kannski hún ætti bara að snúa sér að pólitík eins og pabbi sinn.... og já Róbert Marshall sem hrökklaðist úr starfi fyrir afglöp sín. Þau afglöp voru reyndar heldur verri en þetta hjá Láru.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 01:51
Algjörlega sammála þér Baldur.
Glanni (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 03:20
Lára á alla mína samúð og ég vona sannarlega að hún standi þetta af sér og hennar stjarna muni rísa á ný.
Hitt er annað það er algjör dómgreindarskortur hjá þér að sjá ekki að Lára og yfirmenn hennar brugðust rétt og heiðarlega við þessu sorglega atviki, sem flestir þ.m.t. Lára sjá að er alvarleg yfirsjón. Lára hefur nú axlað ábyrgð og er maður að meiri. Lára er klár stelpa, megi henni farnast vel.
Sigurður Þórðarson, 26.4.2008 kl. 08:40
Við verðum að gera ríkar kröfur til fréttamanna um hlutlægni og heiðarleika. Lára mat það þannig að hún hefði farið yfir eðlileg mörk og ég er sammála því mati hennar. Hún getur að sjálfsögðu komið síðar að fréttamennsku þá reynslunni ríkari.
Jón Magnússon, 26.4.2008 kl. 11:26
Ég hlustaði í nokkur skipti á upptökuna og ég get ekki heyrt að þessi orð hafi verið sögð í samhengi einhvers alvöruleysis. Ég held að hún hafi meint þetta. Hún er án efa ekki ein um þetta, mig grunar (ég hef akkúrat engar haldbærar sannanir fyrir þessu) að til staðar sé ákveðin kúltur meðal sumra fréttamanna að gera slíkt hið sama. Allavega er þetta eitthvað sem er þeim ekki á móti skapi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 12:44
Sæll Baldur og takk fyrir gott innslag.
Ég er í grunninn sammála þér en mér finnst hún gefa gott fordæmi.
Hún axlar ábyrð á orðum sínum og gjörðum, eitthvað sem stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar og setja sér sem grunnreglu.
Að lokum legg ég til að bloggara sem skrifa undir dulnefni sleppi því að gagnrýna nafngreindar persónur. Það verður einhvernvegin svo lítilmannlegt fyrir viðkomandi bloggara.
Vilberg Tryggvason, 26.4.2008 kl. 13:15
Ef íslenskir ráðherrar væru jafn ábyrgðarríkir og Lára þá mætti reikna með að nokkrir ráðherrar skipti um starf í mánuði hverjum. Að hugsa upphátt virðist vera verri glæpu fréttamanni en ráðherra sem dregur land og lýð inn í árásarstríð fjarri Evrópu til að þóknast einhverjum fremur ómerkum stríðsforseta. Og það eru teknar ákvarðanir án þess að bera þær upp við þingnefndir eða á sjálfu Alþingi.
Svona er lýðræðið praktísérað á Íslandi, rétt eins og var á tímum einveldiskonunga og einokunarverslunar á sínum tíma.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2008 kl. 13:28
Veistu yfirmenn hennar hefðu alveg getað verið meira bakvið henni alveg satt. Hinsvegar tel ég að hún hafi gert það rétta í málinu. Hinsvegar á hún eftir að koma aftur inn í fjölmiðla heiminn fyrr eða síðar. Þótt ferillinn hennar sé í pásu er hann ekki búinn að mínu mati.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.4.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.