Smásaga á sunnudagsmorgni

David Hume (1711-1776) var skoskur heimspekingur og sagnfræðingur. Þekktastur fyrir verk sitt A Treatise of Human Nature.  Hume var efahyggjumaður og guðleysingi (atheist). Sagan segir að hann hafi fallið ofaní dý rétt hjá þar sem hann var að reisa sér hús í Edinborg. Tvær gamlar konur áttu leið hjá, þekktu kauða og guðleysi hans og neituðu að draga karl upp fyrr en hann færi með Faðirvorið og trúarjátninguna. Hume var praktískur og lét sig hafa það en þó ekki fyrr en hann var búinn að minna dömurnar á það að kristnir menn ættu að elska óvini sína og hlytu þar með að eiga að hjálpa þeim.

 David Hume þótti skemmtilegur maður og var umræðulist hans rómuð.  Nútíma guðleysingjar gætu margt af honum lært. Kristnir láti hins vegar vera að læra af gömlu konunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

  Já þetta fannst mér góð saga og ,,áminning!

En fyrst talað er um,, dý" þál læt ég fljóta með litla sanna sögu

 sem gerðist á vestfjörðum .

Mæðgur (móðirinn á níræðisaldri) voru að smala kindum

 er sú eldri datt í ,,dý" þá sagði dóttirinn: mamma,mamma vertu kyrr

,ég ætla að fara heim að sækja myndavélina,svo skal ég hjálpa þér!

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 27.4.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 Ég spyr! Hvað er að vera trúleysingi?

Trúa ekki allir á eitthvað? Ég er svo heppin að ég trúi á Guð almáttugan.

Eru það þeir sem ekki trúa á Guð sem eru ,,trúleysingar"?Svar óskast!

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband